Hjálparstofnanir aðstoða þá sem geta ekki borgað lyf sín Viktoría Hermannsdóttir skrifar 22. október 2014 07:00 Hjá Mæðrastyrksnefnd hefur hópur eldri borgara, sem þarf á aðstoð að halda, stækkað. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. Fréttablaðið/stefán „Hópurinn er stór og fer stækkandi, það er áhyggjuefni. Við erum alltaf að sjá ný andlit í þessum hópi, því miður,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, um fjölgun í hópi eldri borgara sem þurfa að leita á náðir hjálparstofnana. Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um eldri borgara sem ekki hafa efni á nauðsynlegum aðgerðum eða hjálpartækjum; svo sem augnaðgerðum, tannlækningum og heyrnartækjum. Samkvæmt þeim hjálparstofnunum sem Fréttablaðið hefur rætt við þá nær hópur eldri borgara ekki endum saman og þarf að leita aðstoðar hjá hjálparstofnunum.Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar.Ragnhildur segir sífellt fleiri eldri borgara sækja mataraðstoð til Mæðrastyrksnefndar. „Það er allt of stór hópur sem þarf á aðstoð að halda frá okkur,“ segir hún. Að sögn Ragnhildar hafa þau fundið fyrir mikilli fjölgun frá árinu 2009 þegar grunnlífeyrir hafi verið tekjutengdur við lífeyrisgreiðslur. „Það er líka það sem eldri borgarar eru að líða fyrir núna. Verðlagið hækkar gríðarlega mikið en ekki launin. Þessi kjaragliðnun sem hefur orðið síðustu ár er dálítið uggvænleg. Og full ástæða til að benda stjórnvöldum á þennan þátt. Staða margra eldri borgara er mannréttindabrot. Fólk á ekki fyrir nauðþurftum, það er ekkert flóknara,“ segir Ragnhildur. Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar segir hlutfall þeirra eldri borgara sem sækja aðstoð til þeirra hafa haldist nokkuð svipað undanfarin ár.Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar.„Það er hópur sem kemur til að fá lyfjaaðstoð. Eins hjálpum við þeim mikið með heyrnartækin, það eru margir sem eiga í vandræðum með þau,“ segir Vilborg. Hjálpin felist í fjárhagsaðstoð vegna lyfja sem fólk þarf á að halda og aðstoð með hjálpartæki eins og heyrnartæki og snúi að því að finna leiðir fyrir fólk til þess að kaupa tækin. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur boðið fólki upp á aðstoð vegna lyfjakostnaðar og segir hún eldri borgara hafa komið til þess að fá aðstoð við að kaupa nauðsynleg lyf. „Lyfjaaðstoðin hefur aukist eftir að nýtt kerfi var tekið upp og oft erum við að hjálpa fólki að finna leiðir þegar það er að byrja á nýju lyfjaári og á eftir að safna sér afslátt upp í næsta,“ segir Vilborg. Nú rennur senn upp sá tími þegar fólk fer að huga að jólum og segir Ragnhildur marga skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar kvíða þeim þar sem þeir hafi ekki efni á jólagjöfum, til dæmis fyrir börn og barnabörn. „Við erum að búa okkur undir jólin núna. Við verðum með eins og við höfum gert; mat, gjafir og hvaðeina sem tilheyrir jólunum,“ segir Vilborg, sem kveður Hjálparstofnun kirkjunnar einnig aðstoða sína skjólstæðinga við að gefa gjafir. Þar gangi foreldrar barna fyrir. „Áður var meira verið að gefa til okkar en núna hefur almenningur minna milli handanna og við höfum því minna að gefa. Núna ganga þeir fyrir sem eru að gefa börnunum sínum,“ segir Vilborg Oddsdóttir. Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
„Hópurinn er stór og fer stækkandi, það er áhyggjuefni. Við erum alltaf að sjá ný andlit í þessum hópi, því miður,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, um fjölgun í hópi eldri borgara sem þurfa að leita á náðir hjálparstofnana. Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um eldri borgara sem ekki hafa efni á nauðsynlegum aðgerðum eða hjálpartækjum; svo sem augnaðgerðum, tannlækningum og heyrnartækjum. Samkvæmt þeim hjálparstofnunum sem Fréttablaðið hefur rætt við þá nær hópur eldri borgara ekki endum saman og þarf að leita aðstoðar hjá hjálparstofnunum.Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar.Ragnhildur segir sífellt fleiri eldri borgara sækja mataraðstoð til Mæðrastyrksnefndar. „Það er allt of stór hópur sem þarf á aðstoð að halda frá okkur,“ segir hún. Að sögn Ragnhildar hafa þau fundið fyrir mikilli fjölgun frá árinu 2009 þegar grunnlífeyrir hafi verið tekjutengdur við lífeyrisgreiðslur. „Það er líka það sem eldri borgarar eru að líða fyrir núna. Verðlagið hækkar gríðarlega mikið en ekki launin. Þessi kjaragliðnun sem hefur orðið síðustu ár er dálítið uggvænleg. Og full ástæða til að benda stjórnvöldum á þennan þátt. Staða margra eldri borgara er mannréttindabrot. Fólk á ekki fyrir nauðþurftum, það er ekkert flóknara,“ segir Ragnhildur. Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar segir hlutfall þeirra eldri borgara sem sækja aðstoð til þeirra hafa haldist nokkuð svipað undanfarin ár.Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar.„Það er hópur sem kemur til að fá lyfjaaðstoð. Eins hjálpum við þeim mikið með heyrnartækin, það eru margir sem eiga í vandræðum með þau,“ segir Vilborg. Hjálpin felist í fjárhagsaðstoð vegna lyfja sem fólk þarf á að halda og aðstoð með hjálpartæki eins og heyrnartæki og snúi að því að finna leiðir fyrir fólk til þess að kaupa tækin. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur boðið fólki upp á aðstoð vegna lyfjakostnaðar og segir hún eldri borgara hafa komið til þess að fá aðstoð við að kaupa nauðsynleg lyf. „Lyfjaaðstoðin hefur aukist eftir að nýtt kerfi var tekið upp og oft erum við að hjálpa fólki að finna leiðir þegar það er að byrja á nýju lyfjaári og á eftir að safna sér afslátt upp í næsta,“ segir Vilborg. Nú rennur senn upp sá tími þegar fólk fer að huga að jólum og segir Ragnhildur marga skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar kvíða þeim þar sem þeir hafi ekki efni á jólagjöfum, til dæmis fyrir börn og barnabörn. „Við erum að búa okkur undir jólin núna. Við verðum með eins og við höfum gert; mat, gjafir og hvaðeina sem tilheyrir jólunum,“ segir Vilborg, sem kveður Hjálparstofnun kirkjunnar einnig aðstoða sína skjólstæðinga við að gefa gjafir. Þar gangi foreldrar barna fyrir. „Áður var meira verið að gefa til okkar en núna hefur almenningur minna milli handanna og við höfum því minna að gefa. Núna ganga þeir fyrir sem eru að gefa börnunum sínum,“ segir Vilborg Oddsdóttir.
Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira