Býður umboðsmanni Alþingis í heimsókn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2014 17:13 Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Vísir/Stefán/GVA Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ítrekar að enginn af fjórum fundum hennar með Stefáni Eiríkssyni, fráfarandi lögreglustjóra í Reykjavík, hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu.Í svari Hönnu Birnu við ítrekaðri fyrirspurn umboðsmanna greinir hún frá dagsetningum þeirra fjögurra funda sem hún átti með lögreglustjóra, þ.e. 18. mars, 3. maí, 16. júlí og 18. júlí. Á fyrri fundunum tveimur hafi einfaldlega verið um reglubundna fundi að ræða þar sem lögreglustjóri upplýsi ráðherra um hin ýmsu málefni. Á síðari tveimur fundunum hafi verið rætt um breytingar á högum Stefáns sem var í þann mund að hætta sem lögreglustjóri og taka við starfi forstjóra Samgöngustofu. Hanna Birna segir engin símtöl milli hennar og lögreglustjóra, frá því rannsókn á lekamálinu hófst, hafa verið skráð þar sem ekki hafi verið rætt um mál sem formlega hafi verið til umfjöllunar í ráðuneytinu. Þá hafi slík mál ekki verið til umræðu á þeim fundum sem hún átti með lögreglustjóra 18. mars og 3. maí. Ekkert er fullyrt í svörum Hönnu Birnu hvort rætt hafi verið um rannsókn ríkislögreglustjóra á lekamálinu. Umboðsmaður óskaði eftir því að fá afhent afrit af heildarskrá innanríkisráðuneytisins um skráningu símtala og funda á tímabilinu 1. janúar til 1. júlí 2014 til glöggvunar. Segir ráðherra í svari sínu að umboðsmanni sé velkomið að kynna sér gögnin í ráðuneytinu að því marki sem hann telji þörf á. Þau vilji hún ekki senda enda ýmsar viðkvæmar persónuupplýsingar í fjölda mála.Svar Hönnu Birnu í heild sinni má sjá á vef ráðuneytisins. Tengdar fréttir „Þetta er grafalvarlegt mál“ Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar. 7. ágúst 2014 00:01 Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Hanna Birna krafin um skýrari svör Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, og óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. 6. ágúst 2014 14:31 Hanna Birna þarf að svara í dag Í dag rennur út frestur innanríkisráðherra til að svara fyrirspurnum Umboðsmanns Alþingis í tengslum við lekamálið. 15. ágúst 2014 09:38 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ítrekar að enginn af fjórum fundum hennar með Stefáni Eiríkssyni, fráfarandi lögreglustjóra í Reykjavík, hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu.Í svari Hönnu Birnu við ítrekaðri fyrirspurn umboðsmanna greinir hún frá dagsetningum þeirra fjögurra funda sem hún átti með lögreglustjóra, þ.e. 18. mars, 3. maí, 16. júlí og 18. júlí. Á fyrri fundunum tveimur hafi einfaldlega verið um reglubundna fundi að ræða þar sem lögreglustjóri upplýsi ráðherra um hin ýmsu málefni. Á síðari tveimur fundunum hafi verið rætt um breytingar á högum Stefáns sem var í þann mund að hætta sem lögreglustjóri og taka við starfi forstjóra Samgöngustofu. Hanna Birna segir engin símtöl milli hennar og lögreglustjóra, frá því rannsókn á lekamálinu hófst, hafa verið skráð þar sem ekki hafi verið rætt um mál sem formlega hafi verið til umfjöllunar í ráðuneytinu. Þá hafi slík mál ekki verið til umræðu á þeim fundum sem hún átti með lögreglustjóra 18. mars og 3. maí. Ekkert er fullyrt í svörum Hönnu Birnu hvort rætt hafi verið um rannsókn ríkislögreglustjóra á lekamálinu. Umboðsmaður óskaði eftir því að fá afhent afrit af heildarskrá innanríkisráðuneytisins um skráningu símtala og funda á tímabilinu 1. janúar til 1. júlí 2014 til glöggvunar. Segir ráðherra í svari sínu að umboðsmanni sé velkomið að kynna sér gögnin í ráðuneytinu að því marki sem hann telji þörf á. Þau vilji hún ekki senda enda ýmsar viðkvæmar persónuupplýsingar í fjölda mála.Svar Hönnu Birnu í heild sinni má sjá á vef ráðuneytisins.
Tengdar fréttir „Þetta er grafalvarlegt mál“ Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar. 7. ágúst 2014 00:01 Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Hanna Birna krafin um skýrari svör Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, og óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. 6. ágúst 2014 14:31 Hanna Birna þarf að svara í dag Í dag rennur út frestur innanríkisráðherra til að svara fyrirspurnum Umboðsmanns Alþingis í tengslum við lekamálið. 15. ágúst 2014 09:38 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt mál“ Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar. 7. ágúst 2014 00:01
Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54
Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30
Hanna Birna krafin um skýrari svör Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, og óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. 6. ágúst 2014 14:31
Hanna Birna þarf að svara í dag Í dag rennur út frestur innanríkisráðherra til að svara fyrirspurnum Umboðsmanns Alþingis í tengslum við lekamálið. 15. ágúst 2014 09:38