Innlent

Um 20 milljónir í neyðaraðstoð

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Afhending Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Aurora velgerðarsjóðs, Steve Schöni og Felix Juterzenka, ásamt Sia Nyama Koroma forsetafrú.
Afhending Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Aurora velgerðarsjóðs, Steve Schöni og Felix Juterzenka, ásamt Sia Nyama Koroma forsetafrú. mynd/aðsend
Stjórn Aurora velgerðarsjóðs ákvað á dögunum að leggja allt að tuttugu milljónir króna til neyðaraðstoðar í Síerra Leóne vegna ebólufaraldursins í landinu. Peningurinn fór meðal annars í að kaupa sjúkragögn og lyf.

Breska flugfélagið Hangar8 gaf flutninginn og Jónar Transport sá um skipulag og flókna pappírsvinnu sem fylgir flutningum á lyfjunum.

Í ferðinni gekk sjóðurinn til samninga við tvö míkrólánafyrirtæki sem starfa í Síerra Leóne. Fyrirtækin fá samtals 50 milljónir króna að láni frá Aurora til að endurlána litlum og meðalstórum fyrirtækjum í uppbyggingu þeirra til framtíðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.