Fótbolti

Aron Jóhannsson skoraði og klipinn í punginn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Viðburðaríkur leikur hjá Aroni
Viðburðaríkur leikur hjá Aroni vísir/getty
Aron Jóhannsson skoraði seinna mark AZ í 2-2 jafntefli gegn botnliði Roda í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. AZ er í sjöunda sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir.

Aron Jóhannsson var að vanda í byrjunarliði AZ í fremstu víglínu og Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði í stöðu vinstri bakvarðar og léku þeir báðir allan leikinn.

Roda sem er í neðsta sæti deildarinnar byrjaði leikinn betur og komst yfir með marki Berry Powel á 25. mínútu.

Markus Henriksen jafnaði metin á 41. mínútu eftir sendingur Arons og staðan í hálfleik 1-1.

Aron kom AZ yfir á 59. mínútu en Guus Hupperts jafnaði metin þegar 20 mínútur voru til leiksloka.

Varnarmaðurinn Guy Ramos hjá Roda var rekinn af leikvelli þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. Ramos var þó ekki rekinn af leikvelli fyrir að grípa í það allra heilagasta hjá Aroni sem hann gerði í fyrri hálfleik.

Á sama tíma sat landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson allan tíman á bekknum þegar Krasnodar 2-0 á heimavelli gegn Rostov í rússnesku deildinni í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×