Sagði augljóst að gögn um dauðatíma hvala yrðu birt Svavar Hávarðsson skrifar 4. júlí 2014 07:00 Almenningur mun að óbreyttu ekki fá upplýsingar um veiðiaðferðir á hval, en það er eitt helsta deilumálið vegna veiðanna. Fréttablaðið/Anton Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, fullyrti í vetur að niðurstöður rannsókna á dauðatíma hvala yrðu birtar hverjum þeim sem þær vildu sjá, enda verið að safna upplýsingum í opinberum tilgangi. Hann segist enn þeirrar skoðunar að birta eigi niðurstöðurnar. Hvort tveggja gengur þvert á svar hans við fyrirspurn á Alþingi sem birt var um mánaðarmótin. „Þær upplýsingar sem koma munu út úr þessum leiðangri verða án efa aðgengilegar, til þess er þetta gert. Verið er að safna upplýsingunum í opinberum tilgangi og því verða þær gerðar aðgengilegar og menn upplýstir um málið sem það vilja, þannig að ég tel að það sé nú bara nokkuð augljóst,“ sagði Sigurður Ingi í þingræðu 7. apríl síðastliðinn. Edward H. Huijbens, þingmaður Vinstri grænna, spurði þá ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma: „Verða þessar upplýsingar aðilanna birtar opinberlega svo almenningur geti kynnt sér þær og í framhaldinu lagt mat á hvort aðferðirnar séu mannúðlegar eða ekki?“ Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær verða rannsóknarniðurstöður um dauðatíma hvala í veiðum við Ísland ekki birtar almenningi. Vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins til Sigurðar Inga í gær var þeim skilaboðum frá ráðherra komið til skila að hann væri enn þeirrar skoðunar að birta ætti upplýsingarnar „á einhverjum tímapunkti“, hins vegar hafi hann ekki vitað að aðkomu Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO), sem vinnur rannsóknina í samstarfi við Fiskistofu. Að sögn Eyþórs Björnssonar fiskistofustjóra hafa sambærilegar upplýsingar ekki verið gerðar opinberar í Noregi og „á þessum tímapunkti sjáum við ekki frekar ástæðu til að gera það hér,“ sagði Eyþór í viðtali við Fréttablaðið á miðvikudag. Engar vísindalegar upplýsingar eru til um dauðatíma hvala í hvalveiðum við Ísland - en þá er átt við hversu lengi það tekur dýrið að deyja eftir að það er skotið. Hvorki Hafrannsóknastofnun né Fiskistofa hafa hingað til safnað slíkum gögnum. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í apríl - og var ástæða fyrirspurnar Edwards. Þá liggur fyrir að 73 prósent Íslendinga telja mikilvægt að hvalveiðar séu mannúðlegar. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar Capacent Gallup sem dýravelferðarsamtökin International Fund for Animal Welfare (IFAW). Í könnuninni kemur jafnfram fram að 59,3% Íslendinga telja að hvalveiðar fari fram á mannúðlegan hátt. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, fullyrti í vetur að niðurstöður rannsókna á dauðatíma hvala yrðu birtar hverjum þeim sem þær vildu sjá, enda verið að safna upplýsingum í opinberum tilgangi. Hann segist enn þeirrar skoðunar að birta eigi niðurstöðurnar. Hvort tveggja gengur þvert á svar hans við fyrirspurn á Alþingi sem birt var um mánaðarmótin. „Þær upplýsingar sem koma munu út úr þessum leiðangri verða án efa aðgengilegar, til þess er þetta gert. Verið er að safna upplýsingunum í opinberum tilgangi og því verða þær gerðar aðgengilegar og menn upplýstir um málið sem það vilja, þannig að ég tel að það sé nú bara nokkuð augljóst,“ sagði Sigurður Ingi í þingræðu 7. apríl síðastliðinn. Edward H. Huijbens, þingmaður Vinstri grænna, spurði þá ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma: „Verða þessar upplýsingar aðilanna birtar opinberlega svo almenningur geti kynnt sér þær og í framhaldinu lagt mat á hvort aðferðirnar séu mannúðlegar eða ekki?“ Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær verða rannsóknarniðurstöður um dauðatíma hvala í veiðum við Ísland ekki birtar almenningi. Vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins til Sigurðar Inga í gær var þeim skilaboðum frá ráðherra komið til skila að hann væri enn þeirrar skoðunar að birta ætti upplýsingarnar „á einhverjum tímapunkti“, hins vegar hafi hann ekki vitað að aðkomu Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO), sem vinnur rannsóknina í samstarfi við Fiskistofu. Að sögn Eyþórs Björnssonar fiskistofustjóra hafa sambærilegar upplýsingar ekki verið gerðar opinberar í Noregi og „á þessum tímapunkti sjáum við ekki frekar ástæðu til að gera það hér,“ sagði Eyþór í viðtali við Fréttablaðið á miðvikudag. Engar vísindalegar upplýsingar eru til um dauðatíma hvala í hvalveiðum við Ísland - en þá er átt við hversu lengi það tekur dýrið að deyja eftir að það er skotið. Hvorki Hafrannsóknastofnun né Fiskistofa hafa hingað til safnað slíkum gögnum. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í apríl - og var ástæða fyrirspurnar Edwards. Þá liggur fyrir að 73 prósent Íslendinga telja mikilvægt að hvalveiðar séu mannúðlegar. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar Capacent Gallup sem dýravelferðarsamtökin International Fund for Animal Welfare (IFAW). Í könnuninni kemur jafnfram fram að 59,3% Íslendinga telja að hvalveiðar fari fram á mannúðlegan hátt.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira