Flísatöngin best gegn mítlinum Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2014 14:41 Svona lítur mítill út þegar hann hefur drukkið nægt blóð. Vísir/Stefán/Getty „Í fyrsta lagi er hægt að nota skordýravarnir eins og að bera á sig krem og því líkt, til að reyna að koma í veg fyrir bitið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti Landlæknis. Vísir hafði samband við embættið til að fá svör við því hvernig best sé að bera sig að, verði maður fyrir biti skógarmítils. Þórólfur segir að í öðru lagi sé mjög mikilvægt að ná mítlinum rétt af. Upplýsingar um kvikindið má sjá á heimasíðu Landlæknis. „Það er oft talað um að það eigi að hella á hann ýmsum efnum, steinolíu eða kveikja í honum og fleira. Það er algert bull. Frekar á að ná honum með venjulegri flísatöng og þá þarf að ná undir nefið á honum. Klípa þar og lyfta honum beint upp. Það er meðferðin til að ná honum rétt út.“ „Ekki má taka beint um hann því þá getur maður ýtt gumsinu sem er í honum inn um bitið. Frekar á bara að ná undir hann og kippa honum beint upp og ekki til hliðanna því þá getur maður brotið broddinn.“Innlent smit aldrei staðfest Þórólfur segir margskonar rangindi vera í gangi um Lyme sjúkdóminn og heilabólgu. Þá ítrekar hann, vegna umræðunnar um smit og sýkingahættu af völdum skógarmítla, að aldrei hefur verið staðfest innlent smit vegna bits. „Þá hvorki Lyme sjúkdómur eða heilabólga. Þá hafa menn verið að blanda þessu dálítið saman. Heilabólgu og Lyme. Þetta er tvennt ólíkt því Lyme sjúkdómurinn orsakast af bakterí en heilabólga af veiru. Þá eru til bóluefni gegn veirunni sem orsakar heilabólgu en ekki gegn Lyme sjúkdómnum. Upplýsingar um bæði heilbólgu og Lyme sjúkdóminn má sjá á heimasíðu Landlæknis. Þá segir Þórólfur að ekki megi gleyma því að við svona bit geti komið roði og þrot í húðina sem ekki er hluti af Lyme sjúkdómi. „Til dæmis lundaveiðikarlar þekkja það mjög vel, sem eru bitnir af svokallaðri lundalús, en hún er reyndar mjög skyld þessu skógarmítli. Það velur alls konar staðbundnum þrota og bólgu sem ekki er partur af Lyme sjúkdómi.“ Tengdar fréttir „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
„Í fyrsta lagi er hægt að nota skordýravarnir eins og að bera á sig krem og því líkt, til að reyna að koma í veg fyrir bitið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti Landlæknis. Vísir hafði samband við embættið til að fá svör við því hvernig best sé að bera sig að, verði maður fyrir biti skógarmítils. Þórólfur segir að í öðru lagi sé mjög mikilvægt að ná mítlinum rétt af. Upplýsingar um kvikindið má sjá á heimasíðu Landlæknis. „Það er oft talað um að það eigi að hella á hann ýmsum efnum, steinolíu eða kveikja í honum og fleira. Það er algert bull. Frekar á að ná honum með venjulegri flísatöng og þá þarf að ná undir nefið á honum. Klípa þar og lyfta honum beint upp. Það er meðferðin til að ná honum rétt út.“ „Ekki má taka beint um hann því þá getur maður ýtt gumsinu sem er í honum inn um bitið. Frekar á bara að ná undir hann og kippa honum beint upp og ekki til hliðanna því þá getur maður brotið broddinn.“Innlent smit aldrei staðfest Þórólfur segir margskonar rangindi vera í gangi um Lyme sjúkdóminn og heilabólgu. Þá ítrekar hann, vegna umræðunnar um smit og sýkingahættu af völdum skógarmítla, að aldrei hefur verið staðfest innlent smit vegna bits. „Þá hvorki Lyme sjúkdómur eða heilabólga. Þá hafa menn verið að blanda þessu dálítið saman. Heilabólgu og Lyme. Þetta er tvennt ólíkt því Lyme sjúkdómurinn orsakast af bakterí en heilabólga af veiru. Þá eru til bóluefni gegn veirunni sem orsakar heilabólgu en ekki gegn Lyme sjúkdómnum. Upplýsingar um bæði heilbólgu og Lyme sjúkdóminn má sjá á heimasíðu Landlæknis. Þá segir Þórólfur að ekki megi gleyma því að við svona bit geti komið roði og þrot í húðina sem ekki er hluti af Lyme sjúkdómi. „Til dæmis lundaveiðikarlar þekkja það mjög vel, sem eru bitnir af svokallaðri lundalús, en hún er reyndar mjög skyld þessu skógarmítli. Það velur alls konar staðbundnum þrota og bólgu sem ekki er partur af Lyme sjúkdómi.“
Tengdar fréttir „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
„Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45
Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28