Hafna 659 milljóna kröfu World Class Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. desember 2014 08:00 Gym heilsa hefur áfram aðstöðu í sundlaugum Kópavogs fram á mitt ár 2016 eftir að hætt var við útboðsferli á leigunni. Fréttablaðið/Vilhelm Kópavogsbær hafnar fullyrðingum forsvarsmanna Lauga ehf. um að bærinn sé skaðabótaskyldur gagnvart félaginu með því að framlengja samning við Gym heilsu ehf. um leigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar Kópavogs. Laugar, sem reka World Class-stöðvarnar, tóku þátt í útboði á leigu líkamsræktaraðstöðunnar við sundlaugar Kópavogs. Eftir að útboðið hafði farið fram var að sögn bæjaryfirvalda ákveðið að fresta útboðinu þar til bærinn hefði markað sér lýðheilsustefnu. „Líkt og fram kemur í bréfi Kópavogsbæjar til þín, dags. 7. október 2014, tók Kópavogsbær ákvörðun um að ganga ekki til samninga við Laugar ehf. í kjölfar útboðsins þar sem talið var að tilboð félagsins uppfyllti ekki kröfur útboðsgagna,“ segir í bréfi bæjarráðs Kópavogs þar sem kröfu Lauga um efndabætur er svarað. Í kröfubréfi Lauga kemur fram að tilboð félagsins hafi verið hagstæðast en því hafi verið hafnað þar sem endurskoðaðan ársreikning hafi vantað. Þó hefði bærinn ekki gert neinar efnislegar athugasemdir við innihald hans. Ákvörðun bæjarins um að hafna tilboðinu sé ólögmæt og valdi Laugum gríðarlegu tjóni. Krafist sé 659 milljóna króna í bætur.Ármann Kr. Ólafsson Bæjarstjórinn tjáir sig ekki um bótakröfu Lauga ehf.Fréttablaðið/AntonBæjarráðið segir að í ljósi ýmissa álitaefna sem upp hafi komið við útboðið hafi bærinn talið að hagsmunir bæjarbúa yrðu best tryggðir ef fyrir lægi skýr stefna um markmið útleigu húsnæðisins áður en ráðist yrði í nýtt útboð. Framlenging uppsagnarfrests leigusamnings við núverandi leigutaka, Gym heilsu ehf., sé aðeins tímabundið úrræði til að tryggja fjárhagslega hagsmuni bæjarins og bæjarbúa þar til húsnæðið verði boðið út á ný. Gym hefur nú samning fram til 1. júní 2016. „Þar sem ekki náðist að semja um útleigu húsnæðisins í kjölfar útboðsins hefur töluverð óvissa ríkt í viðskiptum núverandi leigutaka [Gym heilsu]. Þar sem leigutekjur Kópavogsbæjar af útleigu húsnæðisins eru tengdar veltu leigutaka hefur slík óvissa töluverð áhrif á tekjur Kópavogsbæjar af húsnæðinu,“ segir bæjarráðið. Ákvörðun um þessa „skammtímaráðstöfun“ hafi því verið tekin til að forða Kópavogsbæ frá tjóni á meðan unnið sé að því að bjóða húsnæðið fram að nýju í samræmi við lýðheilsustefnu. „Og verður Laugum ehf. líkt og öðrum þá frjálst að bjóða í húsnæðið,“ segir bæjarráðið sem kveður framgöngu sína í málinu vera lögmæta og að „bærinn hafi ekki valdið Laugum tjóni með saknæmum hætti“. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri kveðst ekki vilja tjá sig um málið. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Kópavogsbær hafnar fullyrðingum forsvarsmanna Lauga ehf. um að bærinn sé skaðabótaskyldur gagnvart félaginu með því að framlengja samning við Gym heilsu ehf. um leigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar Kópavogs. Laugar, sem reka World Class-stöðvarnar, tóku þátt í útboði á leigu líkamsræktaraðstöðunnar við sundlaugar Kópavogs. Eftir að útboðið hafði farið fram var að sögn bæjaryfirvalda ákveðið að fresta útboðinu þar til bærinn hefði markað sér lýðheilsustefnu. „Líkt og fram kemur í bréfi Kópavogsbæjar til þín, dags. 7. október 2014, tók Kópavogsbær ákvörðun um að ganga ekki til samninga við Laugar ehf. í kjölfar útboðsins þar sem talið var að tilboð félagsins uppfyllti ekki kröfur útboðsgagna,“ segir í bréfi bæjarráðs Kópavogs þar sem kröfu Lauga um efndabætur er svarað. Í kröfubréfi Lauga kemur fram að tilboð félagsins hafi verið hagstæðast en því hafi verið hafnað þar sem endurskoðaðan ársreikning hafi vantað. Þó hefði bærinn ekki gert neinar efnislegar athugasemdir við innihald hans. Ákvörðun bæjarins um að hafna tilboðinu sé ólögmæt og valdi Laugum gríðarlegu tjóni. Krafist sé 659 milljóna króna í bætur.Ármann Kr. Ólafsson Bæjarstjórinn tjáir sig ekki um bótakröfu Lauga ehf.Fréttablaðið/AntonBæjarráðið segir að í ljósi ýmissa álitaefna sem upp hafi komið við útboðið hafi bærinn talið að hagsmunir bæjarbúa yrðu best tryggðir ef fyrir lægi skýr stefna um markmið útleigu húsnæðisins áður en ráðist yrði í nýtt útboð. Framlenging uppsagnarfrests leigusamnings við núverandi leigutaka, Gym heilsu ehf., sé aðeins tímabundið úrræði til að tryggja fjárhagslega hagsmuni bæjarins og bæjarbúa þar til húsnæðið verði boðið út á ný. Gym hefur nú samning fram til 1. júní 2016. „Þar sem ekki náðist að semja um útleigu húsnæðisins í kjölfar útboðsins hefur töluverð óvissa ríkt í viðskiptum núverandi leigutaka [Gym heilsu]. Þar sem leigutekjur Kópavogsbæjar af útleigu húsnæðisins eru tengdar veltu leigutaka hefur slík óvissa töluverð áhrif á tekjur Kópavogsbæjar af húsnæðinu,“ segir bæjarráðið. Ákvörðun um þessa „skammtímaráðstöfun“ hafi því verið tekin til að forða Kópavogsbæ frá tjóni á meðan unnið sé að því að bjóða húsnæðið fram að nýju í samræmi við lýðheilsustefnu. „Og verður Laugum ehf. líkt og öðrum þá frjálst að bjóða í húsnæðið,“ segir bæjarráðið sem kveður framgöngu sína í málinu vera lögmæta og að „bærinn hafi ekki valdið Laugum tjóni með saknæmum hætti“. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri kveðst ekki vilja tjá sig um málið.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira