Ofbeldi gegn kennurum eykst Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Nemendur hafa notað síma sína til að egna kennara. Nordicphotos/AFP Ofbeldi nemenda gegn kennurum og öðrum starfsmönnum grunnskólanna fer vaxandi þótt það sé ekki algengt. Dæmi eru um að séð hafi á kennurum eftir árás nemanda, að því er Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, greinir frá. „Árásargjarnir nemendur á öllum stigum grunnskólans, sem eru sem betur fer ekki margir, grýta hlutum, rífa í kennara og annað starfsfólk og meiða,“ segir hún. Niðurstöður könnunar skólayfirvalda í Stokkhólmi frá því í fyrra sýna að níu prósent starfsmanna skóla höfðu orðið fyrir ofbeldi eða verið hótað á árinu á undan. Kennarar voru 60 prósent svarenda, samkvæmt frétt Sænska dagblaðsins. Guðbjörg kveðst ekki vita til að slík könnun hafi verið gerð hér á landi. Hér hafa kennarar í sumum tilfellum þurft að leita læknis vegna ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir. Spurð hvort þeir hafi þurft að fara í veikindafrí vegna slíkra mála segir Guðbjörg svo vera.Guðbjörg Ragnarsdóttir„Einelti fyrirfinnst alls staðar. Það eru til foreldrar og nemendur sem leggja kennara í einelti og einelti hefur áhrif á kennara eins og aðra.“ Að sögn Guðbjargar er allur gangur á því hvernig skólastjórnendur taka á málum. „Sumir segja að máli sé ekki fylgt nógu vel eftir en aðrir segja að skólastjórnendur standi 110 prósent með þeim. Þá er fundað með viðkomandi nemanda og foreldrum og utanaðkomandi kallaðir til ef þurfa þykir.“ Nemendur eru farnir að ógna kennurum með því að bregða símum á loft í kennslustofunni, mynda þá og taka upp hljóð en yfirleitt er bannað að vera með síma í skólunum. „Nemendur hafa tekið upp hljóðið þegar kennarinn brýnir raustina. Þetta er svo sett á netið. Það er hins vegar ekki sýnt hvað nemendur gerðu markvisst, jafnvel um langt skeið, til að egna kennarann. Nemendur nota símana sem tæki til að hóta kennurum. Fyrir kemur að grunnskólanemendur séu með síma sem kosta á annað hundrað þúsund krónur. Það er skiljanlegt að foreldrar vilji að börnin hafi síma sem öryggistæki en í þeim tilgangi þurfa nemendur ekki síma með öllum mögulegum tækninýjungum. Það ætti að vera nóg ef hægt er að hringja í símana og úr þeim.“ Guðbjörg tekur fram að alltaf hafi loðað við að nemendur reyni að espa upp kennara. „Það hefur ekkert breyst síðan ég var í skóla. Málin lenda hins vegar í öðrum farvegi núna. Nú eru viðbrögð kennaranna sýnd öllum almenningi en ekki aðdragandinn.“ Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Ofbeldi nemenda gegn kennurum og öðrum starfsmönnum grunnskólanna fer vaxandi þótt það sé ekki algengt. Dæmi eru um að séð hafi á kennurum eftir árás nemanda, að því er Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, greinir frá. „Árásargjarnir nemendur á öllum stigum grunnskólans, sem eru sem betur fer ekki margir, grýta hlutum, rífa í kennara og annað starfsfólk og meiða,“ segir hún. Niðurstöður könnunar skólayfirvalda í Stokkhólmi frá því í fyrra sýna að níu prósent starfsmanna skóla höfðu orðið fyrir ofbeldi eða verið hótað á árinu á undan. Kennarar voru 60 prósent svarenda, samkvæmt frétt Sænska dagblaðsins. Guðbjörg kveðst ekki vita til að slík könnun hafi verið gerð hér á landi. Hér hafa kennarar í sumum tilfellum þurft að leita læknis vegna ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir. Spurð hvort þeir hafi þurft að fara í veikindafrí vegna slíkra mála segir Guðbjörg svo vera.Guðbjörg Ragnarsdóttir„Einelti fyrirfinnst alls staðar. Það eru til foreldrar og nemendur sem leggja kennara í einelti og einelti hefur áhrif á kennara eins og aðra.“ Að sögn Guðbjargar er allur gangur á því hvernig skólastjórnendur taka á málum. „Sumir segja að máli sé ekki fylgt nógu vel eftir en aðrir segja að skólastjórnendur standi 110 prósent með þeim. Þá er fundað með viðkomandi nemanda og foreldrum og utanaðkomandi kallaðir til ef þurfa þykir.“ Nemendur eru farnir að ógna kennurum með því að bregða símum á loft í kennslustofunni, mynda þá og taka upp hljóð en yfirleitt er bannað að vera með síma í skólunum. „Nemendur hafa tekið upp hljóðið þegar kennarinn brýnir raustina. Þetta er svo sett á netið. Það er hins vegar ekki sýnt hvað nemendur gerðu markvisst, jafnvel um langt skeið, til að egna kennarann. Nemendur nota símana sem tæki til að hóta kennurum. Fyrir kemur að grunnskólanemendur séu með síma sem kosta á annað hundrað þúsund krónur. Það er skiljanlegt að foreldrar vilji að börnin hafi síma sem öryggistæki en í þeim tilgangi þurfa nemendur ekki síma með öllum mögulegum tækninýjungum. Það ætti að vera nóg ef hægt er að hringja í símana og úr þeim.“ Guðbjörg tekur fram að alltaf hafi loðað við að nemendur reyni að espa upp kennara. „Það hefur ekkert breyst síðan ég var í skóla. Málin lenda hins vegar í öðrum farvegi núna. Nú eru viðbrögð kennaranna sýnd öllum almenningi en ekki aðdragandinn.“
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira