Samningafundi flugmanna og Icelandair í húsnæði ríkissáttasemjara var slitið í hádeginu. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna staðfesti þetta í samtali við Vísir.
Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og því bendir allt til þess að til verkfallsaðgerða komi á föstudag. Flugmenn Icelandair ætla að leggja niður störf í tólf tíma frá klukkan 6 til 18.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur ekki útilokað að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna.

