Flísatöngin best gegn mítlinum Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2014 14:41 Svona lítur mítill út þegar hann hefur drukkið nægt blóð. Vísir/Stefán/Getty „Í fyrsta lagi er hægt að nota skordýravarnir eins og að bera á sig krem og því líkt, til að reyna að koma í veg fyrir bitið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti Landlæknis. Vísir hafði samband við embættið til að fá svör við því hvernig best sé að bera sig að, verði maður fyrir biti skógarmítils. Þórólfur segir að í öðru lagi sé mjög mikilvægt að ná mítlinum rétt af. Upplýsingar um kvikindið má sjá á heimasíðu Landlæknis. „Það er oft talað um að það eigi að hella á hann ýmsum efnum, steinolíu eða kveikja í honum og fleira. Það er algert bull. Frekar á að ná honum með venjulegri flísatöng og þá þarf að ná undir nefið á honum. Klípa þar og lyfta honum beint upp. Það er meðferðin til að ná honum rétt út.“ „Ekki má taka beint um hann því þá getur maður ýtt gumsinu sem er í honum inn um bitið. Frekar á bara að ná undir hann og kippa honum beint upp og ekki til hliðanna því þá getur maður brotið broddinn.“Innlent smit aldrei staðfest Þórólfur segir margskonar rangindi vera í gangi um Lyme sjúkdóminn og heilabólgu. Þá ítrekar hann, vegna umræðunnar um smit og sýkingahættu af völdum skógarmítla, að aldrei hefur verið staðfest innlent smit vegna bits. „Þá hvorki Lyme sjúkdómur eða heilabólga. Þá hafa menn verið að blanda þessu dálítið saman. Heilabólgu og Lyme. Þetta er tvennt ólíkt því Lyme sjúkdómurinn orsakast af bakterí en heilabólga af veiru. Þá eru til bóluefni gegn veirunni sem orsakar heilabólgu en ekki gegn Lyme sjúkdómnum. Upplýsingar um bæði heilbólgu og Lyme sjúkdóminn má sjá á heimasíðu Landlæknis. Þá segir Þórólfur að ekki megi gleyma því að við svona bit geti komið roði og þrot í húðina sem ekki er hluti af Lyme sjúkdómi. „Til dæmis lundaveiðikarlar þekkja það mjög vel, sem eru bitnir af svokallaðri lundalús, en hún er reyndar mjög skyld þessu skógarmítli. Það velur alls konar staðbundnum þrota og bólgu sem ekki er partur af Lyme sjúkdómi.“ Tengdar fréttir „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
„Í fyrsta lagi er hægt að nota skordýravarnir eins og að bera á sig krem og því líkt, til að reyna að koma í veg fyrir bitið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti Landlæknis. Vísir hafði samband við embættið til að fá svör við því hvernig best sé að bera sig að, verði maður fyrir biti skógarmítils. Þórólfur segir að í öðru lagi sé mjög mikilvægt að ná mítlinum rétt af. Upplýsingar um kvikindið má sjá á heimasíðu Landlæknis. „Það er oft talað um að það eigi að hella á hann ýmsum efnum, steinolíu eða kveikja í honum og fleira. Það er algert bull. Frekar á að ná honum með venjulegri flísatöng og þá þarf að ná undir nefið á honum. Klípa þar og lyfta honum beint upp. Það er meðferðin til að ná honum rétt út.“ „Ekki má taka beint um hann því þá getur maður ýtt gumsinu sem er í honum inn um bitið. Frekar á bara að ná undir hann og kippa honum beint upp og ekki til hliðanna því þá getur maður brotið broddinn.“Innlent smit aldrei staðfest Þórólfur segir margskonar rangindi vera í gangi um Lyme sjúkdóminn og heilabólgu. Þá ítrekar hann, vegna umræðunnar um smit og sýkingahættu af völdum skógarmítla, að aldrei hefur verið staðfest innlent smit vegna bits. „Þá hvorki Lyme sjúkdómur eða heilabólga. Þá hafa menn verið að blanda þessu dálítið saman. Heilabólgu og Lyme. Þetta er tvennt ólíkt því Lyme sjúkdómurinn orsakast af bakterí en heilabólga af veiru. Þá eru til bóluefni gegn veirunni sem orsakar heilabólgu en ekki gegn Lyme sjúkdómnum. Upplýsingar um bæði heilbólgu og Lyme sjúkdóminn má sjá á heimasíðu Landlæknis. Þá segir Þórólfur að ekki megi gleyma því að við svona bit geti komið roði og þrot í húðina sem ekki er hluti af Lyme sjúkdómi. „Til dæmis lundaveiðikarlar þekkja það mjög vel, sem eru bitnir af svokallaðri lundalús, en hún er reyndar mjög skyld þessu skógarmítli. Það velur alls konar staðbundnum þrota og bólgu sem ekki er partur af Lyme sjúkdómi.“
Tengdar fréttir „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
„Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45
Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28