Hafna 659 milljóna kröfu World Class Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. desember 2014 08:00 Gym heilsa hefur áfram aðstöðu í sundlaugum Kópavogs fram á mitt ár 2016 eftir að hætt var við útboðsferli á leigunni. Fréttablaðið/Vilhelm Kópavogsbær hafnar fullyrðingum forsvarsmanna Lauga ehf. um að bærinn sé skaðabótaskyldur gagnvart félaginu með því að framlengja samning við Gym heilsu ehf. um leigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar Kópavogs. Laugar, sem reka World Class-stöðvarnar, tóku þátt í útboði á leigu líkamsræktaraðstöðunnar við sundlaugar Kópavogs. Eftir að útboðið hafði farið fram var að sögn bæjaryfirvalda ákveðið að fresta útboðinu þar til bærinn hefði markað sér lýðheilsustefnu. „Líkt og fram kemur í bréfi Kópavogsbæjar til þín, dags. 7. október 2014, tók Kópavogsbær ákvörðun um að ganga ekki til samninga við Laugar ehf. í kjölfar útboðsins þar sem talið var að tilboð félagsins uppfyllti ekki kröfur útboðsgagna,“ segir í bréfi bæjarráðs Kópavogs þar sem kröfu Lauga um efndabætur er svarað. Í kröfubréfi Lauga kemur fram að tilboð félagsins hafi verið hagstæðast en því hafi verið hafnað þar sem endurskoðaðan ársreikning hafi vantað. Þó hefði bærinn ekki gert neinar efnislegar athugasemdir við innihald hans. Ákvörðun bæjarins um að hafna tilboðinu sé ólögmæt og valdi Laugum gríðarlegu tjóni. Krafist sé 659 milljóna króna í bætur.Ármann Kr. Ólafsson Bæjarstjórinn tjáir sig ekki um bótakröfu Lauga ehf.Fréttablaðið/AntonBæjarráðið segir að í ljósi ýmissa álitaefna sem upp hafi komið við útboðið hafi bærinn talið að hagsmunir bæjarbúa yrðu best tryggðir ef fyrir lægi skýr stefna um markmið útleigu húsnæðisins áður en ráðist yrði í nýtt útboð. Framlenging uppsagnarfrests leigusamnings við núverandi leigutaka, Gym heilsu ehf., sé aðeins tímabundið úrræði til að tryggja fjárhagslega hagsmuni bæjarins og bæjarbúa þar til húsnæðið verði boðið út á ný. Gym hefur nú samning fram til 1. júní 2016. „Þar sem ekki náðist að semja um útleigu húsnæðisins í kjölfar útboðsins hefur töluverð óvissa ríkt í viðskiptum núverandi leigutaka [Gym heilsu]. Þar sem leigutekjur Kópavogsbæjar af útleigu húsnæðisins eru tengdar veltu leigutaka hefur slík óvissa töluverð áhrif á tekjur Kópavogsbæjar af húsnæðinu,“ segir bæjarráðið. Ákvörðun um þessa „skammtímaráðstöfun“ hafi því verið tekin til að forða Kópavogsbæ frá tjóni á meðan unnið sé að því að bjóða húsnæðið fram að nýju í samræmi við lýðheilsustefnu. „Og verður Laugum ehf. líkt og öðrum þá frjálst að bjóða í húsnæðið,“ segir bæjarráðið sem kveður framgöngu sína í málinu vera lögmæta og að „bærinn hafi ekki valdið Laugum tjóni með saknæmum hætti“. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri kveðst ekki vilja tjá sig um málið. Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Kópavogsbær hafnar fullyrðingum forsvarsmanna Lauga ehf. um að bærinn sé skaðabótaskyldur gagnvart félaginu með því að framlengja samning við Gym heilsu ehf. um leigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar Kópavogs. Laugar, sem reka World Class-stöðvarnar, tóku þátt í útboði á leigu líkamsræktaraðstöðunnar við sundlaugar Kópavogs. Eftir að útboðið hafði farið fram var að sögn bæjaryfirvalda ákveðið að fresta útboðinu þar til bærinn hefði markað sér lýðheilsustefnu. „Líkt og fram kemur í bréfi Kópavogsbæjar til þín, dags. 7. október 2014, tók Kópavogsbær ákvörðun um að ganga ekki til samninga við Laugar ehf. í kjölfar útboðsins þar sem talið var að tilboð félagsins uppfyllti ekki kröfur útboðsgagna,“ segir í bréfi bæjarráðs Kópavogs þar sem kröfu Lauga um efndabætur er svarað. Í kröfubréfi Lauga kemur fram að tilboð félagsins hafi verið hagstæðast en því hafi verið hafnað þar sem endurskoðaðan ársreikning hafi vantað. Þó hefði bærinn ekki gert neinar efnislegar athugasemdir við innihald hans. Ákvörðun bæjarins um að hafna tilboðinu sé ólögmæt og valdi Laugum gríðarlegu tjóni. Krafist sé 659 milljóna króna í bætur.Ármann Kr. Ólafsson Bæjarstjórinn tjáir sig ekki um bótakröfu Lauga ehf.Fréttablaðið/AntonBæjarráðið segir að í ljósi ýmissa álitaefna sem upp hafi komið við útboðið hafi bærinn talið að hagsmunir bæjarbúa yrðu best tryggðir ef fyrir lægi skýr stefna um markmið útleigu húsnæðisins áður en ráðist yrði í nýtt útboð. Framlenging uppsagnarfrests leigusamnings við núverandi leigutaka, Gym heilsu ehf., sé aðeins tímabundið úrræði til að tryggja fjárhagslega hagsmuni bæjarins og bæjarbúa þar til húsnæðið verði boðið út á ný. Gym hefur nú samning fram til 1. júní 2016. „Þar sem ekki náðist að semja um útleigu húsnæðisins í kjölfar útboðsins hefur töluverð óvissa ríkt í viðskiptum núverandi leigutaka [Gym heilsu]. Þar sem leigutekjur Kópavogsbæjar af útleigu húsnæðisins eru tengdar veltu leigutaka hefur slík óvissa töluverð áhrif á tekjur Kópavogsbæjar af húsnæðinu,“ segir bæjarráðið. Ákvörðun um þessa „skammtímaráðstöfun“ hafi því verið tekin til að forða Kópavogsbæ frá tjóni á meðan unnið sé að því að bjóða húsnæðið fram að nýju í samræmi við lýðheilsustefnu. „Og verður Laugum ehf. líkt og öðrum þá frjálst að bjóða í húsnæðið,“ segir bæjarráðið sem kveður framgöngu sína í málinu vera lögmæta og að „bærinn hafi ekki valdið Laugum tjóni með saknæmum hætti“. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri kveðst ekki vilja tjá sig um málið.
Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira