Hjálparstofnanir aðstoða þá sem geta ekki borgað lyf sín Viktoría Hermannsdóttir skrifar 22. október 2014 07:00 Hjá Mæðrastyrksnefnd hefur hópur eldri borgara, sem þarf á aðstoð að halda, stækkað. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. Fréttablaðið/stefán „Hópurinn er stór og fer stækkandi, það er áhyggjuefni. Við erum alltaf að sjá ný andlit í þessum hópi, því miður,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, um fjölgun í hópi eldri borgara sem þurfa að leita á náðir hjálparstofnana. Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um eldri borgara sem ekki hafa efni á nauðsynlegum aðgerðum eða hjálpartækjum; svo sem augnaðgerðum, tannlækningum og heyrnartækjum. Samkvæmt þeim hjálparstofnunum sem Fréttablaðið hefur rætt við þá nær hópur eldri borgara ekki endum saman og þarf að leita aðstoðar hjá hjálparstofnunum.Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar.Ragnhildur segir sífellt fleiri eldri borgara sækja mataraðstoð til Mæðrastyrksnefndar. „Það er allt of stór hópur sem þarf á aðstoð að halda frá okkur,“ segir hún. Að sögn Ragnhildar hafa þau fundið fyrir mikilli fjölgun frá árinu 2009 þegar grunnlífeyrir hafi verið tekjutengdur við lífeyrisgreiðslur. „Það er líka það sem eldri borgarar eru að líða fyrir núna. Verðlagið hækkar gríðarlega mikið en ekki launin. Þessi kjaragliðnun sem hefur orðið síðustu ár er dálítið uggvænleg. Og full ástæða til að benda stjórnvöldum á þennan þátt. Staða margra eldri borgara er mannréttindabrot. Fólk á ekki fyrir nauðþurftum, það er ekkert flóknara,“ segir Ragnhildur. Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar segir hlutfall þeirra eldri borgara sem sækja aðstoð til þeirra hafa haldist nokkuð svipað undanfarin ár.Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar.„Það er hópur sem kemur til að fá lyfjaaðstoð. Eins hjálpum við þeim mikið með heyrnartækin, það eru margir sem eiga í vandræðum með þau,“ segir Vilborg. Hjálpin felist í fjárhagsaðstoð vegna lyfja sem fólk þarf á að halda og aðstoð með hjálpartæki eins og heyrnartæki og snúi að því að finna leiðir fyrir fólk til þess að kaupa tækin. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur boðið fólki upp á aðstoð vegna lyfjakostnaðar og segir hún eldri borgara hafa komið til þess að fá aðstoð við að kaupa nauðsynleg lyf. „Lyfjaaðstoðin hefur aukist eftir að nýtt kerfi var tekið upp og oft erum við að hjálpa fólki að finna leiðir þegar það er að byrja á nýju lyfjaári og á eftir að safna sér afslátt upp í næsta,“ segir Vilborg. Nú rennur senn upp sá tími þegar fólk fer að huga að jólum og segir Ragnhildur marga skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar kvíða þeim þar sem þeir hafi ekki efni á jólagjöfum, til dæmis fyrir börn og barnabörn. „Við erum að búa okkur undir jólin núna. Við verðum með eins og við höfum gert; mat, gjafir og hvaðeina sem tilheyrir jólunum,“ segir Vilborg, sem kveður Hjálparstofnun kirkjunnar einnig aðstoða sína skjólstæðinga við að gefa gjafir. Þar gangi foreldrar barna fyrir. „Áður var meira verið að gefa til okkar en núna hefur almenningur minna milli handanna og við höfum því minna að gefa. Núna ganga þeir fyrir sem eru að gefa börnunum sínum,“ segir Vilborg Oddsdóttir. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Hópurinn er stór og fer stækkandi, það er áhyggjuefni. Við erum alltaf að sjá ný andlit í þessum hópi, því miður,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, um fjölgun í hópi eldri borgara sem þurfa að leita á náðir hjálparstofnana. Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um eldri borgara sem ekki hafa efni á nauðsynlegum aðgerðum eða hjálpartækjum; svo sem augnaðgerðum, tannlækningum og heyrnartækjum. Samkvæmt þeim hjálparstofnunum sem Fréttablaðið hefur rætt við þá nær hópur eldri borgara ekki endum saman og þarf að leita aðstoðar hjá hjálparstofnunum.Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar.Ragnhildur segir sífellt fleiri eldri borgara sækja mataraðstoð til Mæðrastyrksnefndar. „Það er allt of stór hópur sem þarf á aðstoð að halda frá okkur,“ segir hún. Að sögn Ragnhildar hafa þau fundið fyrir mikilli fjölgun frá árinu 2009 þegar grunnlífeyrir hafi verið tekjutengdur við lífeyrisgreiðslur. „Það er líka það sem eldri borgarar eru að líða fyrir núna. Verðlagið hækkar gríðarlega mikið en ekki launin. Þessi kjaragliðnun sem hefur orðið síðustu ár er dálítið uggvænleg. Og full ástæða til að benda stjórnvöldum á þennan þátt. Staða margra eldri borgara er mannréttindabrot. Fólk á ekki fyrir nauðþurftum, það er ekkert flóknara,“ segir Ragnhildur. Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar segir hlutfall þeirra eldri borgara sem sækja aðstoð til þeirra hafa haldist nokkuð svipað undanfarin ár.Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar.„Það er hópur sem kemur til að fá lyfjaaðstoð. Eins hjálpum við þeim mikið með heyrnartækin, það eru margir sem eiga í vandræðum með þau,“ segir Vilborg. Hjálpin felist í fjárhagsaðstoð vegna lyfja sem fólk þarf á að halda og aðstoð með hjálpartæki eins og heyrnartæki og snúi að því að finna leiðir fyrir fólk til þess að kaupa tækin. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur boðið fólki upp á aðstoð vegna lyfjakostnaðar og segir hún eldri borgara hafa komið til þess að fá aðstoð við að kaupa nauðsynleg lyf. „Lyfjaaðstoðin hefur aukist eftir að nýtt kerfi var tekið upp og oft erum við að hjálpa fólki að finna leiðir þegar það er að byrja á nýju lyfjaári og á eftir að safna sér afslátt upp í næsta,“ segir Vilborg. Nú rennur senn upp sá tími þegar fólk fer að huga að jólum og segir Ragnhildur marga skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar kvíða þeim þar sem þeir hafi ekki efni á jólagjöfum, til dæmis fyrir börn og barnabörn. „Við erum að búa okkur undir jólin núna. Við verðum með eins og við höfum gert; mat, gjafir og hvaðeina sem tilheyrir jólunum,“ segir Vilborg, sem kveður Hjálparstofnun kirkjunnar einnig aðstoða sína skjólstæðinga við að gefa gjafir. Þar gangi foreldrar barna fyrir. „Áður var meira verið að gefa til okkar en núna hefur almenningur minna milli handanna og við höfum því minna að gefa. Núna ganga þeir fyrir sem eru að gefa börnunum sínum,“ segir Vilborg Oddsdóttir.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira