72 ár frá mesta sjóslysi Íslandssögunnar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. júlí 2014 20:00 Í dag eru 72 ár síðan skipalestin QP-13 lenti í tundurduflabelti undan Straumnesi á Vestfjörðum en um 240 menn, konur og börn fórust í slysinu, en skipin voru bandarísk, bresk og rússnesk. Minnismerki vegna slyssins var vígt við Stigahlíð í nágrenni Bolungarvíkur í dag en viðstaddir voru meðal annars sendiherrar ríkjanna hér á landi. Varðskipið Þór heiðraði minningu þeirra látnu með því að skjóta sex skotum úr fallbyssu skipsins, fyrir hvert skip sem fórst þessa örlagaríku kvöldstund. Gunnar A. Birgisson, áhugamaður um skipsflök, hefur rannsakað atburðinn undanfarin ár en rannsóknarskip á hans vegum hefur myndað skipsflök skipalestarinnar QP-13. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar einstöku myndir birtast opinberlega. Myndirnar eru teknar á 75 metra dýpi, rétt undan við Straumnes. Alls voru um 500 manns í skipalestinni sem var á leið frá Rússlandi en hún sigldi fyrir slysni inn í tundurduflabelti með þeim hræðilegu afleiðingum að 240 manns hlutu vota gröf. Vonskuveður var á svæðinu þegar þetta mesta sjóslyss íslandssögunnar átti sér stað, stormur og skyggni var slæmt.Þór Whitehaed, sagnfræðingur, segir orsök slyssins vera þá, að skipstjórnarmenn skipanna hafi haft ranga staðarákvörðun. Þeir hafi talið sig vera við Hornbjarg, en hafi þá í raun verið við Straumnes þar sem duflalögnin var „Áður en þeir vissu af, sprakk forystuskip lestarinnar sem var breskur tundurduflaslæðari. Menn áttuðu sig ekki á því, hvað var þarna um að ræða og brugðust þess vegna ekki rétt við. Í stað þess að hefja strax handa við að bjarga mönnum, þá byrjuðu skipin að kasta úr djúpsprengjum því þeir héldu að þarna væru kafbátar,” segir Þór. Litlar upplýsingar er að finna um atburðinn í íslenskum sögubókum, en Þór segir ástæðuna meðal annars þá, að hér hafi verið um útlendinga að ræða sem hafi látist í stríðsrekstri. Því hafi atburðurinn hlotið minni athygli. „Það er ekki fyrr en á síðustu áratugum sem menn eru farnir að ræða þennan atburð hér og gera sér grein fyrir þeim harmleik sem þarna gerðist.” Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Í dag eru 72 ár síðan skipalestin QP-13 lenti í tundurduflabelti undan Straumnesi á Vestfjörðum en um 240 menn, konur og börn fórust í slysinu, en skipin voru bandarísk, bresk og rússnesk. Minnismerki vegna slyssins var vígt við Stigahlíð í nágrenni Bolungarvíkur í dag en viðstaddir voru meðal annars sendiherrar ríkjanna hér á landi. Varðskipið Þór heiðraði minningu þeirra látnu með því að skjóta sex skotum úr fallbyssu skipsins, fyrir hvert skip sem fórst þessa örlagaríku kvöldstund. Gunnar A. Birgisson, áhugamaður um skipsflök, hefur rannsakað atburðinn undanfarin ár en rannsóknarskip á hans vegum hefur myndað skipsflök skipalestarinnar QP-13. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar einstöku myndir birtast opinberlega. Myndirnar eru teknar á 75 metra dýpi, rétt undan við Straumnes. Alls voru um 500 manns í skipalestinni sem var á leið frá Rússlandi en hún sigldi fyrir slysni inn í tundurduflabelti með þeim hræðilegu afleiðingum að 240 manns hlutu vota gröf. Vonskuveður var á svæðinu þegar þetta mesta sjóslyss íslandssögunnar átti sér stað, stormur og skyggni var slæmt.Þór Whitehaed, sagnfræðingur, segir orsök slyssins vera þá, að skipstjórnarmenn skipanna hafi haft ranga staðarákvörðun. Þeir hafi talið sig vera við Hornbjarg, en hafi þá í raun verið við Straumnes þar sem duflalögnin var „Áður en þeir vissu af, sprakk forystuskip lestarinnar sem var breskur tundurduflaslæðari. Menn áttuðu sig ekki á því, hvað var þarna um að ræða og brugðust þess vegna ekki rétt við. Í stað þess að hefja strax handa við að bjarga mönnum, þá byrjuðu skipin að kasta úr djúpsprengjum því þeir héldu að þarna væru kafbátar,” segir Þór. Litlar upplýsingar er að finna um atburðinn í íslenskum sögubókum, en Þór segir ástæðuna meðal annars þá, að hér hafi verið um útlendinga að ræða sem hafi látist í stríðsrekstri. Því hafi atburðurinn hlotið minni athygli. „Það er ekki fyrr en á síðustu áratugum sem menn eru farnir að ræða þennan atburð hér og gera sér grein fyrir þeim harmleik sem þarna gerðist.”
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira