Innlent

Já.is lá niðri

ingvar haraldsson skrifar
Þeir sem leita á já.is munu birtast þessar upplýsingar.
Þeir sem leita á já.is munu birtast þessar upplýsingar.
Já.is, fjórða mesta lesna vefsíða landsins liggur nú niðri. Samkvæmt upplýsingum frá símaveri Já er um bilun í hugbúnaði að ræða svo síðan ræður illa við umferð. Einhverjar beiðnir munu komast í geng en flestum mun birtast skjámyndin hér að ofan.

Bilunarinnar varð vart snemma í morgun. Sérfræðingar fyrirtækisins vinna nú að viðgerð en óvíst er hvenær síðan kemst í lag.

Uppfært klukkan 10:20: 

Viðgerð tókst og vefsíðan er nú kominn í lag. 

Telma Eir Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Já segir atvikið leiðinlegt og biður alla notendur Já afsökunar á þeim óþægindunum sem þetta kann að hafa valdið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×