Framsókn mun ekki styðja vantrauststillögu á Hönnu Birnu Hjörtur Hjartarson skrifar 18. ágúst 2014 19:30 Framsóknarflokkurinn mun ekki styðja vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, verði hún lögð fram. Forsætisráðherra segir Hönnu Birnu hafa staðið sig vel í lekamálinu og telur svör hennar um málið fyrir Alþingi hafa verið skilmerkileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra hefur fallist á ósk Hönnu Birnu um að vera leyst undan skyldum sínum sem ráðherra dómsmála. „Hanna Birna er ennþá starfandi innanríkisráðherra og þar með einnig ráðherra dómsmála. En hún hefur formlega beðið um að vera leyst undan þeim skyldum og ég hef fallist á það. Nú tekur við að finna út úr því hver muni fara með þann málaflokk á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur hefur rætt við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins um hvert framhaldið verður og hver taki við starfinu af Hönnu Birnu. „Við höfum ekki rætt að það komi utanaðkomandi ráðherra í dómsmálin en þó höfum við ekki útilokað þann möguleika en frekar gert ráð fyrir því að annar ráðherra taki yfir málaflokkinn.“ „Mun Framsóknarflokkurinn leitast eftirþvíaðfádómsmálaráðuneytiðtil sín efúr verður aðmálaflokkur fer ekki undir starfandi ráðherra?“ „Það hefur náttúrulega lengi legið fyrir, alveg frá upphafi, að það var svona frekar gert ráð fyrir því að Framsókn myndi bæta við sig ráðherra þannig að þetta yrðu fimm og fimm en við höfum ekki setta það í sérstakt samhengi við þetta mál,“ segir Sigmundur.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraPíratar hafa ákveðið að leggja fram vantrausttillögu á hendur Hönnu Birnu þegar þing kemur saman í næsta mánuði og um leið óskað eftir stuðningi frá Framsóknarflokknum. Sigmundur Davíð segir að ekki komi til greina að styðja þessa tillögu enda hafi Hanna Birna á heildina litið staðið sig vel í lekamálinu svokallaða. „Ég er þeirrar skoðunar að hún hafi haldið vel á þessu, eins vel og kostur er í svona erfiðu máli.“„Telurðu aðþetta mál hafa skaðað ríkisstjórnina?“ „Nei, ég tel það nú ekki. Hinsvegar er auðvitað óheppilegt að mikill tími og kraftur fari í umræðu um mál sem snýst ekki um landsins gagn og nauðsynjar og uppbyggingarstarf. En við því er ekkert að gera, það á við um mörg önnur mál líka. En þetta mál tel ég ekki að valdi neinum sérstökum skaða,“ segir Sigmundur. Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Í raun bara skítamix sem á ekki að líðast í okkar lýðræði“ „Við finnum fyrir því út í samfélaginu að þetta hefur skaðað mjög trúverðugleikann á stjórnsýslunni hjá okkur,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, í stamtali við fréttastofu 365. 17. ágúst 2014 15:28 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 „Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti" Píratar boða vantrauststillögu á Hönnu Birnu. 17. ágúst 2014 12:39 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Framsóknarflokkurinn mun ekki styðja vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, verði hún lögð fram. Forsætisráðherra segir Hönnu Birnu hafa staðið sig vel í lekamálinu og telur svör hennar um málið fyrir Alþingi hafa verið skilmerkileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra hefur fallist á ósk Hönnu Birnu um að vera leyst undan skyldum sínum sem ráðherra dómsmála. „Hanna Birna er ennþá starfandi innanríkisráðherra og þar með einnig ráðherra dómsmála. En hún hefur formlega beðið um að vera leyst undan þeim skyldum og ég hef fallist á það. Nú tekur við að finna út úr því hver muni fara með þann málaflokk á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur hefur rætt við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins um hvert framhaldið verður og hver taki við starfinu af Hönnu Birnu. „Við höfum ekki rætt að það komi utanaðkomandi ráðherra í dómsmálin en þó höfum við ekki útilokað þann möguleika en frekar gert ráð fyrir því að annar ráðherra taki yfir málaflokkinn.“ „Mun Framsóknarflokkurinn leitast eftirþvíaðfádómsmálaráðuneytiðtil sín efúr verður aðmálaflokkur fer ekki undir starfandi ráðherra?“ „Það hefur náttúrulega lengi legið fyrir, alveg frá upphafi, að það var svona frekar gert ráð fyrir því að Framsókn myndi bæta við sig ráðherra þannig að þetta yrðu fimm og fimm en við höfum ekki setta það í sérstakt samhengi við þetta mál,“ segir Sigmundur.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraPíratar hafa ákveðið að leggja fram vantrausttillögu á hendur Hönnu Birnu þegar þing kemur saman í næsta mánuði og um leið óskað eftir stuðningi frá Framsóknarflokknum. Sigmundur Davíð segir að ekki komi til greina að styðja þessa tillögu enda hafi Hanna Birna á heildina litið staðið sig vel í lekamálinu svokallaða. „Ég er þeirrar skoðunar að hún hafi haldið vel á þessu, eins vel og kostur er í svona erfiðu máli.“„Telurðu aðþetta mál hafa skaðað ríkisstjórnina?“ „Nei, ég tel það nú ekki. Hinsvegar er auðvitað óheppilegt að mikill tími og kraftur fari í umræðu um mál sem snýst ekki um landsins gagn og nauðsynjar og uppbyggingarstarf. En við því er ekkert að gera, það á við um mörg önnur mál líka. En þetta mál tel ég ekki að valdi neinum sérstökum skaða,“ segir Sigmundur.
Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Í raun bara skítamix sem á ekki að líðast í okkar lýðræði“ „Við finnum fyrir því út í samfélaginu að þetta hefur skaðað mjög trúverðugleikann á stjórnsýslunni hjá okkur,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, í stamtali við fréttastofu 365. 17. ágúst 2014 15:28 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 „Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti" Píratar boða vantrauststillögu á Hönnu Birnu. 17. ágúst 2014 12:39 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
„Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58
„Í raun bara skítamix sem á ekki að líðast í okkar lýðræði“ „Við finnum fyrir því út í samfélaginu að þetta hefur skaðað mjög trúverðugleikann á stjórnsýslunni hjá okkur,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, í stamtali við fréttastofu 365. 17. ágúst 2014 15:28
„Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00
„Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti" Píratar boða vantrauststillögu á Hönnu Birnu. 17. ágúst 2014 12:39