Höfum uppfyllt samfélagslegar skyldur Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 30. október 2014 07:00 Búið er að tryggja áframhaldandi fiskvinnslu á Djúpavogi. Fréttablaðið/Vilhelm „Okkur finnst að með þessum gjörningi sé Vísir búinn að uppfylla samfélagslegar skyldur sínar eins og nokkur kostur er,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. Á vormánuðum tilkynnti Vísir að fyrirtækið ætlaði að flytja fiskvinnslu sína á Djúpavogi til Grindavíkur um áramótin og vakti sú ákvörðun gremju heimamanna á Djúpavogi. Starfsfólki var boðið að flytja með fyrirtækinu til Grindavíkur en mörgum hugnaðist það ekki. Nú hefur hins vegar orðið vending í málinu því fiskvinnsla verður áfram á Djúpavogi en nú undir merkjum Búlandstinds. Vísir hefur selt Ósnesi á Djúpavogi hlutafé sitt í Búlandstindi á hálfa milljón króna. Vísir afhendir nýja fyrirtækinu fasteignir sínar á Djúpavogi endurgjaldslaust en þær eru metnar á 50 milljónir króna. Það er háð því skilyrði að stöðug vinnsla verði í húsunum næstu fimm árin. Engin starfsemi hefur verið undir nafni Búlandstinds síðustu ár en Ósnes og Fiskeldi Austfjarða hf. hafa skuldbundið sig til þess að auka hlutafé Búlandstinds um 140 milljónir og hefja þar fiskvinnslu, auk vinnslu og pökkunar á eldisfiski. Ósnes kaupir tæki og búnað Vísis á staðnum og leggur inn sem hlutafé í Búlandstind og hlutafé Fiskeldis Austfjarða verður í formi tækjabúnaðar. Gert er ráð fyrir um 30 störfum hjá Búlandstindi við almenna fiskvinnslu og slátrun, vinnslu og pökkun á eldisfiski. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
„Okkur finnst að með þessum gjörningi sé Vísir búinn að uppfylla samfélagslegar skyldur sínar eins og nokkur kostur er,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. Á vormánuðum tilkynnti Vísir að fyrirtækið ætlaði að flytja fiskvinnslu sína á Djúpavogi til Grindavíkur um áramótin og vakti sú ákvörðun gremju heimamanna á Djúpavogi. Starfsfólki var boðið að flytja með fyrirtækinu til Grindavíkur en mörgum hugnaðist það ekki. Nú hefur hins vegar orðið vending í málinu því fiskvinnsla verður áfram á Djúpavogi en nú undir merkjum Búlandstinds. Vísir hefur selt Ósnesi á Djúpavogi hlutafé sitt í Búlandstindi á hálfa milljón króna. Vísir afhendir nýja fyrirtækinu fasteignir sínar á Djúpavogi endurgjaldslaust en þær eru metnar á 50 milljónir króna. Það er háð því skilyrði að stöðug vinnsla verði í húsunum næstu fimm árin. Engin starfsemi hefur verið undir nafni Búlandstinds síðustu ár en Ósnes og Fiskeldi Austfjarða hf. hafa skuldbundið sig til þess að auka hlutafé Búlandstinds um 140 milljónir og hefja þar fiskvinnslu, auk vinnslu og pökkunar á eldisfiski. Ósnes kaupir tæki og búnað Vísis á staðnum og leggur inn sem hlutafé í Búlandstind og hlutafé Fiskeldis Austfjarða verður í formi tækjabúnaðar. Gert er ráð fyrir um 30 störfum hjá Búlandstindi við almenna fiskvinnslu og slátrun, vinnslu og pökkun á eldisfiski.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira