Borg og lögregla skera upp herör gegn heimilisofbeldi Svavar Hávarðsson skrifar 28. október 2014 07:00 Tilraunaverkefni á Suðurnesjum hefur gefið góða raun og er fyrirmynd breyttra áherslna í Reykjavík. vísir Reykjavíkurborg mun vinna náið með lögregluyfirvöldum við að taka betur á heimilisofbeldismálum. Leitað er í smiðju Suðurnesjamanna þar sem slíkt samstarf hefur gefið góða raun. Samstarfsverkefni gegn heimilisofbeldi hófst á Suðurnesjum í febrúar í fyrra, þar sem lögreglan á Suðurnesjum, fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar og félagsþjónustan í Grindavík, Sandgerði, Garði og Vogum tóku höndum saman. Reynslan af Suðurnesjum er af aukningu á nálgunarbanni og brottvísun af heimili, ásamt því að fleiri mál fara til ákæruvaldsins. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, hafa sammælst um að vinna í þeim anda sem gert er á Suðurnesjum. Um stórt samvinnuverkefni er að ræða en einstök smáatriði liggja ekki ljós fyrir. Dagur segir að síðastliðið vor hafi verið samþykkt tillaga frá Sóleyju Tómasdóttur borgarfulltrúa um átak gegn heimilisofbeldi, og Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar hafi haft verkefnið til skoðunar. Fyrir liggja hugmyndir um aðgerðaráætlun og unnið er að kostnaðarmati. „Það hittist svo vel á að fyrrverandi lögreglustjórinn á Suðurnesjum er núna orðinn lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og því ljóst að það verður styrkur að samstarfi við hana í þessum efnum. Mér finnst augljóst að þarna þarf að gera betur, og það á að gera betur. Ekki síst til að auka traust þolenda til bæði lögreglunnar og sveitarfélagsins og til að lyfta þessum málum fram í dagsljósið og koma þeim skýru skilaboðum á framfæri að við umberum ekki heimilisofbeldi,“ segir Dagur sem viðurkennir þó að verkefnið sé sjálfsagt aðeins flóknara en það er á Suðurnesjum. Verið sé að greina hvað verkefnið útheimti og hvernig skipta eigi verkum. „Það er að ýmsu að hyggja í framkvæmdinni en það mun ekki draga úr okkur kjarkinn við að leggja áherslu á þennan málaflokk í sameiningu.“Sérstök áhersla á heimilisofbeldismál Á Suðurnesjum leggur lögregla sérstaka áherslu á rannsókn heimilisofbeldismála og félagsþjónustur sveitarfélaganna setja það í forgrunn að bæta þjónustu við þolendur og gerendur; þolandanum er veitt fyrsta aðstoð t.d. með því að fara með viðkomandi til læknis ásamt því að hlúa að börnum ef þau eru til staðar. Eftirfylgni er í öllum málum, þar sem samband er haft við þolandann innan þriggja daga og gerandanum er einnig boðin aðstoð við að vinna úr sínum málum. Lögreglan og starfsmaður félagsþjónustu fara svo á heimili þolanda innan viku frá því að tilkynnt var um heimilisofbeldið. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Reykjavíkurborg mun vinna náið með lögregluyfirvöldum við að taka betur á heimilisofbeldismálum. Leitað er í smiðju Suðurnesjamanna þar sem slíkt samstarf hefur gefið góða raun. Samstarfsverkefni gegn heimilisofbeldi hófst á Suðurnesjum í febrúar í fyrra, þar sem lögreglan á Suðurnesjum, fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar og félagsþjónustan í Grindavík, Sandgerði, Garði og Vogum tóku höndum saman. Reynslan af Suðurnesjum er af aukningu á nálgunarbanni og brottvísun af heimili, ásamt því að fleiri mál fara til ákæruvaldsins. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, hafa sammælst um að vinna í þeim anda sem gert er á Suðurnesjum. Um stórt samvinnuverkefni er að ræða en einstök smáatriði liggja ekki ljós fyrir. Dagur segir að síðastliðið vor hafi verið samþykkt tillaga frá Sóleyju Tómasdóttur borgarfulltrúa um átak gegn heimilisofbeldi, og Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar hafi haft verkefnið til skoðunar. Fyrir liggja hugmyndir um aðgerðaráætlun og unnið er að kostnaðarmati. „Það hittist svo vel á að fyrrverandi lögreglustjórinn á Suðurnesjum er núna orðinn lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og því ljóst að það verður styrkur að samstarfi við hana í þessum efnum. Mér finnst augljóst að þarna þarf að gera betur, og það á að gera betur. Ekki síst til að auka traust þolenda til bæði lögreglunnar og sveitarfélagsins og til að lyfta þessum málum fram í dagsljósið og koma þeim skýru skilaboðum á framfæri að við umberum ekki heimilisofbeldi,“ segir Dagur sem viðurkennir þó að verkefnið sé sjálfsagt aðeins flóknara en það er á Suðurnesjum. Verið sé að greina hvað verkefnið útheimti og hvernig skipta eigi verkum. „Það er að ýmsu að hyggja í framkvæmdinni en það mun ekki draga úr okkur kjarkinn við að leggja áherslu á þennan málaflokk í sameiningu.“Sérstök áhersla á heimilisofbeldismál Á Suðurnesjum leggur lögregla sérstaka áherslu á rannsókn heimilisofbeldismála og félagsþjónustur sveitarfélaganna setja það í forgrunn að bæta þjónustu við þolendur og gerendur; þolandanum er veitt fyrsta aðstoð t.d. með því að fara með viðkomandi til læknis ásamt því að hlúa að börnum ef þau eru til staðar. Eftirfylgni er í öllum málum, þar sem samband er haft við þolandann innan þriggja daga og gerandanum er einnig boðin aðstoð við að vinna úr sínum málum. Lögreglan og starfsmaður félagsþjónustu fara svo á heimili þolanda innan viku frá því að tilkynnt var um heimilisofbeldið.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira