Hjálparstofnanir aðstoða þá sem geta ekki borgað lyf sín Viktoría Hermannsdóttir skrifar 22. október 2014 07:00 Hjá Mæðrastyrksnefnd hefur hópur eldri borgara, sem þarf á aðstoð að halda, stækkað. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. Fréttablaðið/stefán „Hópurinn er stór og fer stækkandi, það er áhyggjuefni. Við erum alltaf að sjá ný andlit í þessum hópi, því miður,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, um fjölgun í hópi eldri borgara sem þurfa að leita á náðir hjálparstofnana. Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um eldri borgara sem ekki hafa efni á nauðsynlegum aðgerðum eða hjálpartækjum; svo sem augnaðgerðum, tannlækningum og heyrnartækjum. Samkvæmt þeim hjálparstofnunum sem Fréttablaðið hefur rætt við þá nær hópur eldri borgara ekki endum saman og þarf að leita aðstoðar hjá hjálparstofnunum.Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar.Ragnhildur segir sífellt fleiri eldri borgara sækja mataraðstoð til Mæðrastyrksnefndar. „Það er allt of stór hópur sem þarf á aðstoð að halda frá okkur,“ segir hún. Að sögn Ragnhildar hafa þau fundið fyrir mikilli fjölgun frá árinu 2009 þegar grunnlífeyrir hafi verið tekjutengdur við lífeyrisgreiðslur. „Það er líka það sem eldri borgarar eru að líða fyrir núna. Verðlagið hækkar gríðarlega mikið en ekki launin. Þessi kjaragliðnun sem hefur orðið síðustu ár er dálítið uggvænleg. Og full ástæða til að benda stjórnvöldum á þennan þátt. Staða margra eldri borgara er mannréttindabrot. Fólk á ekki fyrir nauðþurftum, það er ekkert flóknara,“ segir Ragnhildur. Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar segir hlutfall þeirra eldri borgara sem sækja aðstoð til þeirra hafa haldist nokkuð svipað undanfarin ár.Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar.„Það er hópur sem kemur til að fá lyfjaaðstoð. Eins hjálpum við þeim mikið með heyrnartækin, það eru margir sem eiga í vandræðum með þau,“ segir Vilborg. Hjálpin felist í fjárhagsaðstoð vegna lyfja sem fólk þarf á að halda og aðstoð með hjálpartæki eins og heyrnartæki og snúi að því að finna leiðir fyrir fólk til þess að kaupa tækin. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur boðið fólki upp á aðstoð vegna lyfjakostnaðar og segir hún eldri borgara hafa komið til þess að fá aðstoð við að kaupa nauðsynleg lyf. „Lyfjaaðstoðin hefur aukist eftir að nýtt kerfi var tekið upp og oft erum við að hjálpa fólki að finna leiðir þegar það er að byrja á nýju lyfjaári og á eftir að safna sér afslátt upp í næsta,“ segir Vilborg. Nú rennur senn upp sá tími þegar fólk fer að huga að jólum og segir Ragnhildur marga skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar kvíða þeim þar sem þeir hafi ekki efni á jólagjöfum, til dæmis fyrir börn og barnabörn. „Við erum að búa okkur undir jólin núna. Við verðum með eins og við höfum gert; mat, gjafir og hvaðeina sem tilheyrir jólunum,“ segir Vilborg, sem kveður Hjálparstofnun kirkjunnar einnig aðstoða sína skjólstæðinga við að gefa gjafir. Þar gangi foreldrar barna fyrir. „Áður var meira verið að gefa til okkar en núna hefur almenningur minna milli handanna og við höfum því minna að gefa. Núna ganga þeir fyrir sem eru að gefa börnunum sínum,“ segir Vilborg Oddsdóttir. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
„Hópurinn er stór og fer stækkandi, það er áhyggjuefni. Við erum alltaf að sjá ný andlit í þessum hópi, því miður,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, um fjölgun í hópi eldri borgara sem þurfa að leita á náðir hjálparstofnana. Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um eldri borgara sem ekki hafa efni á nauðsynlegum aðgerðum eða hjálpartækjum; svo sem augnaðgerðum, tannlækningum og heyrnartækjum. Samkvæmt þeim hjálparstofnunum sem Fréttablaðið hefur rætt við þá nær hópur eldri borgara ekki endum saman og þarf að leita aðstoðar hjá hjálparstofnunum.Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar.Ragnhildur segir sífellt fleiri eldri borgara sækja mataraðstoð til Mæðrastyrksnefndar. „Það er allt of stór hópur sem þarf á aðstoð að halda frá okkur,“ segir hún. Að sögn Ragnhildar hafa þau fundið fyrir mikilli fjölgun frá árinu 2009 þegar grunnlífeyrir hafi verið tekjutengdur við lífeyrisgreiðslur. „Það er líka það sem eldri borgarar eru að líða fyrir núna. Verðlagið hækkar gríðarlega mikið en ekki launin. Þessi kjaragliðnun sem hefur orðið síðustu ár er dálítið uggvænleg. Og full ástæða til að benda stjórnvöldum á þennan þátt. Staða margra eldri borgara er mannréttindabrot. Fólk á ekki fyrir nauðþurftum, það er ekkert flóknara,“ segir Ragnhildur. Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar segir hlutfall þeirra eldri borgara sem sækja aðstoð til þeirra hafa haldist nokkuð svipað undanfarin ár.Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar.„Það er hópur sem kemur til að fá lyfjaaðstoð. Eins hjálpum við þeim mikið með heyrnartækin, það eru margir sem eiga í vandræðum með þau,“ segir Vilborg. Hjálpin felist í fjárhagsaðstoð vegna lyfja sem fólk þarf á að halda og aðstoð með hjálpartæki eins og heyrnartæki og snúi að því að finna leiðir fyrir fólk til þess að kaupa tækin. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur boðið fólki upp á aðstoð vegna lyfjakostnaðar og segir hún eldri borgara hafa komið til þess að fá aðstoð við að kaupa nauðsynleg lyf. „Lyfjaaðstoðin hefur aukist eftir að nýtt kerfi var tekið upp og oft erum við að hjálpa fólki að finna leiðir þegar það er að byrja á nýju lyfjaári og á eftir að safna sér afslátt upp í næsta,“ segir Vilborg. Nú rennur senn upp sá tími þegar fólk fer að huga að jólum og segir Ragnhildur marga skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar kvíða þeim þar sem þeir hafi ekki efni á jólagjöfum, til dæmis fyrir börn og barnabörn. „Við erum að búa okkur undir jólin núna. Við verðum með eins og við höfum gert; mat, gjafir og hvaðeina sem tilheyrir jólunum,“ segir Vilborg, sem kveður Hjálparstofnun kirkjunnar einnig aðstoða sína skjólstæðinga við að gefa gjafir. Þar gangi foreldrar barna fyrir. „Áður var meira verið að gefa til okkar en núna hefur almenningur minna milli handanna og við höfum því minna að gefa. Núna ganga þeir fyrir sem eru að gefa börnunum sínum,“ segir Vilborg Oddsdóttir.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent