Bætt íslenskukennsla eflir aðlögun fólks Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Zane Brikovska. Að mati verkefnastjóra fjölmenningarmála á Akureyri eiga flestir innflytjendur að læra íslensku. Vísir/Auðunn „Þótt innflytjendur hafi lögvarinn rétt til túlkunar fyrirbyggir það ekki vandamál,“ segir Zane Brikovska, verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Akureyrarbæ. „Ef maður býr í sjö ár á Íslandi og krefst enn að fá túlk þegar farið er til heimilislæknis þá er skiljanlegt að ástandið valdi gremju og tregðu hjá ríki og sveitarfélögum að standa undir kostnaði.“ Vísir hefur fjallað um túlkaþjónustu á Íslandi og að stofnanir kalli ekki alltaf út túlk þrátt fyrir lögvarinn rétt. Einnig að starfsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu meti í hverju tilfelli hvort ástæða sé til að kalla út túlk. Zane bendir á að samkvæmt tölum frá Heilsugæslunni á Akureyri hafi kostnaður vegna túlkaþjónustu aukist jafnt og þétt síðustu árin. Árið 2010 var upphæðin 168 þúsund krónur en árið 2012 var hún komin upp í 463 þúsund. Hún segir að það eitt að fá meira fjármagn fyrir túlkaþjónustu fyrir innflytjendur muni ekki hjálpa þeim við aðlögun í samfélaginu þegar til lengri tíma er litið. Þvert á móti dragi of mikil túlkaþjónusta úr hvatningu til að læra íslensku. „Það þarf aftur á móti að bæta íslenskukennsluna. Fjöldi rannsókna og persónuleg reynsla fólks hefur sýnt fram á að enn skortir á sameiginlega uppbyggingu á kennsluferlinu og hæfa kennara til að tryggja gæðin.“ „Ef maður sem hefur farið á fjögur íslenskunámskeið, sem hvert kostar á fjórða tug þúsund, og er enn ekki fær um einfalt hversdagsmál á íslensku þá má spyrja um gæði námskeiðanna.“ Zane segir að stundum veki reiði þegar horft er á innflytjendur sem fórnarlömb, frekar eigi að hjálpa þeim að vera sjálfbjarga. „Ef gæði íslenskunámskeiðs yrðu tryggð þá er engin ástæða lengur til þess að rukka ríki eða sveitarfélag fyrir túlkaþjónustuna heldur frekar innflytjandann sjálfan ef afstaða hans er einfaldlega sú að læra ekki íslensku.“ Spurð hvort sjálfsagt sé að allir geti lært íslensku segir Zane að auðvitað yrðu að vera undanþágur fyrir til að mynda fólk sem flytur til Íslands seint á ævinni og á erfitt með að læra nýtt mál. Zane segir Alþjóðastofu á Akureyri gefa út leiðbeiningabækling um túlkaþjónustu hjá félagsþjónustu, skóladeild og heilsugæslu Akureyrarbæjar. Það sé gert til að aðstoða sveitarfélagið við að meta þörf á túlkaþjónustu fyrir hvert og eitt tilfelli. Tekið sé tillit til alvarleika málsins og lengd búsetu á Íslandi. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
„Þótt innflytjendur hafi lögvarinn rétt til túlkunar fyrirbyggir það ekki vandamál,“ segir Zane Brikovska, verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Akureyrarbæ. „Ef maður býr í sjö ár á Íslandi og krefst enn að fá túlk þegar farið er til heimilislæknis þá er skiljanlegt að ástandið valdi gremju og tregðu hjá ríki og sveitarfélögum að standa undir kostnaði.“ Vísir hefur fjallað um túlkaþjónustu á Íslandi og að stofnanir kalli ekki alltaf út túlk þrátt fyrir lögvarinn rétt. Einnig að starfsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu meti í hverju tilfelli hvort ástæða sé til að kalla út túlk. Zane bendir á að samkvæmt tölum frá Heilsugæslunni á Akureyri hafi kostnaður vegna túlkaþjónustu aukist jafnt og þétt síðustu árin. Árið 2010 var upphæðin 168 þúsund krónur en árið 2012 var hún komin upp í 463 þúsund. Hún segir að það eitt að fá meira fjármagn fyrir túlkaþjónustu fyrir innflytjendur muni ekki hjálpa þeim við aðlögun í samfélaginu þegar til lengri tíma er litið. Þvert á móti dragi of mikil túlkaþjónusta úr hvatningu til að læra íslensku. „Það þarf aftur á móti að bæta íslenskukennsluna. Fjöldi rannsókna og persónuleg reynsla fólks hefur sýnt fram á að enn skortir á sameiginlega uppbyggingu á kennsluferlinu og hæfa kennara til að tryggja gæðin.“ „Ef maður sem hefur farið á fjögur íslenskunámskeið, sem hvert kostar á fjórða tug þúsund, og er enn ekki fær um einfalt hversdagsmál á íslensku þá má spyrja um gæði námskeiðanna.“ Zane segir að stundum veki reiði þegar horft er á innflytjendur sem fórnarlömb, frekar eigi að hjálpa þeim að vera sjálfbjarga. „Ef gæði íslenskunámskeiðs yrðu tryggð þá er engin ástæða lengur til þess að rukka ríki eða sveitarfélag fyrir túlkaþjónustuna heldur frekar innflytjandann sjálfan ef afstaða hans er einfaldlega sú að læra ekki íslensku.“ Spurð hvort sjálfsagt sé að allir geti lært íslensku segir Zane að auðvitað yrðu að vera undanþágur fyrir til að mynda fólk sem flytur til Íslands seint á ævinni og á erfitt með að læra nýtt mál. Zane segir Alþjóðastofu á Akureyri gefa út leiðbeiningabækling um túlkaþjónustu hjá félagsþjónustu, skóladeild og heilsugæslu Akureyrarbæjar. Það sé gert til að aðstoða sveitarfélagið við að meta þörf á túlkaþjónustu fyrir hvert og eitt tilfelli. Tekið sé tillit til alvarleika málsins og lengd búsetu á Íslandi.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira