Samkvæmt heimildum franska blaðsins L'Equipe hefur ekkert spurst til sóknarmannsins David N'Gog undanfarna viku.
N'Gog sneri aftur til heimalandsins í sumar eftir að hafa verið á mála hjá Liverpool, Bolton og Swansea í Englandi.
Hann er á mála hjá Stade de Reims en þurfti að draga sig úr leikmannahópi liðsins fyrir leik þess gegn Lorient vegna veikinda.
Samkvæmt frétt L'Equipe mun læknir félagsins hafa farið á hótel hans en komið að yfirgefnu herbergi. Hann mun ekki hafa svarað síma og enginn veit í raun hvar hann er niðurkominn.
Stjóri liðsins, Jean-Luc Vasseur, fullyrti að N'Gog væri rúmliggjandi en tjáði sig ekki nánar um málið.
Enginn séð N'Gog í tæpa viku
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
