Kröftuglega hamrað á girðingar lögreglu Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Talið er að um 4.500 manns hafi lagt leið sína á Austurvöll í gær. Fréttablaðið/Ernir Mikill fjöldi fólks tók þátt í mótmælum gegn aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem fram fóru á Austurvelli í gær en talið er að um 4.500 manns hafi verið á Austurvelli þegar mest lét. Mótmælin voru friðsamleg og var samstaðan mikil á milli manna en á staðnum mátti sjá fólk á öllum aldri. Lögreglan var þó við öllu búin og hafði sett upp grindverk fyrir framan Alþingishúsið. Fólk lét í sér heyra og lamdi og sparkaði meðal annars í grindverkið til að búa til eins konar mótmælaryþma. Þá var einnig lamið í potta og önnur búsáhöld og flugeldum skotið á loft. Á sjöunda þúsund manns höfðu boðað komu sína á mótmælin á Facebook-síðu þar sem þau voru boðuð. „Við erum ekki á neins vegum, þetta bara spratt upp á þremur dögum. Við erum bara að koma þarna til að finna hvert annað og finna samhug í réttlætiskennd og reiði. Vegna þess að okkur er misboðið,“ segir Svavar Knútur Kristinsson tónlistarmaður sem er einn skipuleggjenda mótmælanna en hann flutti ávarp. Ríkisstjórnin mælist með afar lítið traust, aðeins tæplega 33 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýjasta Þjóðarpúlsi Capacent segjast styðja hana. Stuðningur við Framsóknarflokkinn, flokk forsætisráðherra, hefur einnig hrunið frá kosningum. Stjórnarþingmenn hafa síðustu daga furðað sig á mótmælunum. „Framkoma þessarar ríkisstjórnar er svo ótrúlega dólgsleg og hrokafull og forgangsröðunin er ótrúlega undarleg hjá henni. Ég held að fólk sé orðið endemis pirrað og reitt.“ Svavar segir einnig að það sé svo ótrúlega margt sem fólk er reitt yfir að það viti hreinlega ekki hvernig það eigi að byrja að mótmæla.Snorri Sigurðarson, 37 ára, tónlistarmaður „Ég er að mótmæli aðgerðum ríkisstjórnarinnar undanfarið. Ég er að mótmæla því að þau hafa hætt við veiðigjaldið og ástandinu á Landspítalanum. Ég er að mótmæla því að Hanna Birna sitji enn sem innanríkisráðherra þrátt fyrir ítrekuð mótmæli. Ég er að mótmæla valdníðslu þessarar ríkisstjórnar og hvernig hún talar niður til þjóðarinnar.“Fréttablaðið/Ernir Salvör Sæmundsdóttir, 24 ára, nemi „Ég hef áhyggjur af grunnstoðum samfélagsins þessa stundina. Ég hef sérstaklega miklar áhyggjur af heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Ég hef áhyggjur að því hvernig þessi ríkisstjórn er að vinna í þeim málum.“Fréttablaðið/Ernir Sigrún Jónsdóttir, 24 ára, tónlistarmaður „Ég er að mótmæla mörgu. Það eru margar ástæður. Ég vil til dæmis sjá betri laun fyrir tónlistarkennara og lækna. Ég vil sjá betri kjör fyrir fólkið í landinu og betra land fyrir börnin.“Fréttablaðið/Ernir Ásgeir Ingi Eyjólfsson, 68 ára, eftirlaunþegi „Mér finnst ríkisstjórnin ekki hafa komið hreint fram og finnst hún vera að ljúga að okkur. Hún segir ekki neitt eins og til dæmis varðandi Hönnu Birnu. Líka hvernig Sigmundur Davíð tók á því varðandi borgarstjórnarkosningarnar og umræðuna um múslimana og líka um vopnakaupin. Maður fær bara ekkert að vita.“Fréttablaðið/Ernir Sigfús Ó. Höskuldsson, 43 ára, verkefnastjóri „Ég er bara búinn að fá mig fullsaddan á þessari ríkisstjórn. Hún er ekki að sinna meirihlutanum, heldur minnihlutanum og litlum hópi af fólki. Margt í ákvörðunartöku hennar og framferði er ekki að fúnkera. Mér finnst verið að misbjóða mér sem samfélagsþegni.