Innlent

Samninganefndir í sumarfrí

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Það er fremur hljótt í húsakynnum Ríkissáttasemjara enda hafa flestar samninganefndir ákveðið að gera hlé á viðræðum í júlí. Fréttablaðið/
Það er fremur hljótt í húsakynnum Ríkissáttasemjara enda hafa flestar samninganefndir ákveðið að gera hlé á viðræðum í júlí. Fréttablaðið/
„Samningar ganga hægt. Félagsfundur er fyrirhugaður á mánudag og hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma er ætlunin að fá heimild félagsmanna til verkfallsboðunar,“ segir Maríus Sigurjónsson, formaður samninganefndar Félags flugvirkja.

Flugvirkjar eru nánast þeir einu sem eru að semja í Karphúsinu þessa dagana. Samninganefndir annarra félaga og viðsemjenda þeirra, svo sem Skurðlæknafélags Íslands og Læknafélagsins, hafa ákveðið að gera hlé á samningaviðræðum fram yfir verslunarmannahelgi.

Að sögn Helga Kjartanssonar, formanns Skurðlæknafélagsins, ber mikið í milli í kjaradeilu þeirra við ríkið. Hann segir að læknar krefjist verulegra launahækkana, breytingar á vöktum og vinnufyrirkomulagi.

Aðrar kjaradeilur sem eru nánast komnar í sumarfrí eru kjaradeila Félags leikstjóra við RÚV og Félags tónlistarkennara við sveitarfélögin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×