Gæti þakkað 100 manns fyrir þessi ótrúlegu 20 ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. september 2014 06:30 Þóru B. Helgadóttur var fagnað af liðsfélögum sínum eftir að hún skoraði mark úr vítaspyrnu í kveðjuleiknum. vísir/stefán „Það eru sannkölluð forréttindi að fá að enda landsliðsferilinn á þennan máta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, eftir 9-1 sigur Íslands á Serbíu í undankeppni HM 2015 í gær. Þóra kvaddi landsliðið í gær eftir sextán ára feril og 108 leiki. Ísland lék á als oddi í leiknum í gær og sýndi að framtíðin er sannarlega björt. Stelpurnar áttu ekki lengur möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Kanada en sýndu þrátt fyrir það mikinn styrk og vilja í frábærum sigri. Leiksins verður þó fyrst og fremst minnst sem kveðjuleiks Þóru Bjargar sem skoraði meira að segja eitt marka Íslands. Það gerði hún úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og var henni gríðarlega vel fagnað, bæði af áhorfendum og liðsfélögum. „Ég verð örugglega sátt við ákvörðunina þegar ég vakna í fyrramálið en líka svolítið leið. En það hefði ekki verið hægt að biðja um betri endi – með þennan stuðning úr stúkunni og stórsigri á heimavelli.“ Hún segir erfitt að lýsa þessum sextán árum með íslenska A-landsliðinu. „Það hefur gengið á ýmsu, bæði gott og slæmt, en mest allt hefur verið gott og jákvætt. Það hafa verið ótrúlegar framfarir í liðinu og ég hef átt margar frábærar stundir með ótalmörgum félögum. Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað,“ segir Þóra sem var rétt rúmlega sautján ára gömul þegar hún lék fyrsta landsleikinn. „Þá kom ég inn á gegn Bandaríkjunum en ég var svo stressuð að ég man ekki eftir neinu. Í dag er ég önnur manneskja enda var ég barn þá. Ég hef í raun alist upp hjá KSÍ, með öllu því góða fólki þar, og upplifað ótalmargt í næstum 20 ár.“ Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari lofaði Þóru í hástert eftir leikinn og sagðist vera þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með henni. „Ég vona að íþróttaheimurinn átti sig á því hversu stórkostlegur íþróttamaður hún er. Hún hefur verið í fremstu röð síðan 1998 og það eitt og sér er mikið og stórt afrek,“ sagði hann. „Hún býr yfir hæfileikum sem ekki margir hafa og var á sínum tíma langt á undan sinni samtíð.“ Þar sem Danmörk tapaði óvænt fyrir Ísrael í gær endaði Ísland í öðru sæti riðilsins. Það dugði þó ekki til að tryggja liðinu sæti í umspilskeppninni í haust. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47 Freyr: Vildum sýna hvað við höfum gert undanfarið ár Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu. 17. september 2014 20:01 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
„Það eru sannkölluð forréttindi að fá að enda landsliðsferilinn á þennan máta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, eftir 9-1 sigur Íslands á Serbíu í undankeppni HM 2015 í gær. Þóra kvaddi landsliðið í gær eftir sextán ára feril og 108 leiki. Ísland lék á als oddi í leiknum í gær og sýndi að framtíðin er sannarlega björt. Stelpurnar áttu ekki lengur möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Kanada en sýndu þrátt fyrir það mikinn styrk og vilja í frábærum sigri. Leiksins verður þó fyrst og fremst minnst sem kveðjuleiks Þóru Bjargar sem skoraði meira að segja eitt marka Íslands. Það gerði hún úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og var henni gríðarlega vel fagnað, bæði af áhorfendum og liðsfélögum. „Ég verð örugglega sátt við ákvörðunina þegar ég vakna í fyrramálið en líka svolítið leið. En það hefði ekki verið hægt að biðja um betri endi – með þennan stuðning úr stúkunni og stórsigri á heimavelli.“ Hún segir erfitt að lýsa þessum sextán árum með íslenska A-landsliðinu. „Það hefur gengið á ýmsu, bæði gott og slæmt, en mest allt hefur verið gott og jákvætt. Það hafa verið ótrúlegar framfarir í liðinu og ég hef átt margar frábærar stundir með ótalmörgum félögum. Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað,“ segir Þóra sem var rétt rúmlega sautján ára gömul þegar hún lék fyrsta landsleikinn. „Þá kom ég inn á gegn Bandaríkjunum en ég var svo stressuð að ég man ekki eftir neinu. Í dag er ég önnur manneskja enda var ég barn þá. Ég hef í raun alist upp hjá KSÍ, með öllu því góða fólki þar, og upplifað ótalmargt í næstum 20 ár.“ Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari lofaði Þóru í hástert eftir leikinn og sagðist vera þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með henni. „Ég vona að íþróttaheimurinn átti sig á því hversu stórkostlegur íþróttamaður hún er. Hún hefur verið í fremstu röð síðan 1998 og það eitt og sér er mikið og stórt afrek,“ sagði hann. „Hún býr yfir hæfileikum sem ekki margir hafa og var á sínum tíma langt á undan sinni samtíð.“ Þar sem Danmörk tapaði óvænt fyrir Ísrael í gær endaði Ísland í öðru sæti riðilsins. Það dugði þó ekki til að tryggja liðinu sæti í umspilskeppninni í haust.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47 Freyr: Vildum sýna hvað við höfum gert undanfarið ár Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu. 17. september 2014 20:01 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00
Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47
Freyr: Vildum sýna hvað við höfum gert undanfarið ár Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu. 17. september 2014 20:01