Fatlaður komst ekki á mynd um fatlaða Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. október 2014 07:00 Guðjón er í þungum stól og segir það niðurlægjandi að halda hafi átt á honum inn í bíósalinn. Fréttablaðið/Ernir Myndin Samsuða, sem fjallar um samstarf átta fatlaðra og ófatlaðra listamanna, var frumsýnd í Bíói Paradís á föstudaginn. Fatlaður sýningargestur komst ekki á sýninguna þar sem aðgengi fyrir fatlaða í hjólastól er verulega ábótavant inn í bíósalina. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, ætlaði að fara á sýninguna en varð að hætta við þar sem hann sá fram á það að komast ekki inn í salinn. „Ég var klár að leggja af stað á frumsýninguna sem fulltrúi eins styrktaraðila myndarinnar þegar ég fékk hringingu og mér var sagt að þeir ætluðu að bera þá sem væru í hjólastól inn í salinn. Ég vissi að þeir gætu ekki borið mig inn, stóllinn einn og sér er 175 kíló og ég yfir 100 kíló. Auk þess sem það er bara niðurlægjandi að láta bera sig inn,“ segir Guðjón sem var svekktur enda hafði hann hlakkað til að sjá myndina. Þarna sé um að ræða klára mismunun fyrir fatlaða.Íris Stefanía segir starfsfólk Bíó Paradísar hafa fullvissað sig um það að þeir sem væru í hjólastól kæmust inn í salinn.Íris Stefanía Skúladóttir, höfundur myndarinnar sem frumsýnd var, segist hafa verið fullvissuð um það fyrir sýninguna af starfsmönnum kvikmyndahússins, að þeir sem væru í hjólastól kæmust inn í bíósalinn. Rétt fyrir sýningu komst hún hins vegar að því að lausnin sem þeir hefðu til að koma fólki inn væri að bera það inn í salinn. „Það er bara niðurlægjandi. Fólk kann ekkert sérstaklega vel við að láta bera sig hvort sem það er í hjólastól eða ekki. Ég var búin að hafa samband við þau til þess að spyrja um þetta og var þá sagt að aðgengi væri ábótavant en þetta myndi reddast. Ég fékk loðin svör en var sagt að það hefði aldrei neinum fötluðum verið vísað frá. Þess vegna stóð ég í þeirri trú að það yrði leigður rampur eða eitthvað slíkt,“ segir Íris. „Ég komst sem betur fer að þessu áður en hann var kominn niður eftir og hringdi samstundis í Guðjón til að láta hann vita svo hann gæti gert upp hug sinn í friði um það hvort hann myndi vilja vera borinn inn í salinn eða ekki.“ Bíó Paradís er styrkt af Reykjavíkurborg og áður hefur verið fjallað um lélegt hjólastólaaðgengi þar. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í september að aðgengið væri lélegt og úrbætur strönduðu á fjármagni. Að sögn Ragnheiðar Pálsdóttur, starfandi framkvæmdastjóra Bíós Paradísar, hefur það fjármagn ekki fengist. Þó sé unnið að úrbótum. „Því miður er þetta ekki nógu gott hjá okkur vegna þess að þetta kostar peninga sem við eigum ekki til. Staðan er núna þannig að við eigum einn ramp inni í geymslu sem starfsfólkið vissi ekki af og það er verið að vinna að því að kaupa annan. Þetta er ömurlegt en við erum að vinna í þessu og safna fyrir þessu,“ segir Ragnheiður. Tengdar fréttir Þurfa tvær milljónir í bætt aðgengi Sótt hefur verið um tveggja milljóna króna styrk til að bæta aðgengi að Bíó Paradís fyrir fatlaða. Endurbætur voru gerðar á hljóð- og myndkerfi bíósins á síðasta ári fyrir 47 milljónir króna án aðkomu Reykjavíkurborgar. 3. september 2014 07:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Myndin Samsuða, sem fjallar um samstarf átta fatlaðra og ófatlaðra listamanna, var frumsýnd í Bíói Paradís á föstudaginn. Fatlaður sýningargestur komst ekki á sýninguna þar sem aðgengi fyrir fatlaða í hjólastól er verulega ábótavant inn í bíósalina. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, ætlaði að fara á sýninguna en varð að hætta við þar sem hann sá fram á það að komast ekki inn í salinn. „Ég var klár að leggja af stað á frumsýninguna sem fulltrúi eins styrktaraðila myndarinnar þegar ég fékk hringingu og mér var sagt að þeir ætluðu að bera þá sem væru í hjólastól inn í salinn. Ég vissi að þeir gætu ekki borið mig inn, stóllinn einn og sér er 175 kíló og ég yfir 100 kíló. Auk þess sem það er bara niðurlægjandi að láta bera sig inn,“ segir Guðjón sem var svekktur enda hafði hann hlakkað til að sjá myndina. Þarna sé um að ræða klára mismunun fyrir fatlaða.Íris Stefanía segir starfsfólk Bíó Paradísar hafa fullvissað sig um það að þeir sem væru í hjólastól kæmust inn í salinn.Íris Stefanía Skúladóttir, höfundur myndarinnar sem frumsýnd var, segist hafa verið fullvissuð um það fyrir sýninguna af starfsmönnum kvikmyndahússins, að þeir sem væru í hjólastól kæmust inn í bíósalinn. Rétt fyrir sýningu komst hún hins vegar að því að lausnin sem þeir hefðu til að koma fólki inn væri að bera það inn í salinn. „Það er bara niðurlægjandi. Fólk kann ekkert sérstaklega vel við að láta bera sig hvort sem það er í hjólastól eða ekki. Ég var búin að hafa samband við þau til þess að spyrja um þetta og var þá sagt að aðgengi væri ábótavant en þetta myndi reddast. Ég fékk loðin svör en var sagt að það hefði aldrei neinum fötluðum verið vísað frá. Þess vegna stóð ég í þeirri trú að það yrði leigður rampur eða eitthvað slíkt,“ segir Íris. „Ég komst sem betur fer að þessu áður en hann var kominn niður eftir og hringdi samstundis í Guðjón til að láta hann vita svo hann gæti gert upp hug sinn í friði um það hvort hann myndi vilja vera borinn inn í salinn eða ekki.“ Bíó Paradís er styrkt af Reykjavíkurborg og áður hefur verið fjallað um lélegt hjólastólaaðgengi þar. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í september að aðgengið væri lélegt og úrbætur strönduðu á fjármagni. Að sögn Ragnheiðar Pálsdóttur, starfandi framkvæmdastjóra Bíós Paradísar, hefur það fjármagn ekki fengist. Þó sé unnið að úrbótum. „Því miður er þetta ekki nógu gott hjá okkur vegna þess að þetta kostar peninga sem við eigum ekki til. Staðan er núna þannig að við eigum einn ramp inni í geymslu sem starfsfólkið vissi ekki af og það er verið að vinna að því að kaupa annan. Þetta er ömurlegt en við erum að vinna í þessu og safna fyrir þessu,“ segir Ragnheiður.
Tengdar fréttir Þurfa tvær milljónir í bætt aðgengi Sótt hefur verið um tveggja milljóna króna styrk til að bæta aðgengi að Bíó Paradís fyrir fatlaða. Endurbætur voru gerðar á hljóð- og myndkerfi bíósins á síðasta ári fyrir 47 milljónir króna án aðkomu Reykjavíkurborgar. 3. september 2014 07:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Þurfa tvær milljónir í bætt aðgengi Sótt hefur verið um tveggja milljóna króna styrk til að bæta aðgengi að Bíó Paradís fyrir fatlaða. Endurbætur voru gerðar á hljóð- og myndkerfi bíósins á síðasta ári fyrir 47 milljónir króna án aðkomu Reykjavíkurborgar. 3. september 2014 07:00