Fótbolti

Rúnar Már lagði upp mark í stórsigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Már.
Rúnar Már. Vísir/Heimasíða Sundsvall
Rúnar Már Sigurjónsson spilaði allan leikinn fyrir GIF Sundsvall sem lagði Öster IF af velli í sænsku fyrstu deildinni í dag.

Pa Amat Dibba kom Sundsvall yfir og Johan Eklund tvöfaldaði forystuna. Alhaji Gero minnkaði muninn fyrir Öster, en Johann Eklund bætti við tveimur mörkum og Pa Amat Diba einu. Rúnar Már lagði upp fjórða mark leiksins.

Lokatölur urðu 5-1, en Rúnar Már spilaði allan leikinn fyrir Sundsvall sem deilir toppsætinu ásamt Ljungskile.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×