Innlent

Neyðast til að fresta Bátadögum vegna vonskuveðurs

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hátíðin er vinsæl á meðal bátaáhugamanna en háð því að veður sé gott.
Hátíðin er vinsæl á meðal bátaáhugamanna en háð því að veður sé gott. Mynd/Úr einkasafni
Ákveðið hefur verið að fresta Bátadögum á Breiðafirði um eina viku vegna slæmrar veðurspár, en djúp lægð hefur verið yfir landinu að undanförnu.

Bátadagar áttu að vera nú um helgina, þá fyrstu í júlí. Þeir verða þess í stað þá næstu, dagana 11.–13. júlí.

Hátíðin verður haldin í sjötta sinn nú í ár. Helgin snýst um að sýna báta, sigla þeim og sérstaklega kenna ungu kynslóðinni að róa. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×