Fótbolti

Sami leiðinlegi endirinn hjá Kolbeini og í fyrra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson sést hér borinn af velli.
Kolbeinn Sigþórsson sést hér borinn af velli. Vísir/Getty
Kolbeinn Sigþórsson fékk á laugardaginn sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Ajax í einn mánuð en þetta var stutt gaman hjá framherjanum.

Kolbeinn leikur ekki meira á árinu eftir að hafa meiðst illa á ökkla þegar hann varð fyrir ljótri tæklingu aðeins fjórum mínútum eftir að hann kom Ajax í 1-0. Kolbeinn endaði einnig síðasta ár (2013) á slæmum ökklameiðslum sem hann varð fyrir í umspilsleiknum við Króata.

„Þetta var mikil synd því hann var nýbúinn að skora flott mark og var búinn að leggja mikið á sig,“ sagði þjálfarinn Frank De Boer.

„Ég varð fyrir svona meiðslum í síðasta landsleiknum mínum. Þetta eru ekki verstu meiðsli sem þú verður fyrir en ættu að halda honum frá í tvær til þrjár vikur,“ sagði De Boer.

De Boer sagist þó ekki vera búinn að velja á milli Kolbeins og Arkadiusz Milik. „Þeir eru báðir í góðum gír en þessi meiðsli eru óheppileg fyrir Kolbein. Sem sem betur fer höfum við Milik,“ sagði De Boer. Milik kom inn á fyrir Kolbein, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 5-0 sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×