Dramatískur stjórnarfundur í Útvarpshúsinu Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2014 15:23 Menn búa sig undir örlagaríkan stjórnarfund RÚV ohf. en Magnús Geir segir stöðuna verri en menn höfðu séð fyrir. Klukkan 16:00 hefst stjórnarfundur hjá RÚV ohf og er gert ráð fyrir því að sá fundur verði dramatískur. Fjárlög sem urðu að lögum í vikunni fela í sér það að afnotagjöld af Ríkisútvarpinu lækka. Forsvarsmenn RÚV hafa lagt á það ríka áherslu að það feli í sér slíkar tekjuskerðingar til miðilsins að óhjákvæmilegt sé að til niðurskurðar komi, slíks að annað eins hefur ekki sést. Björg Eva Erlendsdóttir er stjórnarmaður og hún segist ekki í aðstöðu til að tjá sig um fundinn nema á almennum nótum. Hún bendir á að í lögum frá löggjafarþinginu sé gert ráð fyrir því að RÚV ohf uppfylli ýmsar skyldur og kvaðir: „Það er fróm ósk frá stjórn að alþingi, sem leggur allt þetta á fyrirtækið, aflétti þeim kröfum eða láti fjármagn fylgja. En, þau ætla að gera hvorugt og við því þarf stjórnin að bregðast í dag.“Staðan verri en sáu fyrir Vísir spurði Magnús Geir Þórðarson fáeinna spurninga í ljósi þessarar stöðu og bárust svör frá honum á þriðjudagskvöld. Sú fyrsta var hvort þessi rekstrarstaða sé allt önnur og talsvert verri en hann hafði búist við, lá fyrir eða lögð hafði verið upp við þig, þegar hann gafst kost á sér í þetta verkefni? „Þegar ný framkvæmdastjórn tók til starfa í vor var gerð sjálfstæð úttekt á tilteknum þáttum sem snúa að fjárhagsstöðu RÚV. Það er rétt að staðan var allnokkru verri en menn höfðu áttað sig á og uppsafnaður vandi stærri en menn höfðu gert sér grein fyrir. Það er þó hægt að tækla þennan vanda, annars vegar með eignasölu sem er í góðum farvegi og hins vegar ef RÚV fær tekjur í samræmi við óskert og óbreytt útvarpsgjald. Þannig væri hægt að tryggja blómlega starfsemi RÚV til næstu ára.“Engar aðgerðir útfærðar Nú er óljóst hvað þessi fjárlög hafa í för með sér. Sumir vilja meira að segja meina að framlög til Ríkisútvarpsins aukist meðan stjórnendur þar bera sig illa. Þetta er fremur ruglingslegt og líkast til gera fæstir sér grein fyrir afleiðingum þessa. En, hvernig sér útvarpsstjóri hvað gerist í kjölfarið? Hvað verður skorið niður, nákvæmlega? Eru komin einhver drög að slíku? „Við höfum ekki útfært neinar aðgerðir, hvorki uppsagnir eða niðurfellingu á dagskrárliðum. Það er enda ekki tímabært. Ég bind enn vonir við að menn sameinist um að leysa málið. Ef framlög til starfseminnar eins og lagt var upp með í útvarpslögum eru tryggð þá skapast ró og friður til að byggja Ríkisútvarpið upp eftir mjög erfiðar sparnaðaraðgerðir undanfarinna ára.“Vongóður útvarpsstjóriMagnús Geir greindi nýlega frá því í grein að útvarpsgjaldið sem hver einstaklingur greiði sé sambærilegt að krónutölu við það sem þekkist hjá öðrum norrænum ríkisfjölmiðlum og nokkru lægra en hjá BBC og fleiri ríkisstöðvum í Evrópu. Stjórn RÚV hefur óskað eftir því að félagið fái útvarpsgjaldið óskert svo að tryggja megi áframhaldandi öflugt Ríkisútvarp, með sambærilegar skyldur og hlutverk og verið hefur. Magnús sagði óbreytt útvarpsgjald duga til að standa undir öflugri dagskrá og nauðsynlegum úrbótum á dreifikerfi. Ekki sé þörf á að hækka gjaldið eða veita sérstök fjárframlög til RÚV. Þá sagði hann í viðtali við Stöð 2 3.680 milljónir ekki duga fyrir RÚV til að sinna lögboðnum skyldum sínum. En, nú stendur til að lækkka gjaldið -- hefur hann velt fyrir þér að segja upp störfum vegna þessarar stöðu? „Ég er enn vongóður um að við finnum lausn. Ég tel að þorri þjóðarinnar vilji eiga Ríkisútvarpið og vilji að það geti sinnt hlutverki sínu með sóma. Ég er ekki aðalatriðið í þessu máli. Það skiptir mestu í mínum huga að Ríkisútvarpið geti dafnað og að ekki þurfi að koma til afdrifaríkra uppsagna og grundvallarbreytinga á því góða menningarstarfi sem þjóðin hefur byggt upp í áratugi með rekstri Ríkisútvarps.“ Tengdar fréttir Stjórn RÚV skorar á þing að falla frá lækkun útvarpsgjalds Stjórn Ríkisútvarpsins beinir því til Alþingis að það standi vörð um Ríkisútvarpið með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun á útvarpsgjaldi. 1. desember 2014 14:17 Þarf að velja burt stóra þætti í starfi RÚV „Þetta er af þannig stærðargráðu ef til kæmi. Ef þetta gengur í gegn, þá þarf að velja í burtu stóra þætti starfseminnar,“ segir útvarpsstjóri. 15. desember 2014 08:00 Telur útgjöld RÚV of mikil Tap félagsins á síðasta rekstrarári var 271 milljón króna eftir skatta. 29. nóvember 2014 20:06 Allt óljóst með veðurfréttir RÚV eftir áramót Veðurfélagið ehf. hefur síðastliðin 16 ár séð um veðurfréttirnar á RÚV en í sumar var samningnum við félagið sagt upp. 4. desember 2014 17:04 Útvarpsgjaldið skert sex sinnum á síðustu tíu árum Fjárframlög ríkisins til RÚV hafa fjórum sinnum verið hærri en tekjur af afnota- eða útvarpsgjaldi frá árinu 2005. Varaformaður fjárlaganefndar segir fullyrðingar um að stofnunin hafi aldrei fengið óskert útvarpsgjöld rangar. 5. desember 2014 07:00 Segja 3.680 milljónir ekki duga Framlög skattgreiðenda til RÚV aukast milli ára bæði á verðlagi hvers árs og föstu verðlagi. 16. desember 2014 19:05 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Klukkan 16:00 hefst stjórnarfundur hjá RÚV ohf og er gert ráð fyrir því að sá fundur verði dramatískur. Fjárlög sem urðu að lögum í vikunni fela í sér það að afnotagjöld af Ríkisútvarpinu lækka. Forsvarsmenn RÚV hafa lagt á það ríka áherslu að það feli í sér slíkar tekjuskerðingar til miðilsins að óhjákvæmilegt sé að til niðurskurðar komi, slíks að annað eins hefur ekki sést. Björg Eva Erlendsdóttir er stjórnarmaður og hún segist ekki í aðstöðu til að tjá sig um fundinn nema á almennum nótum. Hún bendir á að í lögum frá löggjafarþinginu sé gert ráð fyrir því að RÚV ohf uppfylli ýmsar skyldur og kvaðir: „Það er fróm ósk frá stjórn að alþingi, sem leggur allt þetta á fyrirtækið, aflétti þeim kröfum eða láti fjármagn fylgja. En, þau ætla að gera hvorugt og við því þarf stjórnin að bregðast í dag.“Staðan verri en sáu fyrir Vísir spurði Magnús Geir Þórðarson fáeinna spurninga í ljósi þessarar stöðu og bárust svör frá honum á þriðjudagskvöld. Sú fyrsta var hvort þessi rekstrarstaða sé allt önnur og talsvert verri en hann hafði búist við, lá fyrir eða lögð hafði verið upp við þig, þegar hann gafst kost á sér í þetta verkefni? „Þegar ný framkvæmdastjórn tók til starfa í vor var gerð sjálfstæð úttekt á tilteknum þáttum sem snúa að fjárhagsstöðu RÚV. Það er rétt að staðan var allnokkru verri en menn höfðu áttað sig á og uppsafnaður vandi stærri en menn höfðu gert sér grein fyrir. Það er þó hægt að tækla þennan vanda, annars vegar með eignasölu sem er í góðum farvegi og hins vegar ef RÚV fær tekjur í samræmi við óskert og óbreytt útvarpsgjald. Þannig væri hægt að tryggja blómlega starfsemi RÚV til næstu ára.“Engar aðgerðir útfærðar Nú er óljóst hvað þessi fjárlög hafa í för með sér. Sumir vilja meira að segja meina að framlög til Ríkisútvarpsins aukist meðan stjórnendur þar bera sig illa. Þetta er fremur ruglingslegt og líkast til gera fæstir sér grein fyrir afleiðingum þessa. En, hvernig sér útvarpsstjóri hvað gerist í kjölfarið? Hvað verður skorið niður, nákvæmlega? Eru komin einhver drög að slíku? „Við höfum ekki útfært neinar aðgerðir, hvorki uppsagnir eða niðurfellingu á dagskrárliðum. Það er enda ekki tímabært. Ég bind enn vonir við að menn sameinist um að leysa málið. Ef framlög til starfseminnar eins og lagt var upp með í útvarpslögum eru tryggð þá skapast ró og friður til að byggja Ríkisútvarpið upp eftir mjög erfiðar sparnaðaraðgerðir undanfarinna ára.“Vongóður útvarpsstjóriMagnús Geir greindi nýlega frá því í grein að útvarpsgjaldið sem hver einstaklingur greiði sé sambærilegt að krónutölu við það sem þekkist hjá öðrum norrænum ríkisfjölmiðlum og nokkru lægra en hjá BBC og fleiri ríkisstöðvum í Evrópu. Stjórn RÚV hefur óskað eftir því að félagið fái útvarpsgjaldið óskert svo að tryggja megi áframhaldandi öflugt Ríkisútvarp, með sambærilegar skyldur og hlutverk og verið hefur. Magnús sagði óbreytt útvarpsgjald duga til að standa undir öflugri dagskrá og nauðsynlegum úrbótum á dreifikerfi. Ekki sé þörf á að hækka gjaldið eða veita sérstök fjárframlög til RÚV. Þá sagði hann í viðtali við Stöð 2 3.680 milljónir ekki duga fyrir RÚV til að sinna lögboðnum skyldum sínum. En, nú stendur til að lækkka gjaldið -- hefur hann velt fyrir þér að segja upp störfum vegna þessarar stöðu? „Ég er enn vongóður um að við finnum lausn. Ég tel að þorri þjóðarinnar vilji eiga Ríkisútvarpið og vilji að það geti sinnt hlutverki sínu með sóma. Ég er ekki aðalatriðið í þessu máli. Það skiptir mestu í mínum huga að Ríkisútvarpið geti dafnað og að ekki þurfi að koma til afdrifaríkra uppsagna og grundvallarbreytinga á því góða menningarstarfi sem þjóðin hefur byggt upp í áratugi með rekstri Ríkisútvarps.“
Tengdar fréttir Stjórn RÚV skorar á þing að falla frá lækkun útvarpsgjalds Stjórn Ríkisútvarpsins beinir því til Alþingis að það standi vörð um Ríkisútvarpið með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun á útvarpsgjaldi. 1. desember 2014 14:17 Þarf að velja burt stóra þætti í starfi RÚV „Þetta er af þannig stærðargráðu ef til kæmi. Ef þetta gengur í gegn, þá þarf að velja í burtu stóra þætti starfseminnar,“ segir útvarpsstjóri. 15. desember 2014 08:00 Telur útgjöld RÚV of mikil Tap félagsins á síðasta rekstrarári var 271 milljón króna eftir skatta. 29. nóvember 2014 20:06 Allt óljóst með veðurfréttir RÚV eftir áramót Veðurfélagið ehf. hefur síðastliðin 16 ár séð um veðurfréttirnar á RÚV en í sumar var samningnum við félagið sagt upp. 4. desember 2014 17:04 Útvarpsgjaldið skert sex sinnum á síðustu tíu árum Fjárframlög ríkisins til RÚV hafa fjórum sinnum verið hærri en tekjur af afnota- eða útvarpsgjaldi frá árinu 2005. Varaformaður fjárlaganefndar segir fullyrðingar um að stofnunin hafi aldrei fengið óskert útvarpsgjöld rangar. 5. desember 2014 07:00 Segja 3.680 milljónir ekki duga Framlög skattgreiðenda til RÚV aukast milli ára bæði á verðlagi hvers árs og föstu verðlagi. 16. desember 2014 19:05 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Stjórn RÚV skorar á þing að falla frá lækkun útvarpsgjalds Stjórn Ríkisútvarpsins beinir því til Alþingis að það standi vörð um Ríkisútvarpið með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun á útvarpsgjaldi. 1. desember 2014 14:17
Þarf að velja burt stóra þætti í starfi RÚV „Þetta er af þannig stærðargráðu ef til kæmi. Ef þetta gengur í gegn, þá þarf að velja í burtu stóra þætti starfseminnar,“ segir útvarpsstjóri. 15. desember 2014 08:00
Telur útgjöld RÚV of mikil Tap félagsins á síðasta rekstrarári var 271 milljón króna eftir skatta. 29. nóvember 2014 20:06
Allt óljóst með veðurfréttir RÚV eftir áramót Veðurfélagið ehf. hefur síðastliðin 16 ár séð um veðurfréttirnar á RÚV en í sumar var samningnum við félagið sagt upp. 4. desember 2014 17:04
Útvarpsgjaldið skert sex sinnum á síðustu tíu árum Fjárframlög ríkisins til RÚV hafa fjórum sinnum verið hærri en tekjur af afnota- eða útvarpsgjaldi frá árinu 2005. Varaformaður fjárlaganefndar segir fullyrðingar um að stofnunin hafi aldrei fengið óskert útvarpsgjöld rangar. 5. desember 2014 07:00
Segja 3.680 milljónir ekki duga Framlög skattgreiðenda til RÚV aukast milli ára bæði á verðlagi hvers árs og föstu verðlagi. 16. desember 2014 19:05