Innlent

Segja Líberíu ekki ráða við ebólufaraldurinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikið reynir á heilbrigðisstarfsmenn Líberíu og annarra ríkja.
Mikið reynir á heilbrigðisstarfsmenn Líberíu og annarra ríkja. Vísir/AP
Læknar án landamæra segja heilbrigðiskerfi Líberíu hafa gefið undan vegna álags sem ebólufaraldurinn þar hefur ollið. Starfsmaður samtakana segir opinberar tölur um fjölda sýktra ekki endurspegla raunveruleikann og að heilbrigðiskerfið sé að liðast í sundur.

Nærri því þúsund manns eru sagðir hafa látist vegna faraldursins og um 1.800 manns hafa sýkst í Vestur-Afríku samkvæmt BBC.

Lögregla í Líberíu tókst í gær á við mikil mótmæli í landinu, en íbúar þess eru mjög óánægðir með viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum. Nágranni Líberíu, Gínea, hefur neitað fréttum að þeir hafi lokað landamærum ríkjanna.

Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin tilkynnti í síðustu viku yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldursins. Talsmaður Lækna án landamæra segir að heilbrigðiskerfi Vestur-Afríku séu undir of miklu álagi. Hún sagði fimm stærstu sjúkrahús höfuðborgar Líberíu hafa lokað í meira en viku vegna álagsins.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir stöðuna eins og hún var fyrir tveimur dögum. Kortið er þó á ensku.

Vísir/GraphicNews
...


Tengdar fréttir

Forseti Líberíu lýsir yfir neyðarástandi

Forseti Líberíu, Ellen Johnson Sirleaf, hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu vegna ebólufaraldursins sem nú geisar í nokkrum Vestu-Afríkuríkjum. Í sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar sagði hún að vanþekking almennings á sjúkdómnum auk ýmissa trúarsiða sem tíðkist í landinu hafi orðið til þess að auka á vandann.

Ebóla heldur áfram að breiðast út

Tveir hafa nú greinst á skömmum tíma með ebólu í Nígeríu, fjölmennasta ríki í Afríku. Annar þeirra lést í síðustu viku og er læknir hans nú sýktur af þessari mannskæðu veiru.

Alþjóðlegu neyðarástandi lýst yfir vegna ebólufaraldurs

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti því yfir í morgun að alþjóðlegt neyðarástand ríkti nú vegna ebólufaraldursins í vestanverðri Afríku. Afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar, sérstaklega með tilliti til þess hve sjúkdómurinn smitast auðveldlega og hverstu illvígur hann er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×