„Þetta varðar sjálfsögð mannréttindi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júní 2014 23:09 Myndin hefur farið sem eldur um sinu um netheima. „Þetta er náttúrulega algjörlega fáránleg staðsetning. Maður spyr sig hver tilgangurinn sé raunverulega með þessu stæði,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í samtali við Vísi um mynd af fatlaðrastæði sem hefur farið sem eldur í sinu um veraldarvefinn. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, ber að líta fatlaðrastæði við Hlemm í miðborg Reykjavíkur sem vakið hefur athygli fyrir þær sakir að fjórir hlutir takmarka aðgengi um stæðið svo um munar; ljósastaur, stöðumælir, ruslatunna og skilti sem greinir svo ekki verður um villst að um fatlaðrastæði er að ræða. Ellen segist ekki hafa farið varhluta af dreifingu myndarinnar. „Ég deildi henni sjálf á veggnum mínum á Facebook undir yfiskriftinni „Dagur B. Eggertsson ertu til ì að tala við framkvæmdasviðið og Bìlastæðasjòð og kippa þessu ì lag?“því þessu þarf auðvitað að koma í viðunandi stand hið fyrsta.“ Ellen segir að þetta sé enn ein birtingarmynd þess hvernig staðið hefur verið að aðgengismálum fatlaðs fólks í borginni að undanförnu. Ferlinefnd Reykjavíkurborgar, sem tekur fyrir aðgengismál eins og þetta, hefur lengi verið vanvirk að mati Ellenar og hún ekki kölluð saman svo mánuðum skiptir. Öryrkjar eiga fulltrúa í nefndinni og að mati Ellenar er rödd fatlaðs fólks óneitanlega lægri en hún þyrfti að vera þegar samráðsvettvangur sem þessi er óvirkur. Fatlað fólk hafi til að mynda horn í síðu hinnar nýju Hverfisgötu en aðgengi um hana telja þeir að mörgu leiti ófullnægjandi. „Fólk sem notar hjólastóla á mjög erfitt með að athafna sig við götuna. Tröppur og kantar hafa ekki verið lækkaðir eins og áætlað var og því getur reynst þrautin þyngri að komast klakklaust í og úr bílum,“ segir Ellen. Einnig á sjónskert og flogaveikt fólk erfitt með að ferðast um Hverfisgötu vegna marglitna hella sem geta endurvarpað ljósi með þeim afleiðingum að sýn þeirra bjagast og í verstu tilfellum framkallað flogaköst „Hverfisgatan er alls ekki nógu góð fyrir fatlað fólk og þó er það vægt til orða tekið,“ segir Ellen. Hún skorar því á Reykjavíkurborg að blása aftur lífi í ferlinefnd svo að öryrkjar geti aftur komið að málum sem þessum með eðlilegum hætti. „Það varðar sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái eitthvað um sín mál að segja. Næstu skref ættu þó að vera að Dagur hafi samband framkvæmdasvið og bílastæðasjóð og fjarlægi þessi götugögn frá bílastæðinu við Hlemm.“ Post by Ellen Jacqueline Calmon. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
„Þetta er náttúrulega algjörlega fáránleg staðsetning. Maður spyr sig hver tilgangurinn sé raunverulega með þessu stæði,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í samtali við Vísi um mynd af fatlaðrastæði sem hefur farið sem eldur í sinu um veraldarvefinn. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, ber að líta fatlaðrastæði við Hlemm í miðborg Reykjavíkur sem vakið hefur athygli fyrir þær sakir að fjórir hlutir takmarka aðgengi um stæðið svo um munar; ljósastaur, stöðumælir, ruslatunna og skilti sem greinir svo ekki verður um villst að um fatlaðrastæði er að ræða. Ellen segist ekki hafa farið varhluta af dreifingu myndarinnar. „Ég deildi henni sjálf á veggnum mínum á Facebook undir yfiskriftinni „Dagur B. Eggertsson ertu til ì að tala við framkvæmdasviðið og Bìlastæðasjòð og kippa þessu ì lag?“því þessu þarf auðvitað að koma í viðunandi stand hið fyrsta.“ Ellen segir að þetta sé enn ein birtingarmynd þess hvernig staðið hefur verið að aðgengismálum fatlaðs fólks í borginni að undanförnu. Ferlinefnd Reykjavíkurborgar, sem tekur fyrir aðgengismál eins og þetta, hefur lengi verið vanvirk að mati Ellenar og hún ekki kölluð saman svo mánuðum skiptir. Öryrkjar eiga fulltrúa í nefndinni og að mati Ellenar er rödd fatlaðs fólks óneitanlega lægri en hún þyrfti að vera þegar samráðsvettvangur sem þessi er óvirkur. Fatlað fólk hafi til að mynda horn í síðu hinnar nýju Hverfisgötu en aðgengi um hana telja þeir að mörgu leiti ófullnægjandi. „Fólk sem notar hjólastóla á mjög erfitt með að athafna sig við götuna. Tröppur og kantar hafa ekki verið lækkaðir eins og áætlað var og því getur reynst þrautin þyngri að komast klakklaust í og úr bílum,“ segir Ellen. Einnig á sjónskert og flogaveikt fólk erfitt með að ferðast um Hverfisgötu vegna marglitna hella sem geta endurvarpað ljósi með þeim afleiðingum að sýn þeirra bjagast og í verstu tilfellum framkallað flogaköst „Hverfisgatan er alls ekki nógu góð fyrir fatlað fólk og þó er það vægt til orða tekið,“ segir Ellen. Hún skorar því á Reykjavíkurborg að blása aftur lífi í ferlinefnd svo að öryrkjar geti aftur komið að málum sem þessum með eðlilegum hætti. „Það varðar sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái eitthvað um sín mál að segja. Næstu skref ættu þó að vera að Dagur hafi samband framkvæmdasvið og bílastæðasjóð og fjarlægi þessi götugögn frá bílastæðinu við Hlemm.“ Post by Ellen Jacqueline Calmon.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent