Réttarkerfið óaðgengilegt fyrir þolendur kynferðisbrota Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2014 11:00 Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir og Ásdís María Viðarsdóttir eru í sjálfboðaliða sem skipuleggja Druslugönguna. Ásdís mun svo syngja Druslugöngulagið í ár á laugardaginn. Vísir/Boði „Eins og staðan er núna er réttarkerfið mjög óaðgengilegt fyrir þolendur kynferðisbrota. Margir þora ekki að kæra því þeim finnst eins og þeir muni ekki hafa neitt upp úr því. Þetta er kerfi sem þarf að breyta,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Hún er í hópi sjálfboðaliða sem kemur að framkvæmd Druslugöngunnar sem verður næsta laugardag. Skipuleggjendur göngunnar sendu Alþingismönnum bréf í morgun þar sem þau kölluðu eftir breytingum. Bréfið má lesa hér að neðan. „Það hefur verið stofnaður starfshópur um þessi málefni, en við höfum ekkert fengið að sjá hvað hefur komið úr því. Það er í raun eins og þessi mál séu stopp. Við erum spennt fyrir því að sjá viðbrögð Alþingismanna við bréfinu,“ segir Salvör „Við hvetjum fólk til að mæta í Druslugönguna á laugardaginn og sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðnging. Einnig buðum við Alþingismönnum að koma í gönguna líka.“ Forsvarsmenn Druslugöngunnar sendu þingmönnum bréf í morgun í tilefni þess að Druslugangan verður í fjórða sinn nú á laugardag. Gangan er vettvangur fólks til að standa saman og taka afstöðu með þolendum kynferðisofbeldis. Bréfið má lesa í heild sinni hér að neðan og þar að neðan má sjá Facebook færslu Bjartar Ólafsdóttur, þingkonu Bjartrar Framtíðar frá því í morgun:Kæri/kæra __________Druslugangan verður gengin í fjórða sinn næstkomandi laugardag, þann 26. júlí kl 14:00 frá Hallgrímskirkju. Í fyrra mættu 7500 manns og búist er við mun fleiri þátttakendum í ár.Druslugangan er vettvangur fólks til að standa saman og taka afstöðu með þolendum kynferðisofbeldis, gegn gerendum.Druslugangan berst fyrir úrbótum í málaflokknum í heild sinni. Við köllum eftir breyttu hugarfari samfélagsins alls, bættri orðræðu og ekki síst bættum vinnubrögðum lögreglu og úrbótum í réttarkerfinu. Guðrún Jónsdóttir, framkvæmdastýra Stígamóta hefur opinberlega bent á að þolendur kynferðisofbeldis telji margir gagnslaust að leita réttar síns. Einungis 10% þolenda kæra og af þeim er 70% mála vísað frá. Það eitt að þolendur kynferðisofbeldis leiti ekki réttar síns vegna vantrausts á kerfinu er næg ástæða til að grípa til aðgerða og endurskoða það sem betur mætti fara.Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt og bent á hversu fáar ákærur í kynferðisafbrotamálum eru hér á landi og velt upp spurningum um hver stefna stjórnvalda sé, hvort skilaboðin sem þolendur fái séu að þeir eigi ekki að tilkynna afbrot.Samkvæmt rannsókn um Þróun viðhorfaÍslendinga til afbrota hefur viðhorf almennings til mismunandi brotaflokka breyst á síðastliðnum árum. Árið 2013 taldi þjóðin kynferðisbrot mesta vandamálið hér á landi í fyrsta sinn. Í sömu rannsókn kemur einnig fram að meirihluti þjóðarinnar telji nauðgunardóma of væga.Réttarkerfið hefur ekki laðað sig að fullu breyttum viðhorfum þó svo að vissulega hafi síðustu misserin verið tekin mörg skref í rétta átt. Umræðan er að umpólast, samfélagið er að opnast og er afar brýnt að leggja ríka áherslu á að uppræta kynferðisofbeldi á Íslandi.Undir handleiðslu Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra var starfshópurinn ,,Samráðshópur forsætisráðherra um samhæfða framkvæmd stjórnvalda við að tryggja skilvirk úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota, einkum barna” settur á laggina og skilaði hann sínum tillögum í apríl 2013. Þar er meðal annars komið fram með margvíslegar tillögur um úrbætur á störfum og starfsaðstæðum lögreglumanna og saksóknara sem afar brýnt er að verða við.Þar var stórt skref tekið í rétta átt en Druslugangan krefst þess að nú verði skrefið tekið til fulls og þessum tillögum framfylgt í einu og öllu svo hægt sé að tryggja það að komandi kynslóðir þurfi ekki að búa við brotið og þróttlaust kerfi.Við biðlum til þín að finna þessum málum farveg innan Alþingis og sjá til þess að raunverulegar úrbætur eigi sér stað. Einnig hvetjum við þig eindregið til að mæta í sjálfa gönguna og með því sýna þolendum þinn stuðning. Post by Björt Ólafsdóttir. Post by Drusluganga. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
„Eins og staðan er núna er réttarkerfið mjög óaðgengilegt fyrir þolendur kynferðisbrota. Margir þora ekki að kæra því þeim finnst eins og þeir muni ekki hafa neitt upp úr því. Þetta er kerfi sem þarf að breyta,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Hún er í hópi sjálfboðaliða sem kemur að framkvæmd Druslugöngunnar sem verður næsta laugardag. Skipuleggjendur göngunnar sendu Alþingismönnum bréf í morgun þar sem þau kölluðu eftir breytingum. Bréfið má lesa hér að neðan. „Það hefur verið stofnaður starfshópur um þessi málefni, en við höfum ekkert fengið að sjá hvað hefur komið úr því. Það er í raun eins og þessi mál séu stopp. Við erum spennt fyrir því að sjá viðbrögð Alþingismanna við bréfinu,“ segir Salvör „Við hvetjum fólk til að mæta í Druslugönguna á laugardaginn og sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðnging. Einnig buðum við Alþingismönnum að koma í gönguna líka.“ Forsvarsmenn Druslugöngunnar sendu þingmönnum bréf í morgun í tilefni þess að Druslugangan verður í fjórða sinn nú á laugardag. Gangan er vettvangur fólks til að standa saman og taka afstöðu með þolendum kynferðisofbeldis. Bréfið má lesa í heild sinni hér að neðan og þar að neðan má sjá Facebook færslu Bjartar Ólafsdóttur, þingkonu Bjartrar Framtíðar frá því í morgun:Kæri/kæra __________Druslugangan verður gengin í fjórða sinn næstkomandi laugardag, þann 26. júlí kl 14:00 frá Hallgrímskirkju. Í fyrra mættu 7500 manns og búist er við mun fleiri þátttakendum í ár.Druslugangan er vettvangur fólks til að standa saman og taka afstöðu með þolendum kynferðisofbeldis, gegn gerendum.Druslugangan berst fyrir úrbótum í málaflokknum í heild sinni. Við köllum eftir breyttu hugarfari samfélagsins alls, bættri orðræðu og ekki síst bættum vinnubrögðum lögreglu og úrbótum í réttarkerfinu. Guðrún Jónsdóttir, framkvæmdastýra Stígamóta hefur opinberlega bent á að þolendur kynferðisofbeldis telji margir gagnslaust að leita réttar síns. Einungis 10% þolenda kæra og af þeim er 70% mála vísað frá. Það eitt að þolendur kynferðisofbeldis leiti ekki réttar síns vegna vantrausts á kerfinu er næg ástæða til að grípa til aðgerða og endurskoða það sem betur mætti fara.Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt og bent á hversu fáar ákærur í kynferðisafbrotamálum eru hér á landi og velt upp spurningum um hver stefna stjórnvalda sé, hvort skilaboðin sem þolendur fái séu að þeir eigi ekki að tilkynna afbrot.Samkvæmt rannsókn um Þróun viðhorfaÍslendinga til afbrota hefur viðhorf almennings til mismunandi brotaflokka breyst á síðastliðnum árum. Árið 2013 taldi þjóðin kynferðisbrot mesta vandamálið hér á landi í fyrsta sinn. Í sömu rannsókn kemur einnig fram að meirihluti þjóðarinnar telji nauðgunardóma of væga.Réttarkerfið hefur ekki laðað sig að fullu breyttum viðhorfum þó svo að vissulega hafi síðustu misserin verið tekin mörg skref í rétta átt. Umræðan er að umpólast, samfélagið er að opnast og er afar brýnt að leggja ríka áherslu á að uppræta kynferðisofbeldi á Íslandi.Undir handleiðslu Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra var starfshópurinn ,,Samráðshópur forsætisráðherra um samhæfða framkvæmd stjórnvalda við að tryggja skilvirk úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota, einkum barna” settur á laggina og skilaði hann sínum tillögum í apríl 2013. Þar er meðal annars komið fram með margvíslegar tillögur um úrbætur á störfum og starfsaðstæðum lögreglumanna og saksóknara sem afar brýnt er að verða við.Þar var stórt skref tekið í rétta átt en Druslugangan krefst þess að nú verði skrefið tekið til fulls og þessum tillögum framfylgt í einu og öllu svo hægt sé að tryggja það að komandi kynslóðir þurfi ekki að búa við brotið og þróttlaust kerfi.Við biðlum til þín að finna þessum málum farveg innan Alþingis og sjá til þess að raunverulegar úrbætur eigi sér stað. Einnig hvetjum við þig eindregið til að mæta í sjálfa gönguna og með því sýna þolendum þinn stuðning. Post by Björt Ólafsdóttir. Post by Drusluganga.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira