Verkfall hafi mikil áhrif á heilbrigðisstofnanir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 30. september 2014 20:00 Læknar hafa ákveðið að ganga til kosninga um verkfallsaðgerðir. Formaður Læknafélags Íslands segir að verkfall muni hafa umtalsverð áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana en vonar að hætta skapist ekki fyrir sjúklinga. Samninganefnd Læknafélags Íslands og Skurðlækningafélags Íslands fundaði með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í gær. Ljóst er að langt er á milli aðila, en eftir árangurslausan fund hafa læknar ákveðið að boða til kosninga um verkfallsaðgerðir en að óbreyttu mun verkfall hefjast þann 27. október. „Aðgerðirnar felast í því að meirihluti lækna mun leggja niður störf. Það verða í gangi og eru í gangi undanþágulistar sem tryggir ákveðna læknismönnun á heilsugæslu og á sjúkrastofnunum en aðrir verða í verkfalli. Þannig að þetta mun trufla alla starfsemi sjúkrahúsa og heilsugæsla,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Ljóst er að verkfallið kæmi til með að hafa mikil áhrif en 98% íslenskra lækna eru í Læknafélagi Íslands. Þorbjörn segir nánast öruggt að læknar komi til með að samþykkja verkfallsaðgerðirnar. En koma þær til með að skapa hættu fyrir sjúklinga? „Við vonum að þetta skapi ekki hættu en þetta mun trufla umtalsvert starf allra þessara stofnana.“ Komi til verkfalls mun sérstök undanþágunefnd taka til starfa en þangað gætu heilbrigðisstofnanir leitað til að fá fleiri lækna ef hættuástand skapast. Þorbjörn vill ekki nefna hver nákvæm kröfugerð lækna er í viðræðunum, en segir það ekkert launungarmál að farið sé fram á umtalsverðar hækkanir. Læknar séu orðnir langþreyttir á áhugaleysi stjórnvalda en kjarasamningar lækna hafa verið lausir í átta mánuði. „Það var mjög ánægjulegt að heyra í Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra þar sem hann tók undir það að kröfur læknar væru réttmætar og að þetta væri allt of langur tími sem samningar hefðu verið lausir. Það hlýtur að hafa eitthvað að segja. Ég trúi ekki öðru,“ segir Þorbjörn. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Læknar hafa ákveðið að ganga til kosninga um verkfallsaðgerðir. Formaður Læknafélags Íslands segir að verkfall muni hafa umtalsverð áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana en vonar að hætta skapist ekki fyrir sjúklinga. Samninganefnd Læknafélags Íslands og Skurðlækningafélags Íslands fundaði með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í gær. Ljóst er að langt er á milli aðila, en eftir árangurslausan fund hafa læknar ákveðið að boða til kosninga um verkfallsaðgerðir en að óbreyttu mun verkfall hefjast þann 27. október. „Aðgerðirnar felast í því að meirihluti lækna mun leggja niður störf. Það verða í gangi og eru í gangi undanþágulistar sem tryggir ákveðna læknismönnun á heilsugæslu og á sjúkrastofnunum en aðrir verða í verkfalli. Þannig að þetta mun trufla alla starfsemi sjúkrahúsa og heilsugæsla,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Ljóst er að verkfallið kæmi til með að hafa mikil áhrif en 98% íslenskra lækna eru í Læknafélagi Íslands. Þorbjörn segir nánast öruggt að læknar komi til með að samþykkja verkfallsaðgerðirnar. En koma þær til með að skapa hættu fyrir sjúklinga? „Við vonum að þetta skapi ekki hættu en þetta mun trufla umtalsvert starf allra þessara stofnana.“ Komi til verkfalls mun sérstök undanþágunefnd taka til starfa en þangað gætu heilbrigðisstofnanir leitað til að fá fleiri lækna ef hættuástand skapast. Þorbjörn vill ekki nefna hver nákvæm kröfugerð lækna er í viðræðunum, en segir það ekkert launungarmál að farið sé fram á umtalsverðar hækkanir. Læknar séu orðnir langþreyttir á áhugaleysi stjórnvalda en kjarasamningar lækna hafa verið lausir í átta mánuði. „Það var mjög ánægjulegt að heyra í Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra þar sem hann tók undir það að kröfur læknar væru réttmætar og að þetta væri allt of langur tími sem samningar hefðu verið lausir. Það hlýtur að hafa eitthvað að segja. Ég trúi ekki öðru,“ segir Þorbjörn.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira