Boateng og Muntari reknir heim Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2014 11:23 Kevin-Prince Boateng á æfingu landsliðsins í gær. Vísir/AFP Kwesi Appiah, landsliðsþjálfari Gana, hefur staðfest að stórstjörnunar Kevin-Prince Boateng og Sulley Muntari hafa verið reknir úr landsliðshópi Ganverja. Mikið hefur gengið á í herbúðum Gana en í gær bárust fregnir af því að leikmenn liðsins hafi hótað verkfalli nema að staðið yrði við loforð um bónusgreiðslur til leikmanna. Það varð svo til þess að forseti landsins lofaði að flogið yrði með þrjár milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 339 milljónum króna, til Brasilíu sem var svo gert í gær. Í fjölmiðlum ytra er talað um að leikmenn hefðu gert uppreisn gagnvart forráðamönnum liðsins og að þeir hefðu neitað að ferðast frá bækistöðvum liðsins í Maceio til höfuðborgarinnar Brasilíu þar sem liðið mætir Portúgal í dag. Til að bæta gráu á svart munu þeir Boateng og Muntari hafa slegist fyrir tveimur dögum síðan en mun sá fyrrnefndi hafa hreytt ónotum í landsliðsþjálfarann þegar hann spurðist fyrir um málið. Þá er því enn fremur haldið fram að Muntari hafi veist að starfsmanni í liðsstjórn ganverska landsliðsins í gær. Það virðist því sem svo að ekki hafi tekist að lægja allar ófriðaröldur í landsliðshópi Gana með peningasendingunni í gær en samkvæmt brasilískum fjölmiðlum mun stór hópur lögreglu- og hermanna hafa fylgt sendingunni frá flugvellinum í herbúðir landsliðsins. Gana mætir sem fyrr segir Portúgal síðar í dag og þarf að vinna með tveggja marka mun til að komast áfram í 16-liða úrslitin en treysta jafnframt á að Þýskaland hafi betur gegn Bandaríkjunum á sama tíma.BREAK: #GHA coach Kwesi Appiah confirms sacking Kevin-Prince Boateng and Sulley Muntari from team camp.— Gary Al-Smith (@garyalsmith) June 26, 2014 Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Kwesi Appiah, landsliðsþjálfari Gana, hefur staðfest að stórstjörnunar Kevin-Prince Boateng og Sulley Muntari hafa verið reknir úr landsliðshópi Ganverja. Mikið hefur gengið á í herbúðum Gana en í gær bárust fregnir af því að leikmenn liðsins hafi hótað verkfalli nema að staðið yrði við loforð um bónusgreiðslur til leikmanna. Það varð svo til þess að forseti landsins lofaði að flogið yrði með þrjár milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 339 milljónum króna, til Brasilíu sem var svo gert í gær. Í fjölmiðlum ytra er talað um að leikmenn hefðu gert uppreisn gagnvart forráðamönnum liðsins og að þeir hefðu neitað að ferðast frá bækistöðvum liðsins í Maceio til höfuðborgarinnar Brasilíu þar sem liðið mætir Portúgal í dag. Til að bæta gráu á svart munu þeir Boateng og Muntari hafa slegist fyrir tveimur dögum síðan en mun sá fyrrnefndi hafa hreytt ónotum í landsliðsþjálfarann þegar hann spurðist fyrir um málið. Þá er því enn fremur haldið fram að Muntari hafi veist að starfsmanni í liðsstjórn ganverska landsliðsins í gær. Það virðist því sem svo að ekki hafi tekist að lægja allar ófriðaröldur í landsliðshópi Gana með peningasendingunni í gær en samkvæmt brasilískum fjölmiðlum mun stór hópur lögreglu- og hermanna hafa fylgt sendingunni frá flugvellinum í herbúðir landsliðsins. Gana mætir sem fyrr segir Portúgal síðar í dag og þarf að vinna með tveggja marka mun til að komast áfram í 16-liða úrslitin en treysta jafnframt á að Þýskaland hafi betur gegn Bandaríkjunum á sama tíma.BREAK: #GHA coach Kwesi Appiah confirms sacking Kevin-Prince Boateng and Sulley Muntari from team camp.— Gary Al-Smith (@garyalsmith) June 26, 2014
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira