Þingmenn geta bundið sjálfa sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. mars 2014 13:41 Þorsteinn Pálsson og Sigurður Líndal telja að hægt sé að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þorsteinn Pálsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur Alþingi hæglega geta borið ákvörðun sína um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir þjóðina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið og Vísi í gærkvöldi, að ekki væri hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu með núverandi stjórnarskrá. „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni,“ voru orð forætisráðherra. Þorsteinn er ósammála þessari fullyrðingu Sigmundar: „Þingið gæti til dæmis bætt því í þingsályktunartillöguna að gildistaka hennar sé háð samþykki þjóðarinnar. Málið yrði þá sett í þjóðaratkvæðagreiðslu sem væri bindandi fyrir þingið. Ef þjóðin myndi vera mótfallin því að aðildarumsóknin yrði dregin tilbaka þá væri ríkisstjórnin ekki knúin til þess að halda aðildarviðræðum áfram, heldur getur hún einfaldlega sett umsóknina á ís,“ útskýrir Þorsteinn. Hann segir þingið því hæglega geta gefið þjóðinni úrslitavald, þrátt fyrir að þingmenn séu bundnir af sannfæringu sinni eins og segir í Stjórnarskránni. „Í Stjórnarskránni segir að þingmenn séu ekki bundnir af öðru en sannfæringu sinni. Það er ekkert sem bannar þingmanni að láta sannfæringu sína ráðast af því hver vilji meirihluta þjóðarinnar er,“ segir ÞorsteinnGetur bundið sig sjálftSigurður Líndal lagaprófessor tekur undir með Þorsteini og segir þennan möguleika vera fyrir hendi. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ útskýrir Sigurður. Tengdar fréttir Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. 5. mars 2014 06:00 Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. 5. mars 2014 06:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur Alþingi hæglega geta borið ákvörðun sína um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir þjóðina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið og Vísi í gærkvöldi, að ekki væri hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu með núverandi stjórnarskrá. „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni,“ voru orð forætisráðherra. Þorsteinn er ósammála þessari fullyrðingu Sigmundar: „Þingið gæti til dæmis bætt því í þingsályktunartillöguna að gildistaka hennar sé háð samþykki þjóðarinnar. Málið yrði þá sett í þjóðaratkvæðagreiðslu sem væri bindandi fyrir þingið. Ef þjóðin myndi vera mótfallin því að aðildarumsóknin yrði dregin tilbaka þá væri ríkisstjórnin ekki knúin til þess að halda aðildarviðræðum áfram, heldur getur hún einfaldlega sett umsóknina á ís,“ útskýrir Þorsteinn. Hann segir þingið því hæglega geta gefið þjóðinni úrslitavald, þrátt fyrir að þingmenn séu bundnir af sannfæringu sinni eins og segir í Stjórnarskránni. „Í Stjórnarskránni segir að þingmenn séu ekki bundnir af öðru en sannfæringu sinni. Það er ekkert sem bannar þingmanni að láta sannfæringu sína ráðast af því hver vilji meirihluta þjóðarinnar er,“ segir ÞorsteinnGetur bundið sig sjálftSigurður Líndal lagaprófessor tekur undir með Þorsteini og segir þennan möguleika vera fyrir hendi. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ útskýrir Sigurður.
Tengdar fréttir Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. 5. mars 2014 06:00 Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. 5. mars 2014 06:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. 5. mars 2014 06:00
Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. 5. mars 2014 06:00