Kröftuglega hamrað á girðingar lögreglu Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Talið er að um 4.500 manns hafi lagt leið sína á Austurvöll í gær. Fréttablaðið/Ernir Mikill fjöldi fólks tók þátt í mótmælum gegn aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem fram fóru á Austurvelli í gær en talið er að um 4.500 manns hafi verið á Austurvelli þegar mest lét. Mótmælin voru friðsamleg og var samstaðan mikil á milli manna en á staðnum mátti sjá fólk á öllum aldri. Lögreglan var þó við öllu búin og hafði sett upp grindverk fyrir framan Alþingishúsið. Fólk lét í sér heyra og lamdi og sparkaði meðal annars í grindverkið til að búa til eins konar mótmælaryþma. Þá var einnig lamið í potta og önnur búsáhöld og flugeldum skotið á loft. Á sjöunda þúsund manns höfðu boðað komu sína á mótmælin á Facebook-síðu þar sem þau voru boðuð. „Við erum ekki á neins vegum, þetta bara spratt upp á þremur dögum. Við erum bara að koma þarna til að finna hvert annað og finna samhug í réttlætiskennd og reiði. Vegna þess að okkur er misboðið,“ segir Svavar Knútur Kristinsson tónlistarmaður sem er einn skipuleggjenda mótmælanna en hann flutti ávarp. Ríkisstjórnin mælist með afar lítið traust, aðeins tæplega 33 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýjasta Þjóðarpúlsi Capacent segjast styðja hana. Stuðningur við Framsóknarflokkinn, flokk forsætisráðherra, hefur einnig hrunið frá kosningum. Stjórnarþingmenn hafa síðustu daga furðað sig á mótmælunum. „Framkoma þessarar ríkisstjórnar er svo ótrúlega dólgsleg og hrokafull og forgangsröðunin er ótrúlega undarleg hjá henni. Ég held að fólk sé orðið endemis pirrað og reitt.“ Svavar segir einnig að það sé svo ótrúlega margt sem fólk er reitt yfir að það viti hreinlega ekki hvernig það eigi að byrja að mótmæla.Snorri Sigurðarson, 37 ára, tónlistarmaður „Ég er að mótmæli aðgerðum ríkisstjórnarinnar undanfarið. Ég er að mótmæla því að þau hafa hætt við veiðigjaldið og ástandinu á Landspítalanum. Ég er að mótmæla því að Hanna Birna sitji enn sem innanríkisráðherra þrátt fyrir ítrekuð mótmæli. Ég er að mótmæla valdníðslu þessarar ríkisstjórnar og hvernig hún talar niður til þjóðarinnar.“Fréttablaðið/Ernir Salvör Sæmundsdóttir, 24 ára, nemi „Ég hef áhyggjur af grunnstoðum samfélagsins þessa stundina. Ég hef sérstaklega miklar áhyggjur af heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Ég hef áhyggjur að því hvernig þessi ríkisstjórn er að vinna í þeim málum.“Fréttablaðið/Ernir Sigrún Jónsdóttir, 24 ára, tónlistarmaður „Ég er að mótmæla mörgu. Það eru margar ástæður. Ég vil til dæmis sjá betri laun fyrir tónlistarkennara og lækna. Ég vil sjá betri kjör fyrir fólkið í landinu og betra land fyrir börnin.“Fréttablaðið/Ernir Ásgeir Ingi Eyjólfsson, 68 ára, eftirlaunþegi „Mér finnst ríkisstjórnin ekki hafa komið hreint fram og finnst hún vera að ljúga að okkur. Hún segir ekki neitt eins og til dæmis varðandi Hönnu Birnu. Líka hvernig Sigmundur Davíð tók á því varðandi borgarstjórnarkosningarnar og umræðuna um múslimana og líka um vopnakaupin. Maður fær bara ekkert að vita.“Fréttablaðið/Ernir Sigfús Ó. Höskuldsson, 43 ára, verkefnastjóri „Ég er bara búinn að fá mig fullsaddan á þessari ríkisstjórn. Hún er ekki að sinna meirihlutanum, heldur minnihlutanum og litlum hópi af fólki. Margt í ákvörðunartöku hennar og framferði er ekki að fúnkera. Mér finnst verið að misbjóða mér sem samfélagsþegni.“Fréttablaðið/Ernir Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Mikill fjöldi fólks tók þátt í mótmælum gegn aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem fram fóru á Austurvelli í gær en talið er að um 4.500 manns hafi verið á Austurvelli þegar mest lét. Mótmælin voru friðsamleg og var samstaðan mikil á milli manna en á staðnum mátti sjá fólk á öllum aldri. Lögreglan var þó við öllu búin og hafði sett upp grindverk fyrir framan Alþingishúsið. Fólk lét í sér heyra og lamdi og sparkaði meðal annars í grindverkið til að búa til eins konar mótmælaryþma. Þá var einnig lamið í potta og önnur búsáhöld og flugeldum skotið á loft. Á sjöunda þúsund manns höfðu boðað komu sína á mótmælin á Facebook-síðu þar sem þau voru boðuð. „Við erum ekki á neins vegum, þetta bara spratt upp á þremur dögum. Við erum bara að koma þarna til að finna hvert annað og finna samhug í réttlætiskennd og reiði. Vegna þess að okkur er misboðið,“ segir Svavar Knútur Kristinsson tónlistarmaður sem er einn skipuleggjenda mótmælanna en hann flutti ávarp. Ríkisstjórnin mælist með afar lítið traust, aðeins tæplega 33 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýjasta Þjóðarpúlsi Capacent segjast styðja hana. Stuðningur við Framsóknarflokkinn, flokk forsætisráðherra, hefur einnig hrunið frá kosningum. Stjórnarþingmenn hafa síðustu daga furðað sig á mótmælunum. „Framkoma þessarar ríkisstjórnar er svo ótrúlega dólgsleg og hrokafull og forgangsröðunin er ótrúlega undarleg hjá henni. Ég held að fólk sé orðið endemis pirrað og reitt.“ Svavar segir einnig að það sé svo ótrúlega margt sem fólk er reitt yfir að það viti hreinlega ekki hvernig það eigi að byrja að mótmæla.Snorri Sigurðarson, 37 ára, tónlistarmaður „Ég er að mótmæli aðgerðum ríkisstjórnarinnar undanfarið. Ég er að mótmæla því að þau hafa hætt við veiðigjaldið og ástandinu á Landspítalanum. Ég er að mótmæla því að Hanna Birna sitji enn sem innanríkisráðherra þrátt fyrir ítrekuð mótmæli. Ég er að mótmæla valdníðslu þessarar ríkisstjórnar og hvernig hún talar niður til þjóðarinnar.“Fréttablaðið/Ernir Salvör Sæmundsdóttir, 24 ára, nemi „Ég hef áhyggjur af grunnstoðum samfélagsins þessa stundina. Ég hef sérstaklega miklar áhyggjur af heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Ég hef áhyggjur að því hvernig þessi ríkisstjórn er að vinna í þeim málum.“Fréttablaðið/Ernir Sigrún Jónsdóttir, 24 ára, tónlistarmaður „Ég er að mótmæla mörgu. Það eru margar ástæður. Ég vil til dæmis sjá betri laun fyrir tónlistarkennara og lækna. Ég vil sjá betri kjör fyrir fólkið í landinu og betra land fyrir börnin.“Fréttablaðið/Ernir Ásgeir Ingi Eyjólfsson, 68 ára, eftirlaunþegi „Mér finnst ríkisstjórnin ekki hafa komið hreint fram og finnst hún vera að ljúga að okkur. Hún segir ekki neitt eins og til dæmis varðandi Hönnu Birnu. Líka hvernig Sigmundur Davíð tók á því varðandi borgarstjórnarkosningarnar og umræðuna um múslimana og líka um vopnakaupin. Maður fær bara ekkert að vita.“Fréttablaðið/Ernir Sigfús Ó. Höskuldsson, 43 ára, verkefnastjóri „Ég er bara búinn að fá mig fullsaddan á þessari ríkisstjórn. Hún er ekki að sinna meirihlutanum, heldur minnihlutanum og litlum hópi af fólki. Margt í ákvörðunartöku hennar og framferði er ekki að fúnkera. Mér finnst verið að misbjóða mér sem samfélagsþegni.“Fréttablaðið/Ernir
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent