Spánarmeistarar Atletico Madrid skelltu Elche 2-0 í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Staðan var 1-0 í hálfleik.
José María Giménez kom Atletico yfir á 16. mínútu og Mario Mandzukic skoraði seinna markið á 53. mínútu.
Atletico er með 32 stig í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir Real Madrid og stigi á undan Barcelona en bæði liðin eiga leik til góða. Elche er í næst neðsta sæti deildarinnar með 10 stig.
Atletico Madrid upp á milli risanna
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið




Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti


Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann
Handbolti


Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn


Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti