Mikilvægt að kynna sér ástandið af eigin raun Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2014 10:07 Gunnar Bragi Sveinsson. vísir/kristinn Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er á leið til Kænugarðs til að kynna sér ástandið og greina ráðamönnum þar frá þátttöku Íslands í refsiaðgerðum. Fréttamenn Vísis, Stöðvar 2 og Fréttablaðsins eru með í för og munu greina frá heimsókninni. Ráðherra mun einnig heimsækja úkraínska þingið og Maidan torg þar sem talið er að allt að 80 manns hafi fallið fyrir skotum leyniskytta í mótmælum almennings gegn stjórn Janukovits fyrrverandi forseta landsins. Gunnar Bragi mun kynna ráðamönnum í Kænugarði afstöðu íslenskra stjórnvalda til yfirtöku Rússa á Krímskaga sem ráðherrann hefur lýst yfir að sé brot á alþjóðalögum og þátttöku Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússum. En Ísland hefur t.d ásamt öðrum EFTA ríkjum slegið á frest fyrirhuguðum viðræðum um fríverslunarsamning við Rússa og þá gilda einnig ferðatakmarkanir sem Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa sett á hóp rússneskra og úkraínskra stjórnmálamanna, embættismanna og viðskiptamanna, sem og um frystingu eigna. Gunnar Bragi ætlar að að kynna sér ástandið af eigin raun. Um borð í flugvél Icelandair til Helsinki, þar sem millilent verður á leiðinni til Kænugarðs sagði Gunnar Bragi að Fyrir utan fundi með ráamönnum stefni hann að því að eiga fundi með fulltrúum frjálsra félagasamtaka og alþjóðastofnana. „Mér finnst mikilvægt að sýna Úkraínumönnum samstöðu á þessum erfiðu tímum," segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra og föruneyti hans er væntanlegur til Kænugarðs um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og hefst hin formlega dagskrá hans snemma í fyrramálið. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er á leið til Kænugarðs til að kynna sér ástandið og greina ráðamönnum þar frá þátttöku Íslands í refsiaðgerðum. Fréttamenn Vísis, Stöðvar 2 og Fréttablaðsins eru með í för og munu greina frá heimsókninni. Ráðherra mun einnig heimsækja úkraínska þingið og Maidan torg þar sem talið er að allt að 80 manns hafi fallið fyrir skotum leyniskytta í mótmælum almennings gegn stjórn Janukovits fyrrverandi forseta landsins. Gunnar Bragi mun kynna ráðamönnum í Kænugarði afstöðu íslenskra stjórnvalda til yfirtöku Rússa á Krímskaga sem ráðherrann hefur lýst yfir að sé brot á alþjóðalögum og þátttöku Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússum. En Ísland hefur t.d ásamt öðrum EFTA ríkjum slegið á frest fyrirhuguðum viðræðum um fríverslunarsamning við Rússa og þá gilda einnig ferðatakmarkanir sem Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa sett á hóp rússneskra og úkraínskra stjórnmálamanna, embættismanna og viðskiptamanna, sem og um frystingu eigna. Gunnar Bragi ætlar að að kynna sér ástandið af eigin raun. Um borð í flugvél Icelandair til Helsinki, þar sem millilent verður á leiðinni til Kænugarðs sagði Gunnar Bragi að Fyrir utan fundi með ráamönnum stefni hann að því að eiga fundi með fulltrúum frjálsra félagasamtaka og alþjóðastofnana. „Mér finnst mikilvægt að sýna Úkraínumönnum samstöðu á þessum erfiðu tímum," segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra og föruneyti hans er væntanlegur til Kænugarðs um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og hefst hin formlega dagskrá hans snemma í fyrramálið.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira