Innlent

Ellefu glerrúður brotnar í strætóskýlum á Akureyri

Bjarki Ármannsson skrifar
Strætisvagn á Akureyri.
Strætisvagn á Akureyri. Vísir/Pjetur
Ellefu glerrúður voru brotnar í sjö strætóskýlum á Akureyri um síðustu helgi. Um umtalsvert tjón er að ræða.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri, virðist sem farið hafi verið á milli skýlanna og rúðunnar brotnar með einhverju verkfæri. Lögregla biður alla þá sem kunna að hafa orðið vitni að þessu eða hafi upplýsingar um atvikið að hafa samband.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×