Mengun úr Holuhrauni dreifðist víða um land Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. september 2014 18:55 Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. Gosmistur lá yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun og fram eftir degi. Þetta er í fyrsta sinn frá því að eldumbrotin hófust í Holuhrauni sem mengun berst í verulegu mæli inn á höfuðborgarsvæðið. Eins og sjá má á þessu grafi þá jókst brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu verulega í morgun en var í rénum nú seinni hluta dags. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að dreifing mengunarinnar hafi komið sérfræðingum á óvart því vestlæg vindátt hafi ríkt á landinu í dag. „Þetta er veruleg mengun að því leyti að hún getur verið óþægileg fyrir fólk. Við höfum fengið símhringinar alls staðar af á landinu þar sem fólk er að kvarta yfir þessu lofti sem það andar að sér,“ segir Árni. Gosmistur lagði einnig yfir Akureyri í dag sem getur verið hættuleg þeim sem glíma við sjúkdóma í öndunarfærum. Mengunin var mest upp á hálendi. Á Sprengisandi þurfti vinnuflokkur að leita sér skjóls vegna mengunar. Árni segir ljóst að fylgjast þurfi sérstaklega með aðstæðum þegar hægur vindur er á landinu líkt og í dag. „Þetta eru aðstæður sem við þurfum að hafa auga með - ekki bara að horfa á vindinn í spálíkönunum ef þessar sambærulegu aðstæður skapast,“ segir Árni.Rok og rigning á morgun Árni á ekki von á því að mengunin dreifi sér eins vel um landið á morgun þar sem von sé á vaxandi suðvestanátt á morgun með roki og rigningu. Vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs frá gosinu mun stóraukast á næstu dögum því keyptir hafa verið 40 mælar til að fylgjast með stöðu mála. Búist er við að jarðeldarnir í Holuhrauni verði áfram með svipuðum hætti og síðustu daga. Í nótt varð skjálfti af stærðinni 5,1 auk minni skjálfta. Jarðskorpuhreyfingar benda til þess að enn aukist magn kviku lítillega í kvikuganginum við norðanverðan Vatnajökul og áframhaldandi sig er í Bárðarbungu samkvæmt GPS-mælingum. Veður Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. Gosmistur lá yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun og fram eftir degi. Þetta er í fyrsta sinn frá því að eldumbrotin hófust í Holuhrauni sem mengun berst í verulegu mæli inn á höfuðborgarsvæðið. Eins og sjá má á þessu grafi þá jókst brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu verulega í morgun en var í rénum nú seinni hluta dags. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að dreifing mengunarinnar hafi komið sérfræðingum á óvart því vestlæg vindátt hafi ríkt á landinu í dag. „Þetta er veruleg mengun að því leyti að hún getur verið óþægileg fyrir fólk. Við höfum fengið símhringinar alls staðar af á landinu þar sem fólk er að kvarta yfir þessu lofti sem það andar að sér,“ segir Árni. Gosmistur lagði einnig yfir Akureyri í dag sem getur verið hættuleg þeim sem glíma við sjúkdóma í öndunarfærum. Mengunin var mest upp á hálendi. Á Sprengisandi þurfti vinnuflokkur að leita sér skjóls vegna mengunar. Árni segir ljóst að fylgjast þurfi sérstaklega með aðstæðum þegar hægur vindur er á landinu líkt og í dag. „Þetta eru aðstæður sem við þurfum að hafa auga með - ekki bara að horfa á vindinn í spálíkönunum ef þessar sambærulegu aðstæður skapast,“ segir Árni.Rok og rigning á morgun Árni á ekki von á því að mengunin dreifi sér eins vel um landið á morgun þar sem von sé á vaxandi suðvestanátt á morgun með roki og rigningu. Vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs frá gosinu mun stóraukast á næstu dögum því keyptir hafa verið 40 mælar til að fylgjast með stöðu mála. Búist er við að jarðeldarnir í Holuhrauni verði áfram með svipuðum hætti og síðustu daga. Í nótt varð skjálfti af stærðinni 5,1 auk minni skjálfta. Jarðskorpuhreyfingar benda til þess að enn aukist magn kviku lítillega í kvikuganginum við norðanverðan Vatnajökul og áframhaldandi sig er í Bárðarbungu samkvæmt GPS-mælingum.
Veður Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum