Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. október 2014 07:00 Um 30 prósent styðja ríkisstjórnina, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins. 55 prósent segjast ekki styðja hana, tólf prósent segjast óákveðin og þrjú prósent svara ekki spurningunni. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem taka afstöðu segjast 35 prósent styðja ríkisstjórnina. Sextíu og fimm prósent segjast ekki styðja hana. Magnús Júlíusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir að þessar tölur komi sér ekki á óvart í ljósi þess hve mikil umræða hefur verið um breytingar á virðisaukaskattskerfinu. „Umræðan hefur verið mjög á einn veg. Hún hefur verið einfölduð mjög og eitt atriði tekið fyrir,“ segir Magnús og vísar þar í umræðu um hækkun skatta á matvæli. „Þetta er í sjálfu sér erfitt mál, á meðan kynningin er í eina áttina þá eðlilega kemur það niður á fylgi við ríkisstjórnina,“ segir hann. Það sé hins vegar áhugavert að umræðan hafi ekki komið niður á fylgi Sjálfstæðisflokksins. Magnús bendir á að flokkurinn mælist sterkur og segist telja að það sé að miklu leyti vegna sterkrar forystu hans.Magnús JúlíussonMagnús segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins þurfi að vera miklu duglegri að kynna fyrir þingi og þjóð hver heildaráhrif af virðisaukaskattsfrumvarpinu séu. Breytingin geti þýtt kaupmáttaraukningu upp á 0,4% fyrir heimilin. „Það er stóra málið og það virðist ekki ná að komast inn í umræðuna,“ segir Magnús. Helgi Haukur Hauksson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, segir mikilvægt að menn átti sig á þeim gífurlega mikilvægu verkefnum sem verið er að vinna að. Það sé líka ljóst að hækkun virðisaukaskatts á matvæli sé ekki líkleg til vinsælda fyrir ríkisstjórnina. Helgi Haukur segir að ríkisstjórnin sé að fást við vandasöm verkefni, Verið sé að vinna í því að leysa skuldavanda heimilanna með leiðréttingunni. „Það er heldur ekki auðvelt að glíma við ríkisfjármálin þegar nettóvaxtagjöld ríkissjóðs voru til að mynda á síðasta ári 70-80 milljarðar,“ segir Helgi Haukur. Það sé aldrei til vinsælda fallið að skera niður. Könnun Fréttablaðsins á stuðningi við ríkisstjórnina var gerð dagana 21. og 22. október. Hringt var í 1.241 mann þangað til náðist í 801, en 85 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Úrtakið er lagskipt slembiúrtak. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Um 30 prósent styðja ríkisstjórnina, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins. 55 prósent segjast ekki styðja hana, tólf prósent segjast óákveðin og þrjú prósent svara ekki spurningunni. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem taka afstöðu segjast 35 prósent styðja ríkisstjórnina. Sextíu og fimm prósent segjast ekki styðja hana. Magnús Júlíusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir að þessar tölur komi sér ekki á óvart í ljósi þess hve mikil umræða hefur verið um breytingar á virðisaukaskattskerfinu. „Umræðan hefur verið mjög á einn veg. Hún hefur verið einfölduð mjög og eitt atriði tekið fyrir,“ segir Magnús og vísar þar í umræðu um hækkun skatta á matvæli. „Þetta er í sjálfu sér erfitt mál, á meðan kynningin er í eina áttina þá eðlilega kemur það niður á fylgi við ríkisstjórnina,“ segir hann. Það sé hins vegar áhugavert að umræðan hafi ekki komið niður á fylgi Sjálfstæðisflokksins. Magnús bendir á að flokkurinn mælist sterkur og segist telja að það sé að miklu leyti vegna sterkrar forystu hans.Magnús JúlíussonMagnús segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins þurfi að vera miklu duglegri að kynna fyrir þingi og þjóð hver heildaráhrif af virðisaukaskattsfrumvarpinu séu. Breytingin geti þýtt kaupmáttaraukningu upp á 0,4% fyrir heimilin. „Það er stóra málið og það virðist ekki ná að komast inn í umræðuna,“ segir Magnús. Helgi Haukur Hauksson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, segir mikilvægt að menn átti sig á þeim gífurlega mikilvægu verkefnum sem verið er að vinna að. Það sé líka ljóst að hækkun virðisaukaskatts á matvæli sé ekki líkleg til vinsælda fyrir ríkisstjórnina. Helgi Haukur segir að ríkisstjórnin sé að fást við vandasöm verkefni, Verið sé að vinna í því að leysa skuldavanda heimilanna með leiðréttingunni. „Það er heldur ekki auðvelt að glíma við ríkisfjármálin þegar nettóvaxtagjöld ríkissjóðs voru til að mynda á síðasta ári 70-80 milljarðar,“ segir Helgi Haukur. Það sé aldrei til vinsælda fallið að skera niður. Könnun Fréttablaðsins á stuðningi við ríkisstjórnina var gerð dagana 21. og 22. október. Hringt var í 1.241 mann þangað til náðist í 801, en 85 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Úrtakið er lagskipt slembiúrtak.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira