Hjálparstofnanir aðstoða þá sem geta ekki borgað lyf sín Viktoría Hermannsdóttir skrifar 22. október 2014 07:00 Hjá Mæðrastyrksnefnd hefur hópur eldri borgara, sem þarf á aðstoð að halda, stækkað. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. Fréttablaðið/stefán „Hópurinn er stór og fer stækkandi, það er áhyggjuefni. Við erum alltaf að sjá ný andlit í þessum hópi, því miður,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, um fjölgun í hópi eldri borgara sem þurfa að leita á náðir hjálparstofnana. Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um eldri borgara sem ekki hafa efni á nauðsynlegum aðgerðum eða hjálpartækjum; svo sem augnaðgerðum, tannlækningum og heyrnartækjum. Samkvæmt þeim hjálparstofnunum sem Fréttablaðið hefur rætt við þá nær hópur eldri borgara ekki endum saman og þarf að leita aðstoðar hjá hjálparstofnunum.Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar.Ragnhildur segir sífellt fleiri eldri borgara sækja mataraðstoð til Mæðrastyrksnefndar. „Það er allt of stór hópur sem þarf á aðstoð að halda frá okkur,“ segir hún. Að sögn Ragnhildar hafa þau fundið fyrir mikilli fjölgun frá árinu 2009 þegar grunnlífeyrir hafi verið tekjutengdur við lífeyrisgreiðslur. „Það er líka það sem eldri borgarar eru að líða fyrir núna. Verðlagið hækkar gríðarlega mikið en ekki launin. Þessi kjaragliðnun sem hefur orðið síðustu ár er dálítið uggvænleg. Og full ástæða til að benda stjórnvöldum á þennan þátt. Staða margra eldri borgara er mannréttindabrot. Fólk á ekki fyrir nauðþurftum, það er ekkert flóknara,“ segir Ragnhildur. Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar segir hlutfall þeirra eldri borgara sem sækja aðstoð til þeirra hafa haldist nokkuð svipað undanfarin ár.Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar.„Það er hópur sem kemur til að fá lyfjaaðstoð. Eins hjálpum við þeim mikið með heyrnartækin, það eru margir sem eiga í vandræðum með þau,“ segir Vilborg. Hjálpin felist í fjárhagsaðstoð vegna lyfja sem fólk þarf á að halda og aðstoð með hjálpartæki eins og heyrnartæki og snúi að því að finna leiðir fyrir fólk til þess að kaupa tækin. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur boðið fólki upp á aðstoð vegna lyfjakostnaðar og segir hún eldri borgara hafa komið til þess að fá aðstoð við að kaupa nauðsynleg lyf. „Lyfjaaðstoðin hefur aukist eftir að nýtt kerfi var tekið upp og oft erum við að hjálpa fólki að finna leiðir þegar það er að byrja á nýju lyfjaári og á eftir að safna sér afslátt upp í næsta,“ segir Vilborg. Nú rennur senn upp sá tími þegar fólk fer að huga að jólum og segir Ragnhildur marga skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar kvíða þeim þar sem þeir hafi ekki efni á jólagjöfum, til dæmis fyrir börn og barnabörn. „Við erum að búa okkur undir jólin núna. Við verðum með eins og við höfum gert; mat, gjafir og hvaðeina sem tilheyrir jólunum,“ segir Vilborg, sem kveður Hjálparstofnun kirkjunnar einnig aðstoða sína skjólstæðinga við að gefa gjafir. Þar gangi foreldrar barna fyrir. „Áður var meira verið að gefa til okkar en núna hefur almenningur minna milli handanna og við höfum því minna að gefa. Núna ganga þeir fyrir sem eru að gefa börnunum sínum,“ segir Vilborg Oddsdóttir. Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Hópurinn er stór og fer stækkandi, það er áhyggjuefni. Við erum alltaf að sjá ný andlit í þessum hópi, því miður,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, um fjölgun í hópi eldri borgara sem þurfa að leita á náðir hjálparstofnana. Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um eldri borgara sem ekki hafa efni á nauðsynlegum aðgerðum eða hjálpartækjum; svo sem augnaðgerðum, tannlækningum og heyrnartækjum. Samkvæmt þeim hjálparstofnunum sem Fréttablaðið hefur rætt við þá nær hópur eldri borgara ekki endum saman og þarf að leita aðstoðar hjá hjálparstofnunum.Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar.Ragnhildur segir sífellt fleiri eldri borgara sækja mataraðstoð til Mæðrastyrksnefndar. „Það er allt of stór hópur sem þarf á aðstoð að halda frá okkur,“ segir hún. Að sögn Ragnhildar hafa þau fundið fyrir mikilli fjölgun frá árinu 2009 þegar grunnlífeyrir hafi verið tekjutengdur við lífeyrisgreiðslur. „Það er líka það sem eldri borgarar eru að líða fyrir núna. Verðlagið hækkar gríðarlega mikið en ekki launin. Þessi kjaragliðnun sem hefur orðið síðustu ár er dálítið uggvænleg. Og full ástæða til að benda stjórnvöldum á þennan þátt. Staða margra eldri borgara er mannréttindabrot. Fólk á ekki fyrir nauðþurftum, það er ekkert flóknara,“ segir Ragnhildur. Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar segir hlutfall þeirra eldri borgara sem sækja aðstoð til þeirra hafa haldist nokkuð svipað undanfarin ár.Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar.„Það er hópur sem kemur til að fá lyfjaaðstoð. Eins hjálpum við þeim mikið með heyrnartækin, það eru margir sem eiga í vandræðum með þau,“ segir Vilborg. Hjálpin felist í fjárhagsaðstoð vegna lyfja sem fólk þarf á að halda og aðstoð með hjálpartæki eins og heyrnartæki og snúi að því að finna leiðir fyrir fólk til þess að kaupa tækin. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur boðið fólki upp á aðstoð vegna lyfjakostnaðar og segir hún eldri borgara hafa komið til þess að fá aðstoð við að kaupa nauðsynleg lyf. „Lyfjaaðstoðin hefur aukist eftir að nýtt kerfi var tekið upp og oft erum við að hjálpa fólki að finna leiðir þegar það er að byrja á nýju lyfjaári og á eftir að safna sér afslátt upp í næsta,“ segir Vilborg. Nú rennur senn upp sá tími þegar fólk fer að huga að jólum og segir Ragnhildur marga skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar kvíða þeim þar sem þeir hafi ekki efni á jólagjöfum, til dæmis fyrir börn og barnabörn. „Við erum að búa okkur undir jólin núna. Við verðum með eins og við höfum gert; mat, gjafir og hvaðeina sem tilheyrir jólunum,“ segir Vilborg, sem kveður Hjálparstofnun kirkjunnar einnig aðstoða sína skjólstæðinga við að gefa gjafir. Þar gangi foreldrar barna fyrir. „Áður var meira verið að gefa til okkar en núna hefur almenningur minna milli handanna og við höfum því minna að gefa. Núna ganga þeir fyrir sem eru að gefa börnunum sínum,“ segir Vilborg Oddsdóttir.
Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira