"Viagra er orðið partílyf“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. apríl 2014 15:46 Sala á Viagra hefur aukist um 120% á síðustu fjórum árum. „Það er að færast í aukana að unglingspiltar - og í raun karlmenn yfirhöfuð – noti stinningarlyf á djamminu,“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur. Viagra og samheitalyfið Kamagra eru að sögn hennar orðin partílyf hjá framhaldsskólanemum – bæði drengjum og stúlkum, sem sæki jafnvel fyrirmyndir í persónur gamþáttarins Sex and the City sem hafa notað lyfið með að því er virðist jákvæðum afleiðingum. Sala á Viagra hefur aukist um 120% á síðustu fjórum árum. „Spurðu hvaða framhaldsskólanema sem er, það hafa allir heyrt um Kamagra. Ef þeir hafa ekki prófað það, þekkja þeir einhvern sem er að nota það eða selja það,“ segir Sigga Dögg. Hún segir þetta varhugaverða þróun, stinningarlyf hafi aukaverkanir og ekki eigi að drekka áfengi samhliða því að taka lyfin - og setur spurningamerki við tilgang þess.Salan margfaldast Sala á stinningarlyfinu Viagra hefur margfaldast á undanförnum árum. Árið 2009 voru rúmlega 82 þúsund skammtar af lyfinu seldir. Í fyrra, fjórum árum seinna, seldust rúmlega 180 þúsund skammtar; 120 prósenta aukning. Sala á Viagra á Íslandi er sambærileg tölum frá Danmörku. Salan, sé miðað við höfðatölu, er mjög lík hér og í Danmörku.Sigga Dögg.Halda að lyfið geri þær graðari Sigga Dögg segir þetta vera orðið vandamál. „Já, ég hef margoft heyrt framhaldsskólanema tala um að þeir eigi í vandræðum með að ná honum upp eftir djammið og þá séu stinningarlyf svarið. Þeim finnst það eftirsóknarvert að vera með holdris í lengri, lengri tíma. Svo hafa stelpur líka verið að prófa þetta. Einhverjar hafa talað um Viagra geti gert þær graðari eða næmari, eða bætt fullnæginu þeirra.“ Í því samhengi bendir Sigga Dögg á að í hinum vinsæla gamanþætti Sex and the City sé taki ein aðalpersónan, hin geðþekka Samantha, Viagra með þeim afleiðingum að fullnæging hennar verður afar tilþrifamikil. „Já, Sex and the City gerði þetta ódauðlegt. Stúlkum þykir þetta orðið sport. Það eru til bleikar töflur sem þær taka.“ Hér að neðan má sjá atriðið úr Sex and the City.Hættulegt að blanda þessu við áfengi Sigga Dögg bendir á að það geti reynst varasamt að taka stinningarlyf ofan í áfengi. „Svo eru einhverjir kannski að blanda áfenginu sínu í orkudrykki og þá verður þetta mjög varhugavert.“ Þekktar aukaverkanir við notkun á Viagra eru höfuðverkur, meltingatruflanir, nefstífla, yfirlið, hjarsláttatruflanir, langvarandi stinning og fleira. Aukaverkanirnar tengjast stærð skammtsins sem er tekinn. Sigga Dögg setur spurningamerki við þessar hugmyndir að taka stinningarlyf til þess að geta sofið hjá eftir að hafa farið út á lífið. „Kynlíf á ekki að snúast um að endast lengi. Það er ekki hollt að koma heim af djamminu og þurfa að taka pillur til að ná honum upp. Þá eru engar forsendur til samræðis.“ Sigga Dögg fjallar nánar um þetta í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu á morgun. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
„Það er að færast í aukana að unglingspiltar - og í raun karlmenn yfirhöfuð – noti stinningarlyf á djamminu,“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur. Viagra og samheitalyfið Kamagra eru að sögn hennar orðin partílyf hjá framhaldsskólanemum – bæði drengjum og stúlkum, sem sæki jafnvel fyrirmyndir í persónur gamþáttarins Sex and the City sem hafa notað lyfið með að því er virðist jákvæðum afleiðingum. Sala á Viagra hefur aukist um 120% á síðustu fjórum árum. „Spurðu hvaða framhaldsskólanema sem er, það hafa allir heyrt um Kamagra. Ef þeir hafa ekki prófað það, þekkja þeir einhvern sem er að nota það eða selja það,“ segir Sigga Dögg. Hún segir þetta varhugaverða þróun, stinningarlyf hafi aukaverkanir og ekki eigi að drekka áfengi samhliða því að taka lyfin - og setur spurningamerki við tilgang þess.Salan margfaldast Sala á stinningarlyfinu Viagra hefur margfaldast á undanförnum árum. Árið 2009 voru rúmlega 82 þúsund skammtar af lyfinu seldir. Í fyrra, fjórum árum seinna, seldust rúmlega 180 þúsund skammtar; 120 prósenta aukning. Sala á Viagra á Íslandi er sambærileg tölum frá Danmörku. Salan, sé miðað við höfðatölu, er mjög lík hér og í Danmörku.Sigga Dögg.Halda að lyfið geri þær graðari Sigga Dögg segir þetta vera orðið vandamál. „Já, ég hef margoft heyrt framhaldsskólanema tala um að þeir eigi í vandræðum með að ná honum upp eftir djammið og þá séu stinningarlyf svarið. Þeim finnst það eftirsóknarvert að vera með holdris í lengri, lengri tíma. Svo hafa stelpur líka verið að prófa þetta. Einhverjar hafa talað um Viagra geti gert þær graðari eða næmari, eða bætt fullnæginu þeirra.“ Í því samhengi bendir Sigga Dögg á að í hinum vinsæla gamanþætti Sex and the City sé taki ein aðalpersónan, hin geðþekka Samantha, Viagra með þeim afleiðingum að fullnæging hennar verður afar tilþrifamikil. „Já, Sex and the City gerði þetta ódauðlegt. Stúlkum þykir þetta orðið sport. Það eru til bleikar töflur sem þær taka.“ Hér að neðan má sjá atriðið úr Sex and the City.Hættulegt að blanda þessu við áfengi Sigga Dögg bendir á að það geti reynst varasamt að taka stinningarlyf ofan í áfengi. „Svo eru einhverjir kannski að blanda áfenginu sínu í orkudrykki og þá verður þetta mjög varhugavert.“ Þekktar aukaverkanir við notkun á Viagra eru höfuðverkur, meltingatruflanir, nefstífla, yfirlið, hjarsláttatruflanir, langvarandi stinning og fleira. Aukaverkanirnar tengjast stærð skammtsins sem er tekinn. Sigga Dögg setur spurningamerki við þessar hugmyndir að taka stinningarlyf til þess að geta sofið hjá eftir að hafa farið út á lífið. „Kynlíf á ekki að snúast um að endast lengi. Það er ekki hollt að koma heim af djamminu og þurfa að taka pillur til að ná honum upp. Þá eru engar forsendur til samræðis.“ Sigga Dögg fjallar nánar um þetta í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu á morgun.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira