Ekki gert ráð fyrir að framkvæmdir við risagróðurhús hefjist á næsta ári Haraldur Guðmundsson skrifar 18. október 2014 09:00 Bæjaryfirvöld gengu frá öllum skipulagsmálum vegna gróðurhússins í mars síðastliðnum. Bæjaryfirvöld í Grindavík gera ekki ráð fyrir að framkvæmdir við tómatagróðurhús hollenska fyrirtækisins EsBro hefjist á næsta ári. Fyrirtækið hefur viljað hefja framkvæmdir á þessu ári en enn er unnið að fjármögnun verkefnisins. „Við gerum ekki ráð fyrir að sveitarfélagið fái tekjur eða leggi út gjöld vegna þessa verkefnis í fjárhagsáætlun ársins 2015 sem verður kynnt í byrjun nóvember,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur. Hollenska fyrirtækið áformar að reisa 150 þúsund fermetra gróðurhús undir framleiðslu á tómötum til útflutnings. Það hefur fengið vilyrði fyrir lóð í Mölvík sem er um tíu kílómetra frá Grindavík. Róbert segir forsvarsmenn fyrirtækisins nú stefna að því að gróðurhúsið verði reist í þremur fimm hektara áföngum. Fyrri áætlanir EsBro hafi gert ráð fyrir að húsið yrði byggt í einum 15 hektara áfanga.Róbert Ragnarsson„Okkur skilst að það sé enn unnið að fjármögnun verkefnisins og að þessar breytingar á framkvæmdinni tengist breyttum markaðsaðstæðum í Austur-Evrópu. Skipulag svæðisins heimilar hins vegar að verkefnið sé unnið í nokkrum áföngum og það ætti því ekki að vera neitt vandamál,“ segir Róbert. Verkefnið var fyrst kynnt á íbúafundi í Grindavík fyrir ári. EsBro hefur síðan þá gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á þessu ári en Róbert telur útilokað að það náist. „Þetta hefur tafist og það er meðal annars ástæðan fyrir því að við erum ekki að reikna með þessu á árinu 2015. Fyrirtækið hefur tvisvar sett upp tímaplan sem hefur ekki staðist og við erum því ekki að halda niðri í okkur andanum út af þessu,“ segir Róbert. Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður um 35-40 milljónir evra, eða 5,4 til 6,2 milljarðar króna. Tekjur Grindavíkur vegna gróðurhússins gætu að sögn Róberts numið allt að 60 milljónum króna á ári. „Ef þetta kemur árið 2015 þá verður það frábært en annars erum við einungis að gera ráð fyrir þessum hefðbundna rekstri hjá okkur sem byggir á sjávarútvegi og ferðaþjónustu.“ Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Grindavík gera ekki ráð fyrir að framkvæmdir við tómatagróðurhús hollenska fyrirtækisins EsBro hefjist á næsta ári. Fyrirtækið hefur viljað hefja framkvæmdir á þessu ári en enn er unnið að fjármögnun verkefnisins. „Við gerum ekki ráð fyrir að sveitarfélagið fái tekjur eða leggi út gjöld vegna þessa verkefnis í fjárhagsáætlun ársins 2015 sem verður kynnt í byrjun nóvember,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur. Hollenska fyrirtækið áformar að reisa 150 þúsund fermetra gróðurhús undir framleiðslu á tómötum til útflutnings. Það hefur fengið vilyrði fyrir lóð í Mölvík sem er um tíu kílómetra frá Grindavík. Róbert segir forsvarsmenn fyrirtækisins nú stefna að því að gróðurhúsið verði reist í þremur fimm hektara áföngum. Fyrri áætlanir EsBro hafi gert ráð fyrir að húsið yrði byggt í einum 15 hektara áfanga.Róbert Ragnarsson„Okkur skilst að það sé enn unnið að fjármögnun verkefnisins og að þessar breytingar á framkvæmdinni tengist breyttum markaðsaðstæðum í Austur-Evrópu. Skipulag svæðisins heimilar hins vegar að verkefnið sé unnið í nokkrum áföngum og það ætti því ekki að vera neitt vandamál,“ segir Róbert. Verkefnið var fyrst kynnt á íbúafundi í Grindavík fyrir ári. EsBro hefur síðan þá gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á þessu ári en Róbert telur útilokað að það náist. „Þetta hefur tafist og það er meðal annars ástæðan fyrir því að við erum ekki að reikna með þessu á árinu 2015. Fyrirtækið hefur tvisvar sett upp tímaplan sem hefur ekki staðist og við erum því ekki að halda niðri í okkur andanum út af þessu,“ segir Róbert. Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður um 35-40 milljónir evra, eða 5,4 til 6,2 milljarðar króna. Tekjur Grindavíkur vegna gróðurhússins gætu að sögn Róberts numið allt að 60 milljónum króna á ári. „Ef þetta kemur árið 2015 þá verður það frábært en annars erum við einungis að gera ráð fyrir þessum hefðbundna rekstri hjá okkur sem byggir á sjávarútvegi og ferðaþjónustu.“
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira