Eftirlíkingar í ráðhúsinu gætu kostað borgina yfir 100 milljónir Ingvar Haraldsson skrifar 15. desember 2014 07:00 Alex Colding, svæðisstjóri Cassina á Norðurlöndunum, telur alveg ljóst að húsgögnin í ráðhúsinu séu eftirlíkingar enda hafi hann sjálfur gengið úr skugga um það þegar hann heimsótti Ísland í apríl á þessu ári. Ítalski húsgagnframleiðandinn Cassina hefur farið fram á við Reykjavíkurborg að eftirlíkingum af stólum og sófum eftir franska hönnuðinn Le Corbusier sem er að finna í Ráðhúsi Reykjavíkur verði fargað og frumhönnun verði keypt í staðinn. Verði Reykjavíkurborg ekki við kröfunni mun Cassina fara fram á skaðabætur af hendi borgarinnar vegna þess skaða sem eftirlíkingarnar hafa valdið að sögn Alex Colding, svæðisstjóra Cassina á Norðurlöndunum. „Við förum fram á að borgin kaupi frumhönnun til að sýna fram á að húsgögnin hafi verið keypt í góðri trú,“ segir Alex. Húsgögnin voru keypt fyrir opnun ráðhússins árið 1992 og hafa verið í notkun alla tíð síðan. Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Casa, söluaðila Cassina á Íslandi, segir að eftirlíkingarnar í ráðhúsinu séu sæti fyrir um 150 manns. Frumhönnun á sambærilegum stólum kostar um 850 þúsund krónur og frumhönnun á sófunum kostar um 1,8 milljónir króna. Kostnaður Reykjavíkurborgar við að kaupa frumhönnun gæti því farið yfir hundrað milljónir.Alex Colding, yfirmaður Cassina á Norðurlöndunum.Skúli er ósáttur við að eftirlíkingar sé að finna í ráðhúsinu. „Þegar menn eru með svona daprar og lélegar eftirlíkingar er þetta rosaleg eyðilegging fyrir merkið. Það þýðir ekkert að byggja flott ráðhús og vera með eitthvað gervi í því,“ segir Skúli.Segir eftirlíkingar einnig að finna hjá RÚVHann bætir við að eftirlíkingar af húsgögnum Le Corbusier sé einnig að finna í Ríkisútvarpinu og sjáist reglulega í sjónvarpsútsendingum. Næsta skref sé að fara fram með sambærilega kröfu við Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg er nú krafin um. Alex telur alveg ljóst að húsgögnin í ráðhúsinu séu eftirlíkingar enda hafi hann sjálfur gengið úr skugga um það þegar hann heimsótti Ísland í apríl á þessu ári. „Frumhönnun er merkt með raðnúmeri í burðargrind húsgagnanna sem var ekki að finna í stólunum og sófunum í ráðhúsinu,“ segir Alex. Krafa Cassina var tekin fyrir í borgarráði á fimmtudag sem vísaði kröfunni áfram á borgarlögmann sem mun taka hana til skoðunar fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Ítalski húsgagnframleiðandinn Cassina hefur farið fram á við Reykjavíkurborg að eftirlíkingum af stólum og sófum eftir franska hönnuðinn Le Corbusier sem er að finna í Ráðhúsi Reykjavíkur verði fargað og frumhönnun verði keypt í staðinn. Verði Reykjavíkurborg ekki við kröfunni mun Cassina fara fram á skaðabætur af hendi borgarinnar vegna þess skaða sem eftirlíkingarnar hafa valdið að sögn Alex Colding, svæðisstjóra Cassina á Norðurlöndunum. „Við förum fram á að borgin kaupi frumhönnun til að sýna fram á að húsgögnin hafi verið keypt í góðri trú,“ segir Alex. Húsgögnin voru keypt fyrir opnun ráðhússins árið 1992 og hafa verið í notkun alla tíð síðan. Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Casa, söluaðila Cassina á Íslandi, segir að eftirlíkingarnar í ráðhúsinu séu sæti fyrir um 150 manns. Frumhönnun á sambærilegum stólum kostar um 850 þúsund krónur og frumhönnun á sófunum kostar um 1,8 milljónir króna. Kostnaður Reykjavíkurborgar við að kaupa frumhönnun gæti því farið yfir hundrað milljónir.Alex Colding, yfirmaður Cassina á Norðurlöndunum.Skúli er ósáttur við að eftirlíkingar sé að finna í ráðhúsinu. „Þegar menn eru með svona daprar og lélegar eftirlíkingar er þetta rosaleg eyðilegging fyrir merkið. Það þýðir ekkert að byggja flott ráðhús og vera með eitthvað gervi í því,“ segir Skúli.Segir eftirlíkingar einnig að finna hjá RÚVHann bætir við að eftirlíkingar af húsgögnum Le Corbusier sé einnig að finna í Ríkisútvarpinu og sjáist reglulega í sjónvarpsútsendingum. Næsta skref sé að fara fram með sambærilega kröfu við Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg er nú krafin um. Alex telur alveg ljóst að húsgögnin í ráðhúsinu séu eftirlíkingar enda hafi hann sjálfur gengið úr skugga um það þegar hann heimsótti Ísland í apríl á þessu ári. „Frumhönnun er merkt með raðnúmeri í burðargrind húsgagnanna sem var ekki að finna í stólunum og sófunum í ráðhúsinu,“ segir Alex. Krafa Cassina var tekin fyrir í borgarráði á fimmtudag sem vísaði kröfunni áfram á borgarlögmann sem mun taka hana til skoðunar fyrir hönd Reykjavíkurborgar.
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira