Erlent

Gengið hefur sigið hratt

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Siv Jensen Efnahagsráðherra Noregs.
Siv Jensen Efnahagsráðherra Noregs. vísir/afp
Hröð og mikil verðlækkun á olíu hefur orðið þess valdandi að norska krónan tapar verðgildi sínu jafnt og þétt. Á síðustu sex mánuðum hefur hún lækkað um fjórðung gagnvart Bandaríkjadal, og er nú orðin nokkurn veginn jöfn sænsku krónunni að verðgildi.

Norðmenn eru strax farnir að finna fyrir því að innflutningsvörur hækka í verði, en útflutningsgreinum gengur að sama skapi betur. Lækkun olíuverðs hefur einnig valdið Rússum miklum hremmingum síðustu mánuðina, með verðlækkun rúblunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×