Telur keppinaut kæra hótel til að tefja og kæfa samkeppni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. nóvember 2014 07:00 Magnús Einarsson tók um miðjan október fyrstu skóflustungu að fimm hæða hóteli með 93 herbergjum í Þórunnartúni 4. Fréttablaðið/Ernir „Eina ástæða kæranna er að koma í veg fyrir samkeppni og yfirgangur af hálfu aðila sem hefur fengið ríflegra byggingarmagn en þekkist á lóðum sínum til að mynda undir hótelbyggingu sína,“ segir Magnús Einarsson, aðaleigandi Þórunnartúns 4. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á föstudag hafa eigendur í Þórunnartúni 2 og Borgartúni 8 til 16 krafist stöðvunar framkvæmda við hótelbygginguna í Þórunnartúni 4 og að ógilt verði ákvörðun borgaryfirvalda um að leyfa þar viðbyggingu og 93 herbergja hótel. Þeirra eigin forsendur séu gerbreyttar „enda var ekki gert ráð fyrir að annað stórt hótel yrði reist í Þórunnartúni“.Enginn nema keppinautur kærir Magnús bendir á að á bak við kærurnar standi einn og sami maðurinn, Pétur Guðmundsson í Eykt, sem sjálfur sé að byggja risahótel við hliðina á Þórunnartúni 4 og áttatíu íbúða turn í sömu götu. Enginn ótengdur Pétri hafi gert athugasemdir. „Pétur er einfaldlega að reyna að koma í veg fyrir samkeppni,“ segir Magnús. „Það er deginum ljósara að hann fær aldrei hnekkt skipulagi sem er miklu eldra en hans. Hann er búinn að valda okkur margra mánaða tjóni með sínum athugasemdum sem hann veit að munu aldrei leiða til þess að ekki megi byggja hótel. Þarna var samþykkt hótelbygging fyrir meira en tíu árum.“ Í umsögn lögmanns Þórunnartúns 4 ehf. til úrskurðarnefndar auðlindamála vegna fyrrnefndrar kæru er kröfunum um stöðvun framkvæmda og ógildingu byggingarleyfis harðlega mótmælt.„Hrinda ber öllum slíkum tilburðum“ „Hagsmunir kærenda eru fyrst og fremst þeir að reyna að koma í veg fyrir að hótel rísi í nálægð við það hótel sem hann hefur sjálfur í byggingu. Það sjónarmið að koma í veg fyrir samkeppni er ekki málefnalegt og hrinda ber öllum slíkum tilburðum,“ segir í athugasemdum Þórunnartúns ehf. Þá er meðal annars bent á að kærandinn, Höfðahótel, hafi sótt um að fá að byggja viðbótarhæð ofan á sína byggingu á sama tíma og hann lýsti áhyggjum af aukinni bílaumferð vegna Þórunnartúns 4. „Af þessum tvískinnungi kæranda verður það eitt ráðið að athugasemdir varðandi bílastæði og umferð eru að engu hafandi og settar fram af hans hálfu í þeim eina tilgangi að spilla fyrir eða hefta framgang verkefnis Þórunnartúns 4,“ segir í umsögn lögmanns Þórunnartúns 4 ehf. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
„Eina ástæða kæranna er að koma í veg fyrir samkeppni og yfirgangur af hálfu aðila sem hefur fengið ríflegra byggingarmagn en þekkist á lóðum sínum til að mynda undir hótelbyggingu sína,“ segir Magnús Einarsson, aðaleigandi Þórunnartúns 4. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á föstudag hafa eigendur í Þórunnartúni 2 og Borgartúni 8 til 16 krafist stöðvunar framkvæmda við hótelbygginguna í Þórunnartúni 4 og að ógilt verði ákvörðun borgaryfirvalda um að leyfa þar viðbyggingu og 93 herbergja hótel. Þeirra eigin forsendur séu gerbreyttar „enda var ekki gert ráð fyrir að annað stórt hótel yrði reist í Þórunnartúni“.Enginn nema keppinautur kærir Magnús bendir á að á bak við kærurnar standi einn og sami maðurinn, Pétur Guðmundsson í Eykt, sem sjálfur sé að byggja risahótel við hliðina á Þórunnartúni 4 og áttatíu íbúða turn í sömu götu. Enginn ótengdur Pétri hafi gert athugasemdir. „Pétur er einfaldlega að reyna að koma í veg fyrir samkeppni,“ segir Magnús. „Það er deginum ljósara að hann fær aldrei hnekkt skipulagi sem er miklu eldra en hans. Hann er búinn að valda okkur margra mánaða tjóni með sínum athugasemdum sem hann veit að munu aldrei leiða til þess að ekki megi byggja hótel. Þarna var samþykkt hótelbygging fyrir meira en tíu árum.“ Í umsögn lögmanns Þórunnartúns 4 ehf. til úrskurðarnefndar auðlindamála vegna fyrrnefndrar kæru er kröfunum um stöðvun framkvæmda og ógildingu byggingarleyfis harðlega mótmælt.„Hrinda ber öllum slíkum tilburðum“ „Hagsmunir kærenda eru fyrst og fremst þeir að reyna að koma í veg fyrir að hótel rísi í nálægð við það hótel sem hann hefur sjálfur í byggingu. Það sjónarmið að koma í veg fyrir samkeppni er ekki málefnalegt og hrinda ber öllum slíkum tilburðum,“ segir í athugasemdum Þórunnartúns ehf. Þá er meðal annars bent á að kærandinn, Höfðahótel, hafi sótt um að fá að byggja viðbótarhæð ofan á sína byggingu á sama tíma og hann lýsti áhyggjum af aukinni bílaumferð vegna Þórunnartúns 4. „Af þessum tvískinnungi kæranda verður það eitt ráðið að athugasemdir varðandi bílastæði og umferð eru að engu hafandi og settar fram af hans hálfu í þeim eina tilgangi að spilla fyrir eða hefta framgang verkefnis Þórunnartúns 4,“ segir í umsögn lögmanns Þórunnartúns 4 ehf.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira