Svipuð virkni í eldgosinu og í gær Hjörtur Hjartarson skrifar 7. september 2014 19:30 Skjálfti upp á 5,4 mældist í Bárðarbungu í morgun sem heldur áfram að síga. Vísindamenn telja að askjan sigi um hálfan til einn metra á dag. Hraunstraumurinn hefur náð í Jökulsá á Fjöllum en mikið þarf til að farvegur fljótsins breytist á afgerandi hátt. Virknin í eldgosinu er með svipuðum hætti og í gær. Lítil sem engin virkni er þó í sprungunni sem myndaðist á föstudaginn. Hraunstraumurinn fer fram um 100 metra á klukkustund og náði í morgun að Jökulsá á Fjöllum. „Hraunið og áin eru svona farin að kljást aðeins en þetta er ekkert dramatískt. Það kemur gufa þar sem vatn sýður en áin rennur aðallega framhjá hrauninu enn sem komið er og ég á ekki von á að það verði mjög dramatískir atburðir sem því fylgja,“segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.Bárðarbunga hefur sigið um 15 metra og sígur um hálfan til einn metra á dag að mati Magnúsar Tuma. Hann segir að öskjusig geti numið hundruðum metra og tekið langan tíma. „Þá breytist Bárðarbunga mikið. Ísinn sígur þá niður og það verður þarna lokuð dæld. Og ef að það gýs inn í henni getur vatn lokast þar inni og þá erum við kannski komin með ný Grímsvötn. Það gæti síðan í kjölfarið valdið verulega stórum jökulhlaupum.“Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að störfumSkjálftavirknin í Bárðarbungu hefur ekki verið óeðlilega mikil en þó mældist stór skjálfti þar í morgun upp á 5,4. Vísindamenn segja sigið og stórir skjálftar í Bárðarbungu geta þýtt að gos sé í vændum en þó sé það fjarri því að vera öruggt. „Það myndi þá vera þannig að það þegar lokið dettur niður þá eru eftir hringlaga sprungur og gæti kvika komið upp með þeim. Það er ekki víst því það er útgönguleið annarsstaðar, sem sagt út í ganginn. Það getur verið að það sé nægilegt til að taka á móti þrýstingi. Það getur verið að þakið sígi bara niður af því að það er að renna út í ganginn,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur.Haraldur segir erfitt að spá fyrir um framhaldið eða hversu lengi komi til með að gjósa. „Þetta er stór eldstöð og það getur verið að það sér ansi stór tankur eða kvikuþró þarna undir. Og það er ekkert ósennilegt að þarna verði virkni í nokkur ár eins og var í Kröflu, þar var virkni í níu ár,“ segir Haraldur. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Skjálfti upp á 5,4 mældist í Bárðarbungu í morgun sem heldur áfram að síga. Vísindamenn telja að askjan sigi um hálfan til einn metra á dag. Hraunstraumurinn hefur náð í Jökulsá á Fjöllum en mikið þarf til að farvegur fljótsins breytist á afgerandi hátt. Virknin í eldgosinu er með svipuðum hætti og í gær. Lítil sem engin virkni er þó í sprungunni sem myndaðist á föstudaginn. Hraunstraumurinn fer fram um 100 metra á klukkustund og náði í morgun að Jökulsá á Fjöllum. „Hraunið og áin eru svona farin að kljást aðeins en þetta er ekkert dramatískt. Það kemur gufa þar sem vatn sýður en áin rennur aðallega framhjá hrauninu enn sem komið er og ég á ekki von á að það verði mjög dramatískir atburðir sem því fylgja,“segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.Bárðarbunga hefur sigið um 15 metra og sígur um hálfan til einn metra á dag að mati Magnúsar Tuma. Hann segir að öskjusig geti numið hundruðum metra og tekið langan tíma. „Þá breytist Bárðarbunga mikið. Ísinn sígur þá niður og það verður þarna lokuð dæld. Og ef að það gýs inn í henni getur vatn lokast þar inni og þá erum við kannski komin með ný Grímsvötn. Það gæti síðan í kjölfarið valdið verulega stórum jökulhlaupum.“Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að störfumSkjálftavirknin í Bárðarbungu hefur ekki verið óeðlilega mikil en þó mældist stór skjálfti þar í morgun upp á 5,4. Vísindamenn segja sigið og stórir skjálftar í Bárðarbungu geta þýtt að gos sé í vændum en þó sé það fjarri því að vera öruggt. „Það myndi þá vera þannig að það þegar lokið dettur niður þá eru eftir hringlaga sprungur og gæti kvika komið upp með þeim. Það er ekki víst því það er útgönguleið annarsstaðar, sem sagt út í ganginn. Það getur verið að það sé nægilegt til að taka á móti þrýstingi. Það getur verið að þakið sígi bara niður af því að það er að renna út í ganginn,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur.Haraldur segir erfitt að spá fyrir um framhaldið eða hversu lengi komi til með að gjósa. „Þetta er stór eldstöð og það getur verið að það sér ansi stór tankur eða kvikuþró þarna undir. Og það er ekkert ósennilegt að þarna verði virkni í nokkur ár eins og var í Kröflu, þar var virkni í níu ár,“ segir Haraldur.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira