Innlent

Enn margt í ólagi í fjármálaráðuneytinu

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ríkisendurskoðun beinir nokkrum ábendingum til ráðuneytisins.
Ríkisendurskoðun beinir nokkrum ábendingum til ráðuneytisins. fréttablaðið/einar
Ríkisendurskoðun hvetur fjármála- og efnahagsráðuneytið til að beita sér fyrir því að ákvæði starfsmannalaga um áminningarskyldu verði endurskoðuð. Þetta kemur fram á vef Ríkisendurskoðunar.

Þá er ráðuneytið hvatt til að hafa samráð við stéttarfélög ríkisstarfsmanna um að kanna hvort binda megi tiltekin réttindi ríkisstarfsmanna í kjarasamninga, í stað þess að mæla fyrir um þau í lögum. Enn fremur er ráðuneytið hvatt til þess að tryggja forstöðumönnum ríkisstofnana fullnægjandi aðstoð í mannauðsmálum.

Í skýrslu frá árinu 2011 setti Ríkisendurskoðun fram fjórar ábendingar til ráðuneytisins, meðal annars um að beita sér fyrir því að ákvæði starfsmannalaga um áminningu yrðu endurskoðuð og málsmeðferð við uppsagnir ríkisstarfsmanna einfölduð. Að forstöðumenn fengju lagaheimild til að gera, þegar svo bæri undir, starfslokasamninga við starfsmenn. Að hafa samráð við stéttarfélög ríkisstarfsmanna um að kanna hvort binda mætti tiltekin réttindi þeirra í kjarasamninga í stað þess að mæla fyrir um þau í lögum. Að lokum að tryggja forstöðumönnum fullnægjandi aðstoð í mannauðsmálum.

Í nýrri eftirfylgniskýrslu kemur fram að ráðuneytið hafi brugðist þannig við ábendingu um starfslokasamninga að stofnunin telji ekki þörf á að ítreka hana




Fleiri fréttir

Sjá meira


×