Bætt íslenskukennsla eflir aðlögun fólks Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Zane Brikovska. Að mati verkefnastjóra fjölmenningarmála á Akureyri eiga flestir innflytjendur að læra íslensku. Vísir/Auðunn „Þótt innflytjendur hafi lögvarinn rétt til túlkunar fyrirbyggir það ekki vandamál,“ segir Zane Brikovska, verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Akureyrarbæ. „Ef maður býr í sjö ár á Íslandi og krefst enn að fá túlk þegar farið er til heimilislæknis þá er skiljanlegt að ástandið valdi gremju og tregðu hjá ríki og sveitarfélögum að standa undir kostnaði.“ Vísir hefur fjallað um túlkaþjónustu á Íslandi og að stofnanir kalli ekki alltaf út túlk þrátt fyrir lögvarinn rétt. Einnig að starfsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu meti í hverju tilfelli hvort ástæða sé til að kalla út túlk. Zane bendir á að samkvæmt tölum frá Heilsugæslunni á Akureyri hafi kostnaður vegna túlkaþjónustu aukist jafnt og þétt síðustu árin. Árið 2010 var upphæðin 168 þúsund krónur en árið 2012 var hún komin upp í 463 þúsund. Hún segir að það eitt að fá meira fjármagn fyrir túlkaþjónustu fyrir innflytjendur muni ekki hjálpa þeim við aðlögun í samfélaginu þegar til lengri tíma er litið. Þvert á móti dragi of mikil túlkaþjónusta úr hvatningu til að læra íslensku. „Það þarf aftur á móti að bæta íslenskukennsluna. Fjöldi rannsókna og persónuleg reynsla fólks hefur sýnt fram á að enn skortir á sameiginlega uppbyggingu á kennsluferlinu og hæfa kennara til að tryggja gæðin.“ „Ef maður sem hefur farið á fjögur íslenskunámskeið, sem hvert kostar á fjórða tug þúsund, og er enn ekki fær um einfalt hversdagsmál á íslensku þá má spyrja um gæði námskeiðanna.“ Zane segir að stundum veki reiði þegar horft er á innflytjendur sem fórnarlömb, frekar eigi að hjálpa þeim að vera sjálfbjarga. „Ef gæði íslenskunámskeiðs yrðu tryggð þá er engin ástæða lengur til þess að rukka ríki eða sveitarfélag fyrir túlkaþjónustuna heldur frekar innflytjandann sjálfan ef afstaða hans er einfaldlega sú að læra ekki íslensku.“ Spurð hvort sjálfsagt sé að allir geti lært íslensku segir Zane að auðvitað yrðu að vera undanþágur fyrir til að mynda fólk sem flytur til Íslands seint á ævinni og á erfitt með að læra nýtt mál. Zane segir Alþjóðastofu á Akureyri gefa út leiðbeiningabækling um túlkaþjónustu hjá félagsþjónustu, skóladeild og heilsugæslu Akureyrarbæjar. Það sé gert til að aðstoða sveitarfélagið við að meta þörf á túlkaþjónustu fyrir hvert og eitt tilfelli. Tekið sé tillit til alvarleika málsins og lengd búsetu á Íslandi. Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
„Þótt innflytjendur hafi lögvarinn rétt til túlkunar fyrirbyggir það ekki vandamál,“ segir Zane Brikovska, verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Akureyrarbæ. „Ef maður býr í sjö ár á Íslandi og krefst enn að fá túlk þegar farið er til heimilislæknis þá er skiljanlegt að ástandið valdi gremju og tregðu hjá ríki og sveitarfélögum að standa undir kostnaði.“ Vísir hefur fjallað um túlkaþjónustu á Íslandi og að stofnanir kalli ekki alltaf út túlk þrátt fyrir lögvarinn rétt. Einnig að starfsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu meti í hverju tilfelli hvort ástæða sé til að kalla út túlk. Zane bendir á að samkvæmt tölum frá Heilsugæslunni á Akureyri hafi kostnaður vegna túlkaþjónustu aukist jafnt og þétt síðustu árin. Árið 2010 var upphæðin 168 þúsund krónur en árið 2012 var hún komin upp í 463 þúsund. Hún segir að það eitt að fá meira fjármagn fyrir túlkaþjónustu fyrir innflytjendur muni ekki hjálpa þeim við aðlögun í samfélaginu þegar til lengri tíma er litið. Þvert á móti dragi of mikil túlkaþjónusta úr hvatningu til að læra íslensku. „Það þarf aftur á móti að bæta íslenskukennsluna. Fjöldi rannsókna og persónuleg reynsla fólks hefur sýnt fram á að enn skortir á sameiginlega uppbyggingu á kennsluferlinu og hæfa kennara til að tryggja gæðin.“ „Ef maður sem hefur farið á fjögur íslenskunámskeið, sem hvert kostar á fjórða tug þúsund, og er enn ekki fær um einfalt hversdagsmál á íslensku þá má spyrja um gæði námskeiðanna.“ Zane segir að stundum veki reiði þegar horft er á innflytjendur sem fórnarlömb, frekar eigi að hjálpa þeim að vera sjálfbjarga. „Ef gæði íslenskunámskeiðs yrðu tryggð þá er engin ástæða lengur til þess að rukka ríki eða sveitarfélag fyrir túlkaþjónustuna heldur frekar innflytjandann sjálfan ef afstaða hans er einfaldlega sú að læra ekki íslensku.“ Spurð hvort sjálfsagt sé að allir geti lært íslensku segir Zane að auðvitað yrðu að vera undanþágur fyrir til að mynda fólk sem flytur til Íslands seint á ævinni og á erfitt með að læra nýtt mál. Zane segir Alþjóðastofu á Akureyri gefa út leiðbeiningabækling um túlkaþjónustu hjá félagsþjónustu, skóladeild og heilsugæslu Akureyrarbæjar. Það sé gert til að aðstoða sveitarfélagið við að meta þörf á túlkaþjónustu fyrir hvert og eitt tilfelli. Tekið sé tillit til alvarleika málsins og lengd búsetu á Íslandi.
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira