Innlent

Ungur ökufantur í Laugardalnum

Gissur Sigurðsson skrifar
Lögreglumenn stöðvuðu í gærkvöldi ungan ökumann vegna glæfraaksturs.
Lögreglumenn stöðvuðu í gærkvöldi ungan ökumann vegna glæfraaksturs. visir/pjetur
Lögreglumenn stöðvuðu í gærkvöldi ungan ökumann vegna glæfraaksturs í grennd við íþróttahús í Laugardalnum í Reykjavík.

Hinn ungi ökufantur hafði verið að reykspóla í hringi, þar sem fólk var á ferli í grenndinni og segir í bókun lögreglumanna að illa hefði geta farið, ef ökumanninum hefði fipast. Hann á yfir höfði sér sektir fyrir óþarfa hávaða og mengun, og fyrir að sýna ekki nægilega tillitssemi og varúð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×