“Fréttablaðið/Ernir Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Mikill fjöldi fólks tók þátt í mótmælum gegn aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem fram fóru á Austurvelli í gær en talið er að um 4.500 manns hafi verið á Austurvelli þegar mest lét. Mótmælin voru friðsamleg og var samstaðan mikil á milli manna en á staðnum mátti sjá fólk á öllum aldri. Lögreglan var þó við öllu búin og hafði sett upp grindverk fyrir framan Alþingishúsið. Fólk lét í sér heyra og lamdi og sparkaði meðal annars í grindverkið til að búa til eins konar mótmælaryþma. Þá var einnig lamið í potta og önnur búsáhöld og flugeldum skotið á loft. Á sjöunda þúsund manns höfðu boðað komu sína á mótmælin á Facebook-síðu þar sem þau voru boðuð. „Við erum ekki á neins vegum, þetta bara spratt upp á þremur dögum. Við erum bara að koma þarna til að finna hvert annað og finna samhug í réttlætiskennd og reiði. Vegna þess að okkur er misboðið,“ segir Svavar Knútur Kristinsson tónlistarmaður sem er einn skipuleggjenda mótmælanna en hann flutti ávarp. Ríkisstjórnin mælist með afar lítið traust, aðeins tæplega 33 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýjasta Þjóðarpúlsi Capacent segjast styðja hana. Stuðningur við Framsóknarflokkinn, flokk forsætisráðherra, hefur einnig hrunið frá kosningum. Stjórnarþingmenn hafa síðustu daga furðað sig á mótmælunum. „Framkoma þessarar ríkisstjórnar er svo ótrúlega dólgsleg og hrokafull og forgangsröðunin er ótrúlega undarleg hjá henni. Ég held að fólk sé orðið endemis pirrað og reitt.“ Svavar segir einnig að það sé svo ótrúlega margt sem fólk er reitt yfir að það viti hreinlega ekki hvernig það eigi að byrja að mótmæla.Snorri Sigurðarson, 37 ára, tónlistarmaður „Ég er að mótmæli aðgerðum ríkisstjórnarinnar undanfarið. Ég er að mótmæla því að þau hafa hætt við veiðigjaldið og ástandinu á Landspítalanum. Ég er að mótmæla því að Hanna Birna sitji enn sem innanríkisráðherra þrátt fyrir ítrekuð mótmæli. Ég er að mótmæla valdníðslu þessarar ríkisstjórnar og hvernig hún talar niður til þjóðarinnar.“Fréttablaðið/Ernir Salvör Sæmundsdóttir, 24 ára, nemi „Ég hef áhyggjur af grunnstoðum samfélagsins þessa stundina. Ég hef sérstaklega miklar áhyggjur af heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Ég hef áhyggjur að því hvernig þessi ríkisstjórn er að vinna í þeim málum.“Fréttablaðið/Ernir Sigrún Jónsdóttir, 24 ára, tónlistarmaður „Ég er að mótmæla mörgu. Það eru margar ástæður. Ég vil til dæmis sjá betri laun fyrir tónlistarkennara og lækna. Ég vil sjá betri kjör fyrir fólkið í landinu og betra land fyrir börnin.“Fréttablaðið/Ernir Ásgeir Ingi Eyjólfsson, 68 ára, eftirlaunþegi „Mér finnst ríkisstjórnin ekki hafa komið hreint fram og finnst hún vera að ljúga að okkur. Hún segir ekki neitt eins og til dæmis varðandi Hönnu Birnu. Líka hvernig Sigmundur Davíð tók á því varðandi borgarstjórnarkosningarnar og umræðuna um múslimana og líka um vopnakaupin. Maður fær bara ekkert að vita.“Fréttablaðið/Ernir Sigfús Ó. Höskuldsson, 43 ára, verkefnastjóri „Ég er bara búinn að fá mig fullsaddan á þessari ríkisstjórn. Hún er ekki að sinna meirihlutanum, heldur minnihlutanum og litlum hópi af fólki. Margt í ákvörðunartöku hennar og framferði er ekki að fúnkera. Mér finnst verið að misbjóða mér sem samfélagsþegni.“Fréttablaðið/Ernir
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels