Innlent

Réðst á konu með ungabarn í höndunum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/hari
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært þrítugan karlmann sem grunaður er um að hafa ráðist á barnsmóður sína hinn 22. júní síðastliðinn.

Manninum er gefið að sök að hafa hrint barnsmóður sinni í sófa og skellt henni utan í vegg þar sem hún hélt á ungabarni þeirra ásamt því að slá hana með tölvu. Konan hlaut marblett á hægri aftanverðum upphandlegg, þreyfieymsli yfir axlarvöðvum hægra megin, brak og verki í öxl og mar yfir utanvert hægra læri.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaður, en brot hans getur varðað við allt að eins árs fangelsi.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×