Ofbeldi gegn kennurum eykst Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Nemendur hafa notað síma sína til að egna kennara. Nordicphotos/AFP Ofbeldi nemenda gegn kennurum og öðrum starfsmönnum grunnskólanna fer vaxandi þótt það sé ekki algengt. Dæmi eru um að séð hafi á kennurum eftir árás nemanda, að því er Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, greinir frá. „Árásargjarnir nemendur á öllum stigum grunnskólans, sem eru sem betur fer ekki margir, grýta hlutum, rífa í kennara og annað starfsfólk og meiða,“ segir hún. Niðurstöður könnunar skólayfirvalda í Stokkhólmi frá því í fyrra sýna að níu prósent starfsmanna skóla höfðu orðið fyrir ofbeldi eða verið hótað á árinu á undan. Kennarar voru 60 prósent svarenda, samkvæmt frétt Sænska dagblaðsins. Guðbjörg kveðst ekki vita til að slík könnun hafi verið gerð hér á landi. Hér hafa kennarar í sumum tilfellum þurft að leita læknis vegna ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir. Spurð hvort þeir hafi þurft að fara í veikindafrí vegna slíkra mála segir Guðbjörg svo vera.Guðbjörg Ragnarsdóttir„Einelti fyrirfinnst alls staðar. Það eru til foreldrar og nemendur sem leggja kennara í einelti og einelti hefur áhrif á kennara eins og aðra.“ Að sögn Guðbjargar er allur gangur á því hvernig skólastjórnendur taka á málum. „Sumir segja að máli sé ekki fylgt nógu vel eftir en aðrir segja að skólastjórnendur standi 110 prósent með þeim. Þá er fundað með viðkomandi nemanda og foreldrum og utanaðkomandi kallaðir til ef þurfa þykir.“ Nemendur eru farnir að ógna kennurum með því að bregða símum á loft í kennslustofunni, mynda þá og taka upp hljóð en yfirleitt er bannað að vera með síma í skólunum. „Nemendur hafa tekið upp hljóðið þegar kennarinn brýnir raustina. Þetta er svo sett á netið. Það er hins vegar ekki sýnt hvað nemendur gerðu markvisst, jafnvel um langt skeið, til að egna kennarann. Nemendur nota símana sem tæki til að hóta kennurum. Fyrir kemur að grunnskólanemendur séu með síma sem kosta á annað hundrað þúsund krónur. Það er skiljanlegt að foreldrar vilji að börnin hafi síma sem öryggistæki en í þeim tilgangi þurfa nemendur ekki síma með öllum mögulegum tækninýjungum. Það ætti að vera nóg ef hægt er að hringja í símana og úr þeim.“ Guðbjörg tekur fram að alltaf hafi loðað við að nemendur reyni að espa upp kennara. „Það hefur ekkert breyst síðan ég var í skóla. Málin lenda hins vegar í öðrum farvegi núna. Nú eru viðbrögð kennaranna sýnd öllum almenningi en ekki aðdragandinn.“ Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ofbeldi nemenda gegn kennurum og öðrum starfsmönnum grunnskólanna fer vaxandi þótt það sé ekki algengt. Dæmi eru um að séð hafi á kennurum eftir árás nemanda, að því er Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, greinir frá. „Árásargjarnir nemendur á öllum stigum grunnskólans, sem eru sem betur fer ekki margir, grýta hlutum, rífa í kennara og annað starfsfólk og meiða,“ segir hún. Niðurstöður könnunar skólayfirvalda í Stokkhólmi frá því í fyrra sýna að níu prósent starfsmanna skóla höfðu orðið fyrir ofbeldi eða verið hótað á árinu á undan. Kennarar voru 60 prósent svarenda, samkvæmt frétt Sænska dagblaðsins. Guðbjörg kveðst ekki vita til að slík könnun hafi verið gerð hér á landi. Hér hafa kennarar í sumum tilfellum þurft að leita læknis vegna ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir. Spurð hvort þeir hafi þurft að fara í veikindafrí vegna slíkra mála segir Guðbjörg svo vera.Guðbjörg Ragnarsdóttir„Einelti fyrirfinnst alls staðar. Það eru til foreldrar og nemendur sem leggja kennara í einelti og einelti hefur áhrif á kennara eins og aðra.“ Að sögn Guðbjargar er allur gangur á því hvernig skólastjórnendur taka á málum. „Sumir segja að máli sé ekki fylgt nógu vel eftir en aðrir segja að skólastjórnendur standi 110 prósent með þeim. Þá er fundað með viðkomandi nemanda og foreldrum og utanaðkomandi kallaðir til ef þurfa þykir.“ Nemendur eru farnir að ógna kennurum með því að bregða símum á loft í kennslustofunni, mynda þá og taka upp hljóð en yfirleitt er bannað að vera með síma í skólunum. „Nemendur hafa tekið upp hljóðið þegar kennarinn brýnir raustina. Þetta er svo sett á netið. Það er hins vegar ekki sýnt hvað nemendur gerðu markvisst, jafnvel um langt skeið, til að egna kennarann. Nemendur nota símana sem tæki til að hóta kennurum. Fyrir kemur að grunnskólanemendur séu með síma sem kosta á annað hundrað þúsund krónur. Það er skiljanlegt að foreldrar vilji að börnin hafi síma sem öryggistæki en í þeim tilgangi þurfa nemendur ekki síma með öllum mögulegum tækninýjungum. Það ætti að vera nóg ef hægt er að hringja í símana og úr þeim.“ Guðbjörg tekur fram að alltaf hafi loðað við að nemendur reyni að espa upp kennara. „Það hefur ekkert breyst síðan ég var í skóla. Málin lenda hins vegar í öðrum farvegi núna. Nú eru viðbrögð kennaranna sýnd öllum almenningi en ekki aðdragandinn.“
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira