Óheimilt að rukka fyrir lánshæfismat Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Það kostar tæpar sex þúsund krónur að fá flýtiafgreiðslu á lánshæfismati. Fréttablaðið/Vilhelm Smálánafyrirtækjunum Kredia og Smálánum var óheimilt að taka sérstaka greiðslu fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats. Þetta er niðurstaða áfrýjunarnefndar neytendamála. Með ákvörðuninni var niðurstaða Neytendastofu sama efnis staðfest. Fyrirtækin bjóða neytendum svokölluð smálán að fjárhæð 20 þúsund krónur og er lánstími þeirra 30 dagar. Lánið ber enga vexti en lántökukostnaður er 678 krónur. Lögum samkvæmt er lánshæfismat gert áður en samningur er gerður og tekur framkvæmd slíks mats átta daga. Á hinn bóginn býðst lántökum einnig flýtiafgreiðsla á framkvæmd lánshæfismatsins og tekur afgreiðsla þess þá aðeins um eina klukkustund. Fyrir þessa þjónustu greiða lántakendur aukalega 5.990 krónur. Það er þessi aukakostnaður sem áfrýjunarnefnd Neytendamála telur að fyrirtækjunum sé óheimilt að innheimta. Með þessa niðurstöðu til hliðsjónar vaknar sú spurning hvort lántakendur geti nú krafið fyrirtækin Kredia og Smálán um endurgreiðslu ef þeir hafa greitt gjald fyrir flýtimeðferð á lánshæfismati.Tryggvi AxelssonTryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að reglan sé sú að ef einkaaðilar eða opinberir fái greitt gjald sem ekki er lögmætt þá eigi samkvæmt almennum reglum kröfuréttar að endurgreiða hið oftekna gjald. Hvert tilfelli verði að skoða fyrir sig með hliðsjón af fyrningarreglum, en fyrningarfrestur sé almennt fjögur ár. „Í þessu tilviki er þetta allt frekar nýlegt og varla fyrnt en verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig,“ segir hann. Tryggvi tekur þó skýrt fram að það sé ekki hlutverk Neytendastofu að skera úr um það sem nefnt er „einkaréttarlegur ágreiningur“. „Það er að finna út fyrir hvern og einn neytanda hvaða króna og aura hann geti átt rétt til. Með slík mál verða neytendur að leita fyrst beint til fyrirtækis. Og ef ekki næst samkomulag þá er næsta skref að fara með mál til úrskurðarnefndar utan dómstóla,“ segir Tryggvi. Sé ekki hægt að fá leyst úr ágreiningi í nefnd utan dómstóla þá verði aðeins leyst úr máli fyrir dómstóli. Slík málshöfðun yrði kostnaðarsöm, en hugsanlega gætu lántakendur farið í hópmálsókn. Fréttablaðið náði ekki tali af forsvarsmönnum lánafyrirtækja til að fá úr því skorið hve margir lánasamningar hefðu verið gerðir á grundvelli lánshæfismats með flýtiafgreiðslu. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Smálánafyrirtækjunum Kredia og Smálánum var óheimilt að taka sérstaka greiðslu fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats. Þetta er niðurstaða áfrýjunarnefndar neytendamála. Með ákvörðuninni var niðurstaða Neytendastofu sama efnis staðfest. Fyrirtækin bjóða neytendum svokölluð smálán að fjárhæð 20 þúsund krónur og er lánstími þeirra 30 dagar. Lánið ber enga vexti en lántökukostnaður er 678 krónur. Lögum samkvæmt er lánshæfismat gert áður en samningur er gerður og tekur framkvæmd slíks mats átta daga. Á hinn bóginn býðst lántökum einnig flýtiafgreiðsla á framkvæmd lánshæfismatsins og tekur afgreiðsla þess þá aðeins um eina klukkustund. Fyrir þessa þjónustu greiða lántakendur aukalega 5.990 krónur. Það er þessi aukakostnaður sem áfrýjunarnefnd Neytendamála telur að fyrirtækjunum sé óheimilt að innheimta. Með þessa niðurstöðu til hliðsjónar vaknar sú spurning hvort lántakendur geti nú krafið fyrirtækin Kredia og Smálán um endurgreiðslu ef þeir hafa greitt gjald fyrir flýtimeðferð á lánshæfismati.Tryggvi AxelssonTryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að reglan sé sú að ef einkaaðilar eða opinberir fái greitt gjald sem ekki er lögmætt þá eigi samkvæmt almennum reglum kröfuréttar að endurgreiða hið oftekna gjald. Hvert tilfelli verði að skoða fyrir sig með hliðsjón af fyrningarreglum, en fyrningarfrestur sé almennt fjögur ár. „Í þessu tilviki er þetta allt frekar nýlegt og varla fyrnt en verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig,“ segir hann. Tryggvi tekur þó skýrt fram að það sé ekki hlutverk Neytendastofu að skera úr um það sem nefnt er „einkaréttarlegur ágreiningur“. „Það er að finna út fyrir hvern og einn neytanda hvaða króna og aura hann geti átt rétt til. Með slík mál verða neytendur að leita fyrst beint til fyrirtækis. Og ef ekki næst samkomulag þá er næsta skref að fara með mál til úrskurðarnefndar utan dómstóla,“ segir Tryggvi. Sé ekki hægt að fá leyst úr ágreiningi í nefnd utan dómstóla þá verði aðeins leyst úr máli fyrir dómstóli. Slík málshöfðun yrði kostnaðarsöm, en hugsanlega gætu lántakendur farið í hópmálsókn. Fréttablaðið náði ekki tali af forsvarsmönnum lánafyrirtækja til að fá úr því skorið hve margir lánasamningar hefðu verið gerðir á grundvelli lánshæfismats með flýtiafgreiðslu.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira